25.6.2021 | 16:53
12 ár af "Húsum dagsins"
25. júní 2009 minnist líklega drjúgur hluti hinnar vestrænu heimsbyggðar, sem dánardægurs Michael Jackson. Þau sorgartíðindi bárust um öldur ljósvakans og alnetsins um kvöldið, en á ellefta tímanum fyrir hádegi þann dag settist ég hins vegar niður og skrifaði inn fáeinar línur um Gömlu Prentsmiðjuna eða Steinhúsið við Norðurgötu 17. Hugðist ég "henda inn" þeim húsamyndum sem ég átti þá (um 80 stk.) ásamt einhverjum stuttum textum næstu vikurnar þar á eftir....
Ég held ég hafi rakið það sem eftir kom á hverju einasta ári síðan, svo ekki hef ég mörg orð um það.
Á 12 ára afmæli "Húsa dagsins" er ég einmitt staddur við Norðurgötu, fjalla um yngsta og ysta hluta götunnar (þessi yngsti hluti er að mestu skipaður húsum á aldrinum 70-75 ára).
Ég íhuga reglulega hina ýmsa möguleika, t.d. að færa þetta á eitthvert annað vefsvæði eða gagnagrunn. Það sem kannski helst aftrar mér í því er einfaldlega gríðarlegt umfang, ætli það láti ekki nærri að pistlarnir séu á áttunda hundrað. Það yrði heljarinnar streð að afrita allt heila klabbið inn á annan vef.
Þá hefur það oft verið nefnt, að ég þurfi endilega að koma þessu út á bók. Hvort ég er rétti maðurinn til þess, svona í ljósi þess, að ég er aðeins áhugamaður og hef enga fag- eða sérfræðiþekkingu á viðfangsefninu. En það myndi ekki standa á mér, að koma einhverjum hluta þessara skrifa hér á vefnum á bókarform. Þess má reyndar geta, að allar mínar greinar sem birtast hér sl. misseri eru skrifaðar með það í huga, að þær geti farið nánar óbreyttar á bók (Lesendur tekið eftir því, að sl. misseri hef ég ævinlega talað um mig, s.s. höfundur, sá sem þetta ritar o.s.frv.). Hins vegar er það gríðarmikið fyrirtæki sem krefst óheyrilegs fjármagns og vinnu; prentun á "húsabók" yrði afar kostnaðarsöm þar sem um yrði að ræða fleiri hundruð stórra litmynda. Raunar gerði ég tilraun vorið 2018, til þess að safna fyrir prentun og útgáfu bókar um elsta hluta Ytri Brekku á Karolina Fund en það gekk ekki sem skildi.
En hvað sem því öllu líður hef ég svosem ákveðnar hugmyndir um hvernig ég myndi koma "Húsum dagsins" í bókarform, skapist tækifæri til þess. Sé ég fyrir mér sex til sjö bindi t.d. í þessari röð, eftir aldri og landfræðilegri legu hverfana:
Fyrsta bindi myndi fjalla um Innbæinn og stök býli þar í grennd.
Annað bindi myndi fjalla um eldri hluta Syðri Brekku (sunnan Þingvallastrætis, neðan Þórunnarstrætis auk gamalla býla á Brekku),
Þriðja bindi fjallaði um Ytri Brekku (yrði nokkurn vegin sama bók og ég hugðist gefa út 2018, nema nú hafa Helgamagrastræti, Holtagata, Hlíðargata og Lögbergsgata bæst við)
Fjórða bindi myndi fjalla um Miðbæjarsvæðið. Hugsanlega myndi Oddeyrin skiptast í tvö bindi, þar sem markalína yrði dregin t.d. um Eiðsvallagötu og þá myndi eitt bindið fjalla um gömlu býlin í Glerárþorpi. Svo væri auðvitað ein leiðin að pakka öllum þessum skrifum í einn doðrant, en sá yrði eitthvað yfir 1000 blaðsíður. En nóg af draumórum og pælingum um rithöfundarferil síðuhafa.
Þannig mun þetta ágæta vefsvæði verða minn vettvangur til þessara skrifa hér eftir sem hingað til -síðustu 12 árin. Sem fyrr segir, er ég staddur í Norðurgötu í umfjölluninni þessar vikurnar. Reyndar stóð alltaf til, að láta staðar numið í umfjöllun um Oddeyrina við Eyrarveg. Taka þá aðeins fyrir syðri hluta Norðurgötu, svo og Ránargötu og Ægisgötu. En svo vindur það auðvitað upp á sig: Fyrst ég fjalla um alla Norðurgötu hlýtur það sama að eiga að ganga yfir Ránargötu og Ægisgötu. Og ekki er mér stætt á því að fjalla um þennan hluta Eyrarinnar án þess að taka fyrir Eyrarveg. Þá eru þó nokkur fyrrum býli í Glerárþorpi sem verðskulda lengri umfjöllun en það sem komið hefur hér. Því má ljóst vera, að enn er af nægu að taka hvað varðar "Hús dagsins" á næstu mánuðum. Sl. þriðjudag, 22. júní, var ég einmitt á ferð um Eyrarveg á Oddeyrinni og ljósmyndaði húsin þar. Þá ljósmyndaði ég ytri hluta Ránargötu og Ægisgötu í vor. Hér eru nokkrar svipmyndir. Þessi verða "Hús dagsins" einhvern tíma á næstu mánuðum.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 444838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 369
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.