Kannski ekki svo slæmt...

Einhverjir kunna að hvá við að heyra minnst á sorpbrennslu- þetta hljóti nú að tilheyra fortíðinni og sé á mengandi og subbulegt. En er urðun endilega eitthvað skárri ? Auðvitað skiptir máli að sorp sé flokkað í hvívetna (og að hið flokkaða sorp sé endurunnið- safnist ekki fyrir geymslum í Svíþjóð eða öskuhaugum í öðrum heimsálfum!), þannig að sem allra minnst endi í urðun eða brennslu. 

Einhvern tíma sá ég flennifyrirsögn í tímaritinu Lifandi vísindum "Við verðum afmáð úr sögunni" sem vísar til skammlífis stafrænna gagna samanborið við skinnhandrit og bókrollur sem varðveist hafa í aldir og jafnvel þúsaldar. (Finn þetta ekki á timarit.is) Þetta er rétt hvað varðar umrædd gögn en aldeilis ekki hvað varðar úrgangsefni. Flest það sorp sem fellur til og er urðað er nefnilega þeim eiginleikum gætt, að það verður til staðar í jarðveginum næstu aldir ef ekki þúsundir ára. En flest þessi efni brotna eitthvað örlítið niður og alls konar ógeðsefni seytla af því í jarðveg, grunnvatn og lífríkið. Og svo auðvitað metan, sem er hátíð hjá örplasti og efnum sem finnast í gerviefnum sl. áratuga, en engu að síður um 70 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. 

Þá hlýtur eiginlega að vera skömminni skárra að sorpinu sé "eytt" af yfirborði jarðar með hátæknibrennslu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað átt er við með hátæknibrennslu en væntanlega er um ræða sérlega hátt hitastig- sem dregur úr myndun skaðlegra efna og sjálfsagt yrði til staðar öflugur hreinsibúnaður. Því það er auðvitað ekki svo, að reykur úr svona brennslu sé eitthvert heilsubótarefni né heldur að skaðlegu efnin hverfi við brennsluna. Efni verður nefnilega aldrei eytt heldur breytir aðeins um form

Sorpbrennsla framleiðir líka orku. Það er í sjálfu sér ákveðið form af endurvinnslu; ef við nefnum plast sem dæmi. Því af því sorpi, sem urðað er í dag má örugglega áætla, að plast telji einhver tugi prósenta.  Plast er auðvitað ekkert annað en olía. Ef það er mögulega hægt að brenna plasti sem ekki er hægt að endurvinna er auðvitað skárra að sé gert í stað þess að ný olía sé sótt einhverja kílómetra í jarðskorpuna og svo flutt aðra þúsundir kílómetra á áfangastað. Auðvitað er æskilegt að plast sé endurunnið en hitt hlýtur að vera skárri kostur að því sé brennt til orkuvinnslu en að það sé urðað, brotni niður og safnist fyrir höfum og jarðvegi. Örplast er líklega með stærri umhverfisslysum. Brennsla, með réttu hitastigi og hreinsibúnaði, að ekki sé minnst á að hún framleiði orku hlýtur þannig í öllu falli að vera skárri en urðun. Lesendur mega ekki misskilja sem svo, að ég telji sorpbrennslu einhverja allsherjar lausn á förgun úrgangs. Svo það sé sagt, er auðvitað best, að allt sé endurunnið sem mögulega hægt er-  (Jafnvel enn betra, að dregið sé úr neyslu og umbúðanotkun...) 


mbl.is Brennsla álitin betri kostur en urðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Ég sé að það á að leggja niður fótboltavöllinn milli Glerárgötu og Brekkugötu og byggja þar. Þá verður því líka hætt að reykspóla þar á Bíladögum. Ég valdi mér gistingu í Brekkug.27 um árið, til að vera fjarri miðbænum, þegar ég kom við á Ak. þessa daga. En ég hafði komið mér úr öskunni í eldinn, því mestu lætin voru einmitt á vellinum, en að vísu bara eitt kvöld.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 15.12.2021 kl. 19:13

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl. Það eru uppi hugmyndir um uppbyggingu á Akureyrvelli, já. Á eflaust eftir að verða verulega umdeilt enda á völlurinn sér langa sögu. En hvað spólið varðar, þá er til allrar lukku löngu búið að flytja allt slíkt úr þéttbýlinu, á athafnasvæði Bílaklúbbsins við Hlíðarfjallsveg.

Arnór Bliki Hallmundsson, 16.12.2021 kl. 19:16

3 identicon

Þetta er a.m.k. miklu betri og öruggari staður til að byggja og búa á en Tónatröð. Engin hætta á skriðum eða vatnsflóðum þarna.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.12.2021 kl. 15:55

4 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Hið besta byggingarland og staðsetningin gæti tæpast verið betri, held að fáir staðir á Akureyri séu verri en Tónatröð til byggingar á tröllauknum fjölbýlishúsum.

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.12.2021 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 227
  • Frá upphafi: 420970

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 165
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband