Hús dagsins: Ægisgata 23

Þann 13. júní 1944, fjórum dögum fyrir lýðveldisstofnun, kom Bygginganefnd saman á fundi. Var hann sá 979. frá upphafi nefndarinnar, sem þá hafði starfað í tæp 90 ár.P5011006 Á meðal þess sem nefndin tók fyrir var, að úthluta Pálma nokkrum Jónssyni lóð við vestanverða Ægisgötu, ásamt byggingarleyfi fyrir húsi úr r-steini, ein hæð á lágum grunni með valmaþaki, 10x8m. Upprunalegar teikningar að húsinu liggja ekki fyrir en ekki er ólíklegt, að Tryggvi Jónatansson hafi teiknað húsið. Hann átti heiðurinn af flestum húsunum við Ægisgötuna.

Ægisgata 23 er einlyft r-steinhús með valmaþaki. Bakálma, 5x8,20m að grunnfleti er sem einnig skagar nokkuð til suðurs er á húsinu og er hún einnig með valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki en lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.

Pálmi Jónsson var kvæntur Sveinbjörgu Björnsdóttur. Hún var Skagfirðingur, í Manntali 1910 til heimilis að Mánavík í Ketusókn en hann var úr Öxnadalnum, skráður að Hólum þar í sama manntali. Þau bjuggu hér allan sinn aldur eftir byggingu hússins, en þau létust bæði árið 1971. Skemmst er frá því að segja, að núverandi eigandi er sonur þeirra, Sigurður Pálmason. Hefur húsið þannig haldist innan sömu fjölskyldu frá upphafi. Árið 1975 var byggt við húsið til vesturs og suðurs, eftir teikningum Mikaels Jóhannessonar. Um er að ræða nokkuð áþekka viðbyggingu og við Ægisgötu 17, en hana teiknaði Mikael Jóhannesson einnig, töluvert fyrr eða 1960. Fékk húsið þá það lag sem nú hefur.

Ægisgata 23 er reisulegt og snyrtilegt hús og í mjög góðri hirðu. Eitt sérkenni þess, sem reyndar ber ekki mikið á, enda húsið í eðli sínu látlaust, er steypt stuðlabergsmynstur við útidyrahurð. Á lóðarmörkum er steypt grindverk með járnavirki, einnig í mjög góðri hirðu. Lóðin er til mikillar prýði, þar eru mörg ræktarleg tré og mætti jafnvel tala um lítinn lund í því samhengi. Þétt belti reynitrjáa er framan við lóðarmörk að framan (austan) og sunnanverðu. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að friðlýsa heilar götur og götumyndir stæði Ægisgatan svo sannarlega undir því. Leitun er að jafn heilsteyptri og samstæðri götumynd í þetta langri götu en við hana standa 30 hús. Það er a.m.k. álit síðuhafa. Sem áður segir er þessi lóð sérlega trjám prýdd. En það er einnig sammerkt með hinni samstæðu og glæstu götumynd Ægisgötunnar, að við flest húsin eru mjög gróskumiklar lóðir. Myndin er tekin þ. 1. maí 2021.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 979, 13. júní 1944. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 42
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 306
  • Frá upphafi: 420244

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 211
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband