Hús dagsins: Eyrarvegur 14

Átjánda júní 1942 fékk Einar Sveinsson úthlutað lóð við Eyrarveg, P6221007aðra lóð austan við Hólmstein Egilsson. Ekki fann síðuhafi byggingaleyfi fyrir húsinu og ekki eru heldur teikningar af húsinu aðgengilegar á kortavefnum. Þar er hins vegar raflagnateikningar, sem virðast eftir Einar Sveinsson, dagsettar 15. maí 1945. Ekki er ólíklegt, að Einar, sem var múrarameistari sé einnig höfundur að húsinu.

Eyrarvegur 14 er einlyft steinhús með lágu valmaþaki. Veggir eru múrklæddir, bárujárn á þaki og skiptir lóðréttir póstar í flestum gluggum. Grunnflötur hússins er nálægt 8x11m.

Einar Sveinsson (1911-1981) sem reisti húsið var múrarameistari en skyldi ekki ruglað saman við alnafna sinn, Einar Sveinsson (1906-1973) arkitekt og húsameistara. Einar Sveinsson múrarameistari var Akureyringur, mögulega fæddur í Aðalstræti 63. Þar voru  foreldrar hans, Sveinn Helgason og Svava Magnúsdóttir, alltént skráð til heimilis í Manntali 1910, en Einar fæddist í ársbyrjun 1911. Í  Manntali 1920 er fjölskyldan skráð til heimilis í Húsi Karls Magnússonar við Lækjargötu. Líklega bjó Einar ekki lengi á Eyrarvegi 14 og mögulega hefur hann byggt húsið sem verktaki og selt svo.

 Á meðal fyrstu eigenda og íbúa hússins, ef ekki þau fyrstu, voru þau Gísli M. Kristinsson frá Hruna í Húsavík og Elinóra Hólm Samúelsdóttir frá Höfða Langanesi.  Bjuggu þau hér í um hálfa öld, eða fram yfir 1990. Gísli M. Kristinsson var húsgagnasmiður að mennt og starfaði við smíðaiðnina meira og minna allan sinn starfsaldur, lengi vel sem verkstjóri í Skipasmíðastöð KEA þar sem hann annaðist smíði ýmissa innréttinga í skip. Árið 1958 byggðu þau Gísli og Elinóra bílskúr á lóðinni, eftir teikningum Páls Friðfinnssonar. Húsið mun hins vegar næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð en hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald.  

Eyrarvegur 14 er látlaust og reisulegt hús í mjög góðri hirðu. Gluggasetning framhliðar, tveir misstórir gluggar nokkurn veginn fyrir miðju gefa húsinu ákveðinn svip. Húsið er líkt og nærliggjandi hús, hluti heilsteyptrar og skemmtilegrar götumyndir einnar hæðar funkishúsa með valmaþökum. Húsið, sem og lóðin eru  til mikillar prýði í geðþekku umhverfinu. Um þennan hluta Oddeyrar hefur ekki verið unnin húsakönnun en lesendur geta svosem getið sér til um, hvað síðuhafi hefði um varðveislugildi húsanna og götumyndar Eyrarvegar að segja... Myndin er tekin 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 915, 18. júní 1942, Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 420749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband