Hús dagsins: Norðurgata 51

Norðurgötu 51 reistu þeir Ármann og Sverrir Magnússynir P4220995árið 1946, eftir teikningum þess fyrrnefnda. Í bókunum Bygginganefndar eru ekki höfð fleiri orð um það, en að þeir  bræður fái lóðina og byggingaleyfi. Engin lýsing fylgir eða slíkt.

Húsið, sem stendur á suðvesturhorni gatnanna Norðurgötu og Grenivalla er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki, á lágum grunni. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum. Á norðanverðri framhlið (austurhlið) er útskot og svalir til suðurs áfast því.

Ármann Tryggvi og Sverrir Magnússynir voru Akureyringar, nánar tiltekið Oddeyringar, en árið 1920 eru þeir skráðir til heimilis að Strandgötu 9 og voru mögulega fæddir þar (?). Sverrir var fæddur 1916 en Ármann 1919. Ármann, sem starfaði sem húsasmiður var kvæntur Maríönnu Valtýsdóttur, frá Selárbakka á Árskógsströnd, og bjuggu þau hér um langt árabil. Ármann lést árið 1963 en Maríanna og börn bjuggu áfram hér eftir það. Sverrir Magnússon, sem kvæntur var Guðbjörgu Ingimundardóttur var blikksmiður. Hann lést árið 1984, þá búsettur hér. Guðbjörg Jóhanna Ingimundardóttir, sem fædd var og uppalin á Norðfirði, bjó einnig hér til æviloka, 1994. Húsið hefur alla tíð verið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð. Þó stök herbergi og stofur hafi verið leigðar út á einhverjum tímapunktum hefur „formleg“ íbúðaskipting  ætíð verið sú sama. Þegar heimilisfanginu Norðurgötu 51 er flett upp á timarit.is koma upp um 60 niðurstöður, sem er ekkert óalgengt þegar í hlut eiga 75 ára gömul hús, sem alla tíð hafa verið íbúðarhús. Elsta heimildin er frá 1947, en hvorki Ármann né Maríanna, Sverrir né Guðbjörg eru skráð fyrir henni. En þar auglýsir Falur nokkur Friðjónsson hest og kú til sölu. Hefur hann líkast til leigt hjá þeim bræðrum á þeim tíma.

Norðurgata 51 er reisulegt og traustlegt hús í ágætu standi. Það er líkast til nokkurn veginn óbreytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði. Það er hluti mikillar og heildstæðrar þyrpingar tveggja hæða steinhúsa frá miðri 20. öld, þyrpingar sem nær yfir mestalla Norðurgötu norðan Eyrarvegar- og raunar eru sams konar hús við göturnar Reynivelli í vestri, Grenivelli í norðri og Ránargötu í austri. Sem hornhús tekur húsið þátt í götumynd tveggja gatna, Norðurgötu og Grenivalla. Þar sem höfundi er ekki kunnugt um, að húsakönnun hafi verið unnin um Norðurgötu norðan Eyrarvegar liggur ekki fyrir hér hvort húsið hafi varðveislugildi. Það er hins vegar eindregið álit þess sem þetta ritar, að öll Norðurgatan skuli njóta óskoraðs varðveislugildis. Þ.á.m. hin langa og heilsteypta röð steinhúsa í funkisstíl frá miðri 20. Öld, norðan Eyrarvegar. Myndin er tekin þann 22. apríl 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1054, 20. maí 1946. Fundur nr. 1055, 7. júní 1946. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 81
  • Sl. viku: 326
  • Frá upphafi: 420299

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 221
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband