14.12.2021 | 13:08
Hús dagsins: Ægisgata 25
Einstaka sinnum kemur það fyrir, að síðuhafa tekst ekki að rekja uppruna húsa, þ.e.a.s. hver byggði. Kemur það yfirleitt til af því, að ekki liggja fyrir teikningar eða byggingarleyfi finnast ekki (þar getur allt eins komið til, að höfundur leiti ekki nógu gjörla heldur en hitt, að þau séu ekki til staðar). Þannig er því farið í tilfelli Ægisgötu 25.
Þann 14. apríl 1944 fær Jóhann Ólafsson, sem sagður er skipasmíðanemi á Hótel Gullfossi lóðina. Hvergi er að finna byggingaleyfi honum til handa en næst segir af Ægisgötu 25 haustið 1946 þegar Jón Norðfjörð fær leyfi til að reisa bílskúr á lóðinni. Er húsið þá risið, enda kemur það skýrt og skilmerkilega fram í Manntalsspjaldskrá, að hann og kona hans Jóhanna Norðfjörð hafi flutt í húsið 1945. (Það er meira að segja skráð, að Jóhanna hafi flutt í bæinn frá Reykjavík 1. október 1945) Jón og Jóhanna eru þannig fyrstu íbúar hússins og mögulega hafa þau byggt húsið. En Jóhann Ólafsson gæti einnig hafa byggt það. Þegar hann fær lóðina í apríl 1944 býr hann á hóteli en Jóhann að hann er sagður flytja til Akureyrar 30. október 1944. Mun hann hafa flutt í Laxagötu 2 þar sem hann er skráður til heimilis næstu ár á eftir, en mun aldrei hafa verið búsettur hér. Upprunalegar teikningar liggja ekki fyrir á kortavef, en þar eru hins vegar teikningar frá 1951 að viðbyggingu við húsið. Hana teiknaði Oddur Kristjánsson. En upprunalegar teikningar eru oftast lykillinn að því, hver byggði. Þegar nafn liggur fyrir, leitar höfundar að því í bókunum Bygginganefndar.
Ægisgata 25 er eins og önnur hús við götuna einlyft steinhús með lágu valmaþaki. Að suðaustanverðu er bakálma sem samkvæmt teikningu er 4,3x4,5m en grunnflötur meginálmu er 8x9m. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum í flestum gluggum.
Sem fyrr segir voru þau Jón Aðalsteinn og Jóhanna Ingvarsdóttir Norðfjörð fyrstu íbúar hússins. Jóhanna var seinni kona Jóns, en þau giftust einmitt í október 1945 um líkt leyti og þau fluttu í þetta hús. Árið 1951 byggðu þau við húsið til suðausturs, eitt herbergi eða stofu. Síðar var byggt á sama hátt við fleiri hús við Ægisgötuna, m.a. húsin norðan og sunnan við, 25 og 27, sem og nr. 17. Voru þau einnig ötul við garðrækt og hlutu m.a. verðlaun fyrir garðinn árið 1955. Ægisgatan hefur löngum státað af gróskumiklum görðum. Bjuggu þau hér allt þar til æviloka Jóns, en hann lést í mars 1957, aðeins 52 ára að aldri. Í maí það ár auglýsir Jóhanna húsið til sölu og fluttist hún þá suður aftur. Jóhanna var sem áður segir úr Reykjavík, nánar tiltekið Njálsgötu. Hún var mikilvirk hannyrða- og saumakona, með meistarapróf í kjólasaum og starfaði við saumaskapinn um áratugaskeið. Á efri árum gerðist hún mikilvirkur listmálari. Jóhanna lést árið 2009, 98 ára að aldri. Jón Norðfjörð), lengst af starfandi sem bæjargjaldkeri var einn af helstu leikurum Leikfélags Akureyrar um árabil, lék í fjölmörgum sýningum og leikstýrði. Þá var hann einnig mjög virkur í skátastarfi og fór m.a. fyrir hinni valinkunnu skátasveit Fálkum, sem m.a. byggðu skátaskálann Fálkafell yst og efst á Eyrarlandshálsi og gróðursettu plöntur í gili norðan Grófargils, sem þá var nafnlaust en heitir síðan Skátagil. Þeir gáfu einnig út tímaritið Akurliljuna, sem reyndar kom aðeins út einu sinni. Jón var fæddur á Akureyri og ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Álfheiði Einarsdóttur og Halldóri Friðjónssyni í Lundargötu 5. Hafa ýmsir eigendur verið að húsinu eftir daga þeirra Jóns og Jóhönnu en öllum auðnast að halda húsi og lóð vel við í hvívetna.
Ægisgata 25 er reisulegt og snyrtilegt hús og í mjög góðri hirðu. Húsið er hluti langrar og heilsteyptar götumyndar Ægisgötunnar og til mikillar prýði, eins og götumyndin öll. Á lóðarmörkum er steypt grindverk með járnavirki, einnig í mjög góðri hirðu. Lóðin er til mikillar prýði, þar eru þó nokkur gróskumikil tré, vafalaust einhver gróðursett af Norðfjörð-hjónunum. Þá er enn á lóðinni steypt tjörn eða gosbrunnur frá þeirra tíð, sést glitta í á myndinni hér til hliðar, undir grenitrénu mikla. Ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að friðlýsa heilar götur og götumyndir stæði Ægisgatan svo sannarlega undir því. Að lokum legg ég til að Ægisgatan, einstök hús og götumyndin verði friðuð í heild sinni. Myndirnar eru teknar þ. 1. maí 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 971, 14. apríl 1944. Fundur nr.1067. 26. okt. 1946.
Manntalsspjaldsspjaldskrá 1941-50.
Hvort tveggja varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 12
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 503
- Frá upphafi: 436898
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 335
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.