Súlur

Fyrst ég á annað borð er byrjaður að skrifa um fjöll er allt eins gott að halda því áfram. Getur einhver ímyndað af hverju myndin  hér P7160100að neðan er. Þetta er, eins ótrúlegt og það kann að hljóma, Súlutindur, ofan Akureyrar. Súlur eru sannkallað bæjarfjall Akureyringa en það er í raun aðeins önnur súlan, Ytrisúla sem sést frá Akureyri. Súlur er samheiti tveggja tinda, Ytri- og Syðri Súlna en fleirtöluheitið er jafnan notað yfir Ytrisúluna eina. Súlutindar eru taldir 8-9milljón ára gamlir, hluti fornrar megineldstöðvar sem mun hafa náð yfir fjallgarðinn að Kerlingu og Hlíðarfjall. Súlur tengjast með örmjóu eiði úr líparíti en sú bergtegund mjög ríkjandi í Súlunum. Súlur eru sagðar 1213m en það er hæð Syðri Súlu. Ytri Súla er örlítið lægri, um 1170m. Tindarnir eru frábrugnir í útliti, syðri tindurinn er nokkurn vegin ferningslaga og flatur að ofan en ytri tindur er í laginu eins og oddhvass pýramídi með þríhyrndan grunnflöt, en flöturinn á toppi Ytrisúlu er ca.15 fermetrar. Líkt og allt svæðið í kring eru Súlurnar mikið mótaðar af ísaldarjöklum. Myndin hér til hliðar sýnir einmitt gilskorninga sem eru fornir farvegir jökuláa, en mikið er um slíkar rásir í Ytrisúlu. Þeirra mest er sk. Djúpagil en þessi mynd er tekin í neðri kjafti þess í um 700 m hæð. P2210013Undir tindunum er mikil háslétta til norðausturs, Súlumýrar. Þær liggja að jafnaði í um 400m hæð en hæstu punktar þeirra fara yfir 500m. Súlur eru mjög fjölfarnar af göngufólki. Algengasta gönguleiðin liggur frá ruslahaugunum og er sú leið merkt með stikum. Þá hafa myndast stígar eftir þeirri leið. Sú leið liggur fyrst fram Glerárdalinn í átt að tindinum og er hækkunin lítil til að byrja með. Þá liggur hún eftir barmi Djúpagils upp á hátindinn. Einnig getur verið áhugavert að kíkja ofaní gilið en það tefur dálítið gönguna. Þessi ganga tekur ca. 2,5-3klst. Þá er einnig hægt að fara Mýrarnar ofan við Öskuhaugana eða beint frá Kjarnaskógi en þær leiðir eru mun lengri vegna Súlumýranna, en ruslahaugaleiðin sneiðir nokkurn vegin framhjá mýrarstallinum. Styst er sennilega að fara beint af augum upp frá Kristnesi. Þess má kannski geta að Súlur er eitt af þessum fjöllum þar sem menn freistast oft til að halda að næsti hjalli sé hátindurinn en svo er reynist ekki vera, enda röð af "fölskum tindum" við og ofan Djúpagils. Þegar upp er komið er ágætis útsýni. Í besta skyggni má sjá fjöllin á Austurlandi, Dyrfjöll í Borgarfirði, Herðubreið og Snæfell. Hlíðarfjallið byrgir hins vegar sýn til vesturs og fjöllin sunnan við (Bóndi, Kerling ) eru flest mikið hærri þannig að ekki sést þangað yfir. Þegar upp á Ytrisúlu er komið er aðeins fárra mínútna gangur yfir á þá syðri. Er þá venjan í Súlugöngum að láta staðar numið og halda niður, annað hvort sömu leið eða beint niður af Syðri Súlu niður að Hrafnagili. Ef menn eru hins vegar ekki þeim mun þreyttari er létt að fylgja fjallgarðinum eftir, upp á Bónda og þaðan yfir á Kerlingu en þá er komin ágætis dagsferð. Það er reyndar 400 metra viðbótarhækkun. Hitt er aftur algengara að menn fari á fyrst Kerlingu og fari svo tindana norðurúr og endi á Súlutindunum. Myndirnar í þessari færslu eru teknar í júlí 2006 og febrúar 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 598
  • Frá upphafi: 420851

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 486
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband