Herðubreið 101

Þessi titill á færslunni vísar til þess að í dag, 13.ágúst, eru liðin 101 ár frá því fyrst var gengið upp á Herðubreið.021 Þar voru á ferðinni þýskur jarðfræðingur Hans Reck og Sigurður Sumarliðason bóndi og gengu þeir á fjallið að vest-norðvestan verðu líklega á svipuðum stað og núverandi uppganga er. En fjallið var fram að því talið ókleift. Herðubreið hefur löngum verið kölluð drottning Íslenskra fjalla og var árið 2002 kosin Þjóðarfjallið þar sem hún "keppti" við fjöll á borð við Snæfellsjökul og Heklu. Herðubreið er móbergsstapi en slík fjöll myndast í einu löngu hraungosi undir jökli en þá hleðst fjallið upp í einskonar kökustafla þar sem jökullinn hamlar útbreiðslu hraunsins. Ef ekki er jökull þegar svona gos á sér stað myndast dyngja, en dæmi um dyngjur eru Skjaldbreiður og Trölladyngja ( á því miður engar myndir af þeim ). Herðubreið myndaðist undir jökli á ísöld fyrir um 10 þúsund árum og er því mjög ungt fjall. Súlur og fjöllin við Akureyri eru t.a.m um 1000 sinnum eldri en Herðubreið!026

Herðubreið þykir mjög tilkomumikil end sérlega regluleg í lögun, stendur ein og sér og sést langt að. Hún rís um 1100 m frá umhverfi sínu og er raunar á "tveim hæðum" þ.e. fyrst er um 900 m hár stapi en ofan á er hátindurinn um 200 m há dyngja. Alls er hæðin 1682 m* yfir sjávarmáli sem gerir Herðubreið næsthæsta fjall landsins utan jökla ( aðeins Snæfell er hærra, 1833m ). Ekki er tæknilega erfitt að ganga á Herðubreið. Aðeins er um eina örugga leið að ræða fyrir þá sem ekki eru þeim mun vanari ( eða klikkaðri!!!) og með þeim mun sérhæfðari búnað til klifurs. Sú leið er vestanmegin á fjallinu í stóru skarði í klettabeltinu. Þetta er brött leið í lausagrjóti en mjög stutt og þegar komið er upp á brúnina er létt og þægileg ganga, reyndar í stórgrýti, upp á hátindinn. Þessi ganga tekur frá uppgöngustað um 2,5-3klst. en ef gengið er frá Herðubreiðarlindum bætast líklega um 3klst. við þann tíma. Best er að fara að morgni dags því mjög oft er komin skýjahula á fjallið um hádegi. Útsýnið er stórkostlegt. Á neðri myndinni er horft til hásuðurs þar sem sér til Kverkfjalla og yfir Herðubreiðartögl. Ódáðahraun alltsaman er eins og útbreitt landakort og til norðurs sér á haf út. Austfjarðafjöllin, Dyrfjöll í Borgarfirði, Snæfell í austri og í norðri sjást háfjöllin á Hlíðarfjalli ( Kista, Strýta ) og svo auðvitað Kerlingin. Útsýnið takmarkast að sjálfsögðu að skyggninu sem getur verið ansi misjafnt.

* Mín einkamæling á Herðubreið með loftþrýstingshæðarmæli, ágúst 2003, sýndi reyndar 1740m...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 288
  • Frá upphafi: 420881

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 235
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband