Hús dagsins: Ægisgata 30

Ysta húsið við Ægisgötu að austanverðu er jafnframt það langyngsta.P5011016 Það er byggt 1990 eftir teikningum Gísla Kristinssonar og voru það Verkamannabústaðir sem stóðu fyrir byggingu þess. Stjórn Verkamannabústaða fékk lóðina í september 1989 og þremur mánuðum síðar var byggingin boðin út. Buðu SJS-verktakar lægst og hlutu þannig verkið. Fullbyggt mun húsið hafa verið árið eftir. Hafa ýmsir búið í húsinu þessi rúm 30 ár. Með byggingu Ægisgötu 30 var gatan fullbyggð, en þá var liðin rúm hálf öld frá því fyrstu byggingar risu þar, syðst við götuna. En húsin nr. 1-14, sunnan Eyrarvegar risu árin 1936-39.

Ægisgata 30 er einlyft steinhús með valmaþaki. Krosspóstar eru í gluggum, sléttur múr á veggjum og krosspóstar í gluggum. Horngluggar í anda funkisstefnunar eru til staðar en húsið er dæmi um sérstaklega vel heppnaða aðlögun nýbyggingar að rótgróinni götumynd. Húsið er í mjög góðri hirðu og sömu sögu er að segja af lóðinni.  Ægisgata 30 fellur vel inn í hina miklu og heilsteyptu götumynd lágreistra steinhúsa í funkisstíl með valmaþaki, sem síðuhafi telur að verðskuldi friðun í heild sinni. Svosem oft hefur komið fram hér. Myndin er tekin þ. 1. maí 2021.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 280
  • Frá upphafi: 420218

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband