Gleðilega páska

Óska ykkur öllum, nær og fjær gleðilegra páska.laughingcool

Páskamyndin í ár er tekin við mót Grænásbrautar og Skógarbrautar á Ásbrú í Reykjanesbæ, sl. miðvikudag, 31. mars og sýnir m.a. Fagradalsfjall. Það sem virðast vera skýjabólstrar fyrir miðri mynd er í raun gosmökkur úr Geldingadölum. Í góðu skyggni má sjá rjúka úr fjallinu líkt og úr skorsteini.

P331001 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega páska, Arnór. Og til hamingju, Akureyringar, með nýja strætókerfið, sem vonandi léttir lífið fyrir eldra fólk í bænum. Strætó er nefnilega ekki bara til að komast í vinnu og skóla, heldur líka til að komast í verslanir og stunda félags- og menningarlíf. Við í borginni notum hann þannig, t.d. til og frá Kringlunni og Mjódd. Ég hef hvergi séð hvort/hvernig ferðir verða um helgar.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 12:18

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk sömuleiðis og takk fyrir fróðlegt blogg! cool

Þorsteinn Briem, 4.4.2021 kl. 14:22

3 identicon

Gleðilega upprisuhátíð og þakka þér fyrir alla fróðlegu pistlana. Það er notalegt að lesa pistla sem eru lausir við alla pólitík.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 5.4.2021 kl. 10:46

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Takk sömuleiðis fyrir kveðjur, innlit og hlý orð.

Hvað nýja leiðakerfið hjá Strætó sýnist mér full ástæða til að kætast yfir því- svona að við fyrstu sín- og verða til nokkurra bóta. Aukin tíðni er eitthvað sem kallað hefur verið eftir, en einhverjar götur muna detta úr kerfinu sem nú er, og mörgum kann að þykja það miður.  En notendahópur strætisvagnanna er mjög fjölbreyttur það þarf að hugsa fyrir þörfum þeirra allra eins vel og hægt er. En það er með þetta eins og allt annað, það er aldrei hægt að koma fullkomlega til móts við alla. 

Pólítík og trúmál er eitthvað sem ég hef einsett mér að forðast í lengstu lög hér á þessum vef- ég tel einfaldlega nóg framboð af slíku annars staðar, auk þess sem slíkum skrifum fylgir oftar en ekki þras og þrætur sem ég nenni engan veginn að standa í hér inni. (Eina undantekningin væri þá kannski bara sú sem pólítík snýr að varðveislu eða niðurrifi eldri húsa... wink)

Arnór Bliki Hallmundsson, 5.4.2021 kl. 16:48

5 identicon

Sæll enn. Um 1970 var íbúatala Akureyrar og Kópavogs mjög svipuð, 10 þús.+ Þá þegar var komið ansi fullkomið strætókerfi í Kóp. Ferðir á hálftíma fresti á daginn og á kl.st.fresti til miðnættis alla daga +aukaferðir kl.0.30 um helgar. Ég er með Minnisbók frá 1969 með kortum +áætlun strætó á höfuðb.svæðinu. Líka er þar kort af Akureyri, en aðeins bent á ferðir milli Rvíkur og Ak. Engar strætóferðir virðast þar innanbæjar. En auðvitað þurfti fólk í Kóp. að komast til+frá Rvík. - Nú á að hafa helgarakstur kl.12-18 á klst.fresti á Ak. Ekki líkt því eins gott og í Kópavogi fyrir hálfri öld!!

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 9.4.2021 kl. 16:13

6 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, Kópavogsbúar hafa sannarlega getað vera ánægðir með sitt strætókerfi fyrir hálfri öld (og geta eflaust enn). Vonandi verður fyrirkomulagið á Akureyri einhvern tíma sambærilegt og það sem gerðist í Kópavogi. Kannski setur það rekstrinum einhverjar skorður hér, að frítt er í vagnana...

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.4.2021 kl. 18:27

7 identicon

Ég tek fram að Strætisvagnar Kópavogs voru reknir af kaupstaðnum, fyrirtækið (st.1957) var ekki hluti af Strætisv.Rvíkur, sem keyrðu líka út á Seltj.nes. Nú eru ferðir í Kóp. og önnur sveitarfélög á borgar-svæðinu komnar undir hatt Strætó b/s. Það tekur lengri tíma nú að komast til/frá Kóp. í miðbæ Rvíkur en f.60 árum, enda farnar lengri leiðir. Og þetta er ennþá verra f. Hafnfirðinga.

Mér finnst sjálfsagt að láta fólk borga, og afslátt f.aldraða og unga. Fólk sem þiggur þjónustu ókeypis á erfitt með að gera kröfur. Sumir vilja hafa ókeypis hér f. eldra fólk, en ég er andvíg því, ég vil ekki þiggja ölmusu.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 11.4.2021 kl. 10:07

8 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, það virkar heldur súrt, að afturför hafi orðið í þjónustu frá því sem var fyrir 60 árum síðan. En það er svosem ekki óalgengt - þó ekki algilt-  þegar þjónusta eða starfsemi margra eininga, stofnana eða sveitarfélaga er sameinuð undir eitt miðstýrt "batterý" að þjónusta eða sinning einstakra hluta hennar skerðist. Stundum hreinlega "óvart" en oft er snýst það um meinta hagræðingu. Tek líka undir það, að erfitt að gera kröfu til einhvers sem er ókeypis. (Ég myndi t.a.m. glaður greiða fargjald í strætisvagn, sem færi hringinn Hamra-Kjarna-Ak.Flugvöll).

Arnór Bliki Hallmundsson, 13.4.2021 kl. 14:21

9 identicon

SVK hafði upphaflega bara einn tilgang, að koma fólki frá Kópavogi í vinnu/skóla í Rvík og heim aftur. Þjónustan er að sumu leyti betri núna, ferðir tíðari og t.d. kemst fólk frá Hlemmi+Mjódd í Smáralind.

Ég get bent á mjög góða bók um (for)sögu Kópavogskaupstaðar: Við byggðum nýjan bæ, sem Gylfi Gröndal skrifaði eftir Huldu Jakobsd.(afasystur Katrínar forsætis), fyrstu konunni hér á landi í embætti bæjarstjóra. Það gekk nefnilega heilmikið á í Kópavogspólitíkinni, líka inni á Alþingi, og Hulda var með frá byrjun og gerir skilmerkilega grein fyrir sögunni.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 14.4.2021 kl. 15:22

10 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, ekki spurning að ég kíki á þessa bók við tækifæri- saga Kópavogs er vafalítið mjög áhugaverð. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 16.4.2021 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 69
  • Sl. sólarhring: 75
  • Sl. viku: 313
  • Frá upphafi: 421186

Annað

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband