Hús dagsins: Lyngholt í Glerárþorpi (Lyngholt 10)

Síðustu vikur hef ég haldið mig nærri syðri mörkum Akureyrarkaupstaðar, en nú færi ég mig norður yfir Glerá. Um Lyngholt í Glerárþorpi skrifaði ég stuttan pistil í árslok 2011. Hér er eilítið endurbættur og ítarlegri pistill...

Lyngholt stendur við samnefnda götu skammt norðan Glerár, steinsnar frá Hörgárbraut. P6180092Um er að ræða steinhús frá 3. áratug síðustu aldar. Upprunalega var byggður bær í Lyngholti árið 1903 og munu fyrstu ábúendur hafa verið þau Aðalsteinn Halldórsson og Kristbjörg Þorsteinsdóttir. Hann lést árið 1914 en hún bjó þar áfram ásamt börnum sínum.

Árið 1927 stóð Kristbjörg fyrir byggingu veglegs steinhúss í Lyngholti sem enn stendur.  Ekki liggur fyrir hver teiknaði húsið, mögulega Halldór Halldórsson eða Tryggvi Jónatansson. Í fundargerðum Bygginganefndar Akureyrar frá þessum tíma stendur  ekki stafur um Lyngholt, enda tilheyrði Glerárþorp ekki Akureyri á þeim tíma. Lyngholt er tvílyft steinsteypuhús á kjallara, með lágu risi.Á þaki er bárujárn, veggir múrsléttaðir og tvískiptir þverpóstar í gluggum.

     Kristbjörg Þorsteinsdóttir bjó í Lyngholti ásamt stórfjölskyldu til æviloka, en hún lést árið 1947. Á meðal sex barna Kristbjargar og Aðalsteins var Steingrímur (1903 - 1993) verkalýðsleiðtogi og alþingismaður en hann sat á þingi fyrir Sameiningarflokk Alþýðu       (Sósíalistaflokkinn) árin 1942-53, forseti efri deildar þingsins 1942-46. Hann bjó á Lyngholti til 1932 og hefur væntanlega komið að byggingu steinhússins ásamt móður sinni og systkinum. Líkt og tíðkaðist í Glerárþorpi var einhver búskapur í Lyngholti, en ekki var hann stór í sniðum. Honum var síðan sjálfhætt þegar þéttbýli tók að myndast í Þorpinu. Gatan Lyngholt tók að byggjast á sjötta áratug síðustu aldar og fékk bærinn númerið 10 við hina samnefndu götu. Elstu heimildir sem finnast á gagnagrunninum timarit.is um Lyngholt 10 eru frá 1957.

Lyngholt er lítt breytt frá upphafi að ytra byrði en er í mjög góðri hirðu og er til mikillar prýði í umhverfi sínu. Tvær íbúðir munu í húsinu, hvor á sinni hæð. Húsið stendur á nokkuð áberandi stað, rétt við Þjóðveg 1 gegnum bæinn. Það er álit undirritaðs, að býlin í Glerárþorpi, og fyrrum býli inni í þéttbýli yfirleitt, eigi að hljóta ótvírætt varðveislugildi eða jafnvel friðun. Lyngholt er þar að sjálfsögðu engin undantekning. Myndin er tekin þann 18. júní 2011.

Heimildir: Lárus Zophoníasson.1980. „Glerárþorp – 100 ára byggð“. Súlur X. árg. (bls. 3-33)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 88
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 420297

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 220
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband