26.3.2021 | 16:20
Hús dagsins: Hofsbót 4
Um daginn vorum við stödd úti í Glerárþorpi, eftir að hafa dvalið um nokkurt skeið við syðstu byggðir Akureyrar. En nú förum við milliveginn- bókstaflega- því nú ber okkur niður í Miðbænum.
Hofsbót er stutt gata (um 150m) sem tengir efsta hluta Strandgötu í norðri og Skipagötu í suðri og liggur í boga yfir bílastæðasvæði Miðbæjarins. Þessi hringtenging er uppistaða í hinum valinkunna rúnthring Miðbæjarins. Kannski halda einhverjir, að Hofsbót dragi nafn sitt af Menningarhúsinu Hofi, en það er sjálfsögðu ekki svo, enda gatan til komin áratugum á undan Hofi. Hofsbót er gamalt heiti á Akureyrarhöfn eða krikanum við suðvesturhluta Oddeyrar og jafnvel Pollinum öllum (sbr. Steindór Steindórsson 1993: 134). Miðbæjarsvæðið hefur þannig löngum kallast Bótin, og íbúar þess Bótungar. Í upphafi 3. áratugs 21. Aldar stendur aðeins eitt hús við Hofsbót, en þeim kann að fjölga, gangi hugmyndir um nýtt Miðbæjarskipulag eftir.
Umrætt hús er Hofsbót 4. Húsið var fullbyggt 1988, en það var á vordögum 1987 að Verkfræðistofa Norðurlands auglýsti eftir tilboðum í byggingu 3500 m3 húss en auk þeirra stóðu Fatahreinsun Vigfúsar og Árna og þrír tannlæknar að byggingu hússins. Öllum tilboðum var hafnað. Engu að síður var bygging hússins hafin í lok september 1987. Byggingarmeistarar hússins voru Jón Björnsson, Björgvin Björnsson og Sigurður Arngrímsson en húsið var teiknað á teiknistofunni Form. Á upplýsingakorti Akureyrarbæjar birtast fjölmargar teikningar af húsinu og hlutum þess, áritaðar af Eiríki Jónssyni.
Hofsbót 4 er fjögurra hæða steinsteypuhús með flötu þaki. Efsta hæð er inndregin sunnan og þar eru svalir, en þá er einnig útbygging til vesturs og svalir ofan á þeim. Gluggasetning efri hæða er þannig, að þrír gluggar sitja saman með breiðum timburþiljum á milli, og hvert gluggastykki aðskilið af steyptum þverböndum. Á jarðhæð eru verslunargluggar. Efsta hæð er að mestu glerjuð, en þar er um nýlega framkvæmd að ræða. Veggir eru múrhúðaðir en dúkur á þaki.
Húsið hefur frá upphafi hýst hina ýmsu starfsemi, þarna var sem áður segir fatahreinsun á neðstu hæð, ljósmyndaþjónusa og framköllun, tannlæknastofur á efri hæðum og Verkfræðistofa Norðurlands var í húsinu frá byggingu. Hún sameinaðist árið 2011 verkfræðistofunni Eflu undir nafni hinnar síðarnefndu. Jarðhæð hefur löngum skipst í tvö verslunarrými; nú eru í syðri hluta rakarastofa en í vefnaðarvöruverslunin Vogue hefur verið í nyrðri hluta um árabil. Íbúð er á efstu hæðinni, en hún var innréttuð um 2018 eftir teikningum Árna Gunnars Kristjánssonar.
Fyrir fáeinum misserum fóru miklar endurbætur fram á efstu hæð hússins en að öðru leyti er það að mestu óbreytt frá upphafi. Húsið setur nokkurn svip á Miðbæinn og er í ágætu samræmi við nærliggjandi byggingar, hvað varðar stærð og útlit. Það tekur þátt í sameiginlegri sexhyrndri götumynd efsta hluta Strandgötu, Ráðhústorgs, Skipagötu og Hofsbótar, sem á uppruna sinn í fyrsta Aðalskipulagi Akureyrar frá 1927. Húsið er ekki talið hafa verulegt varðveislugildi í Húsakönnun 2014, enda á það yfirleitt ekki við um hús á þrítugs- eða fertugsaldri. Kannski mun Hofsbót 4 hljóta varðveislugildi þegar líða tekur á þessa öld...Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir: Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Mér finnst þetta nú frekar ljótt hús, en ekki samt eins slæmt og Strandgata 3 (Sjóvár-húsið), fyrst og fremst af því hve hátt það er og byrgir útsýnið frá Ráðhústorgi. Ég varð hissa á því þegar svona hátt hús var byggt þarna. Hvernig væri að taka það fyrir bráðlega?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 29.3.2021 kl. 00:32
Sæl og blessuð.
Þetta er nokkuð frábrugðið umræddri röð að gerð, það er rétt. Hönnun næsta hús sunnan við, Sparisjóðshússins (Skipagötu 9) virðist taka frekar mið að Skipagötu- Ráðhústorgsröðunum- þótt verulega frábrugðið sé. Sjóvárhúsið er einmitt dálítið mikið hærra og umfangsmeira en nærliggjandi hús- ég tók það einmitt stuttlega fyrir á upphafsárum þessarar síðu (https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/975016/) og tefldi þar saman andstæðunum, nr.3 og 7. þar sem annars vegar er um að ræða sex hæða steinsteypt stórhýsi frá lokum 20. aldar og lágreist timburhús frá upphafi sömu aldar hins vegar. En ekki ólíklegt, að ég taki Sjóvarhúsið fyrir í eitthvað lengra máli á næstu dögum eða vikum...
Arnór Bliki Hallmundsson, 30.3.2021 kl. 14:42
PS. Afrita þarf tengilinn hér að ofan yfir í veffangastiku og fylgja honum eftir þar...það virðist ekki vera hægt að búa til tengla í athugasemdum...
Arnór Bliki Hallmundsson, 30.3.2021 kl. 14:44
Takk f. þetta, ég er búin að skoða færsluna frá 2009. Þú segir að háhýsið hafi verið byggt 1998-2000, en ég er nokkuð viss um að það var byrjað að byggja það 1994. Ég man að ræddi þessa byggingu við gamla skólasystur sem ég heimsótti þá (og líka 1990 og 92), en næst þegar ég kom norður (1997 eða 99) var hún flutt suður.
En það er ekki að marka að skoða gamlar ljósmyndir, því ég forðast alltaf að láta hálfbyggð hús rata inná mynd hjá mér.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 31.3.2021 kl. 10:05
Sæl aftur.
Ég á því miður engar myndir í mínum fórum, sem sýna þetta svæði. Ég hins vegar flyt í bæinn snemmsumars 1997 og man þá eftir malarplani á þessum stað og bílastæði. Minnir að hjólabrettakappar hafi nýtt þetta svæði óspart. Man einhverjar deilur um vorið og sumarið 1998 en um veturinn hófst uppsteypa o.s.frv. Um jólin 1998 var upplýstur jólasveinn og sleði á byggingarkrananum þarna, sem ég sá út um gluggann í Gránufélagsgötu, þáverandi heimili mínu. (Hér eru teikningar dagsettar í okt ´98: https://gagnasja.akureyri.is/Teikningar/Strandgata/C8423.pdf ) Ég er hins vegar að reyna að rifja upp, hvaða hús það gæti verið á þessum slóðum sem byggt var um 1994. 1992-96 voru auðvitað byggð nokkur stórhýsi á Miðbæjarsvæðinu t.d. áðurnefnd Skipagata 9, "Pedróhúsið" (Skipagata 16) og stórhýsi á Torfunefi, Kaupangsstræti 1 (Hýsti eitt sinn RÚV, oft kennt við Subway, sem hefur verið þar frá því húsið var byggt. En þessi hús eru reyndar á allt öðrum stað í Miðbænum.
Arnór Bliki Hallmundsson, 1.4.2021 kl. 19:55
Sæll. Líklega er þetta misminni, stundum festast hlutir ekki rétt í minningunni. Ætli ég hafi ekki séð þetta 1999, og rætt þetta svo við konuna næst þegar við hittumst hér f. sunnan.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 12:45
Ég kannast við það, að minnið er víst ekki alveg óbrigðult og stundum renna nokkur ár saman í eitt. Og það þótt árin séu hvorki mörg né mjög langt um liðið...
Arnór Bliki Hallmundsson, 3.4.2021 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.