Hús dagsins: Norðurgata 45

Norðurgötu 45 reisti Finnur Daníelsson árið 1954 en lóðina fékk P4220990hann haustið 1953. Byggingaleyfið fékk hann þann 10. júní 1954 en ekki er um frekari lýsingu á húsinu að ræða í bókunum bygginganefndar. Teikningarnar gerði Stefán Reykjalín.

Norðurgata 45 er tvílyft steinhús með háu valmaþaki. Útskot eru norðanmegin á fram- og bakhlið og svalir til suðurs áfastar þeim. Í gluggum eru breiðir krosspóstar, bárujárn á þaki og steining á veggjum.  Á svölum á framhlið eru steypt skraut, fjórir ramma með þrískiptu merki, sem minnir á spaða vindmyllu og setur það skemmtilegan svip á húsið, ásamt þykkum steyptum ramma utan um stigahúsglugga á framhlið.

Ef Norðurgötu 45 er flett upp á timarit.is koma 26 niðurstöður, það eru hinar ýmsar tilkynningar og auglýsingar frá hinum fjölmörgu íbúum hússins gegnum tíðina. Finnur G.K. Daníelsson (1909-1999), frá Vöðlum í Önundarfirði, sem byggði húsið var lengst af sjómaður og skipstjóri á hinum ýmsu bátum og skipum. Síðar starfaði hann sem fiskmatsmaður og við skrifstofu á bifreiðaverkstæðinu Baug, sem var til húsa þar sem nú er verslun Hagkaupa, yst við Norðurgötu. Hann var á efri árum nokkuð ötull við að birta hinar ýmsu sögur af sjómannsferli sínum m.a. í Sjómannablaðinu og Víkingi. Kona Finns var Guðmunda Pétursdóttir frá Skagaströnd, lengi vel umboðsmaður happdrættis DAS á Akureyri.  Bjuggu þau hér í rúma þrjá áratugi. Hafa síðan ýmsir átt hér heima, en öllum auðnast að halda húsinu vel við í hvívetna.

Norðurgata 45 er látlaust en glæst hús og nokkuð skrautlegt. Það er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Það sama á við um steyptan vegg með járnavirki, sem aðskilur lóð og götu. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á hvorri hæð. Þar sem höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. Öld, norðan Eyrarvegar. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

  Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1948-57. Fundur nr. 1179, 9. okt. 1953. Fundur nr. 1248, 10. júní  1954. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 306
  • Frá upphafi: 420244

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband