Hús dagsins: Eyrarvegur 13-15

Á þeim ríflega 200 metra langa kafla Eyrarvegar,P6221003 sem liggur á milli Norðurgötu í austri að Sólvöllum í vestri standa alls níu parhús Byggingafélags Akureyrar, samtals átján íbúðir. Fimmta í röðinni eða fyrir miðju er hús nr. 13-15. Það er reist í öðrum áfanga byggingaframkvæmda Byggingafélagsins, árið 1942 en þann 24. apríl fékk félagið heimild til að reisa þrjú hús: 14,6x7,50m að stærð með útbyggingum í báða enda, 4,3x3,8m. Byggð úr steinsteypu með járnklæddu timburþaki. Húsin byggð eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar frá 1939.

Eyrarvegur 13-15 er einlyft steinhús með lágu risi. Á austurenda (þ.e. nr. 15) er álma sem snýr stafni eða burst mót suðri. Á austurstafni, þ.e. á nr. 13 er útskot með hallandi þaki við austurstafn hússins. Þannig voru húsin teiknuð í upphafi, en burstirnar, sem einkenna þessar byggingar voru byggðar við síðar. Veggir alls hússins múrsléttaðir, bárujárn á þaki og einfaldir og lóðréttir póstar í flestum gluggum.  Byggt var við Eyrarveg árið 1980, eftir teikningum Björns Mikaelssonar. Heimildin fyrir þeirri breytingu var fyrst veitt árið 1952 og virðist þá hafa verið fyrir öll húsin á einu bretti.

Fyrstu íbúar Eyrarvegar 13 munu hafa verið þau Tryggvi Helgason frá Akranesi og Sigríður Gróa Þorsteinsdóttir en hún var frá Reykjavík. Tryggvi Helgason var formaður Sjómannafélags Akureyrar í hvorki meira né minna en 40 ár en hann lét af því embætti 1976. Þá var einnig formaður Alþýðusambands Norðurlands um skeið. Sigríður var einnig ötul í hinum ýmsum trúnaðarstörfum, ritari Verkakvennafélagsins Einingar um árabil, í stjórn Sjúkrahúss Akureyrar og formaður Akureyrardeildar Mennningar- og friðarfélags kvenna eftir að hún var stofnuð 1956. Þá var hún einnig virk í starfsemi Skógræktarfélags Eyjafjarðar og ötul við garð – og trjárækt. Þau Sigríður og Tryggvi bjuggu hér um áratugaskeið, eða allt þar til Sigríður lést árið 1982. Á meðal fyrstu íbúa Eyrarvegar 15 munu hafa verið þau Svana Karlsdóttir og Guðmundur St. Jacobsen, en ein fyrsta heimild sem timarit.is finnur um Eyrarveg 15, er einmitt tilkynning um brúðkaup þeirra í mars 1949. Guðmundur, sem var ketil- og plötusmiður, flutti árið 1956 gamla íbúðarhús forstjóra Tóvélanna á Gleráreyrum, sem byggt var 1898, upp á Byggðaveg 142.  Þar má segja, að hann hafi í raun bjargað menningarverðmætum, því hálfri öld síðar,  eða í ársbyrjun 2007, var allur fyrrum húsakostur verksmiðjanna, þar með talið verksmiðjuhúsið mikla sem kennt var við Gefjun, sem byggt var 1907. Er umrætt hús nú það eina sem eftir stendur af upprunalegum húsakosti verksmiðjana.     

Parhúsið við Eyrarveg 13-15 er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði í umhverfinu. Lóðirnar eru einnig sérlega gróskumiklar og vel hirtar. Vesturhlutinn er óbreyttur að ytra byrði frá upphaflegri gerð en austurhlutinn skartar burst, sem einkennir mörg parhús Byggingafélagsins við Eyrarveg.  Húsið er hluti mikillar þyrpingar sams konar húsa, verkamannabústaða Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Það er a.m.k. álit síðuhafa. Myndirnar eru teknar þann 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundargerðir 1948-57: Fundir nr. 1149, 22. feb. 1952, nr. 1158, 7. júlí 1952. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 584
  • Frá upphafi: 420749

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband