Hús dagsins: Eyrarvegur 16

Eyrarveg 16 mun Aðalsteinn Tómasson hafa reist árið 1942. P6221008Fékk hann úthlutað þriðju lóðinni austan við Hólmstein Egilsson og byggingarleyfi fyrir steinsteypuhúsi á einni hæð með valmaþak, að stærð 11x8,5m. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson.

Eyrarvegur 16 er einlyft steinhús með lágu valmaþaki. Veggir eru múrklæddir, bárujárn á þaki og skiptir lóðréttir póstar í flestum gluggum. Grunnflötur hússins er nálægt 8x11m.

Aðalsteinn Tómasson, sem fæddur var og uppalinn á Bakkaseli og bóndi á Einhamri í Hörgárdal, hefur líkast ekki búið hér lengi, ef nokkuð. Elsta heimildin sem timarit.is finnur um húsið er einmitt þegar það er auglýst til sölu vorið 1944. Þá er húsið eign Önnu Sigfúsdóttur. Mögulega hefur hún keypt húsið nýreist af Aðalsteini eða jafnvel tekið við byggingu þess. Það er nefnilega eitt sem síðuhafi hefur rekist á þessari heimildaöflun að bókanir bygginganefndar eru ekki 100 % áreiðanlegar og heldur ekki timarit.is eða manntöl. Þó einhver búi í húsi örskömmu eftir  byggingu þess, er ekki þar með sagt, að viðkomandi hafi endilega byggt húsið. Það skal þó tekið fram, að þetta eru undantekningatilfelli. Árið 1945 er Jón Rögnvaldsson búsettur þarna og tveimur árum síðar óskar Ólafur Stefánsson, þarna búsettur eftir húsnæði til leigu. Hefur þá e.t.v. leigt hjá Jóni. Margir hafa búið í Eyrarvegi 16 um lengri eða skemmri tíma.

Eyrarvegur 16 er látlaust og reisulegt hús í mjög góðri hirðu. Gluggasetning framhliðar, einn gluggi fyrir miðju og tveir smærri sitt hvoru megin við hann, gefa húsinu ákveðinn svip. Lóðin er einnig gróin og vel hirt og afmörkum af steyptum vegg með járnavirki. Húsið er líkt og nærliggjandi hús, hluti heilsteyptrar og skemmtilegrar götumyndir einnar hæðar funkishúsa með valmaþökum. Húsið, sem og lóðin eru í ákaflega góðri hirðu og til mikillar prýði í geðþekku umhverfinu. Um þennan hluta Oddeyrar hefur ekki verið unnin húsakönnun en lesendur geta svosem getið sér til um, hvað síðuhafi hefði um varðveislugildi húsanna og götumyndar Eyrarvegar að segja... Myndin er tekin 22. júní 2021

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. nr. 916, 26. júní 1942. Fundur nr. 918, 10. júlí 1942, Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 15
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 593
  • Frá upphafi: 420758

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 473
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband