Hús dagsins: Norðurgata 43

Árið 1946 fékk Tryggvi Gunnarsson lóð og byggingarleyfi við „götu norðan Eyrarvegar“P4220980 (Víðivelli). Fékk hann að reisa tveggja hæða hús úr steinsteypu, þak og loft efri hæðar úr timbri. Stærð hússins 10x8,5m. Húsið reisti Tryggvi eftir eigin teikningum.

Norðurgata 43 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki.Krosspóstar eru í gluggum, bárujárn á þaki og veggir múrsléttaðir. Svalir eru til suðvesturs og horngluggar, í anda funkisstíls til suðurs.

Tryggvi Gunnarsson, sem byggði húsið, var skipasmiður og starfaði lengst af á Skipasmíðastöð KEA. Hann teiknaði og stjórnaði fjölmargra báta, þ.á.m. hinum valinkunna Húna II árið 1963. Hann var kvæntur Stellu Sigurgeirsdóttur og bjuggu þau hér um árabil, en húsið hefur nokkrum sinnum skipt um eigendur og íbúa, svo sem gengur og gerist á þremur aldarfjórðungum. Norðvestanmegin á lóðinni stendur bílskúr, byggður 1959 eftir teikningum Guðlaugs Friðþjófssonar. Húsið var lengst af einbýlishús en var fyrir fáeinum árum breytt í gistiheimili með nokkrum herbergjum.

Norðurgata 43 er látlaust en glæst hús í mjög góðri hirðu, sem lóðin og umhverfi þess. Sunnan við húsið stendur gróskumikill heggur, sem fyrrihluta sumars skartar hvítum blómum. Á lóðinni er einnig mjög ræktarlegt grenitré. Klifurjurt, sem síðuhafi kann víst ekki að tegundagreina, á suðurvegg hússins er einnig til mikillar prýði. Lóðin er girt miklum steinvegg með skrautlegu járnavirki, sem væntanlega er frá svipuðum tíma og húsið var byggt og einnig vel við haldið. Höfundi er ekki kunnugt um að húsakönnun hafi verið unnin um þennan ysta hluta Norðurgötu og þekkir því ekki til hugsanlegs varðveislugildis. En húsið er svo sannarlega varðveisluvert eins og þau flest öll, á þessum slóðum. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1044, 23. feb. 1946. Fundur nr. 1051, 26. apríl 1946. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 420275

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband