15.8.2009 | 22:25
Súlur
Fyrst ég á annað borð er byrjaður að skrifa um fjöll er allt eins gott að halda því áfram. Getur einhver ímyndað af hverju myndin hér að neðan er. Þetta er, eins ótrúlegt og það kann að hljóma, Súlutindur, ofan Akureyrar. Súlur eru sannkallað bæjarfjall Akureyringa en það er í raun aðeins önnur súlan, Ytrisúla sem sést frá Akureyri. Súlur er samheiti tveggja tinda, Ytri- og Syðri Súlna en fleirtöluheitið er jafnan notað yfir Ytrisúluna eina. Súlutindar eru taldir 8-9milljón ára gamlir, hluti fornrar megineldstöðvar sem mun hafa náð yfir fjallgarðinn að Kerlingu og Hlíðarfjall. Súlur tengjast með örmjóu eiði úr líparíti en sú bergtegund mjög ríkjandi í Súlunum. Súlur eru sagðar 1213m en það er hæð Syðri Súlu. Ytri Súla er örlítið lægri, um 1170m. Tindarnir eru frábrugnir í útliti, syðri tindurinn er nokkurn vegin ferningslaga og flatur að ofan en ytri tindur er í laginu eins og oddhvass pýramídi með þríhyrndan grunnflöt, en flöturinn á toppi Ytrisúlu er ca.15 fermetrar. Líkt og allt svæðið í kring eru Súlurnar mikið mótaðar af ísaldarjöklum. Myndin hér til hliðar sýnir einmitt gilskorninga sem eru fornir farvegir jökuláa, en mikið er um slíkar rásir í Ytrisúlu. Þeirra mest er sk. Djúpagil en þessi mynd er tekin í neðri kjafti þess í um 700 m hæð. Undir tindunum er mikil háslétta til norðausturs, Súlumýrar. Þær liggja að jafnaði í um 400m hæð en hæstu punktar þeirra fara yfir 500m. Súlur eru mjög fjölfarnar af göngufólki. Algengasta gönguleiðin liggur frá ruslahaugunum og er sú leið merkt með stikum. Þá hafa myndast stígar eftir þeirri leið. Sú leið liggur fyrst fram Glerárdalinn í átt að tindinum og er hækkunin lítil til að byrja með. Þá liggur hún eftir barmi Djúpagils upp á hátindinn. Einnig getur verið áhugavert að kíkja ofaní gilið en það tefur dálítið gönguna. Þessi ganga tekur ca. 2,5-3klst. Þá er einnig hægt að fara Mýrarnar ofan við Öskuhaugana eða beint frá Kjarnaskógi en þær leiðir eru mun lengri vegna Súlumýranna, en ruslahaugaleiðin sneiðir nokkurn vegin framhjá mýrarstallinum. Styst er sennilega að fara beint af augum upp frá Kristnesi. Þess má kannski geta að Súlur er eitt af þessum fjöllum þar sem menn freistast oft til að halda að næsti hjalli sé hátindurinn en svo er reynist ekki vera, enda röð af "fölskum tindum" við og ofan Djúpagils. Þegar upp er komið er ágætis útsýni. Í besta skyggni má sjá fjöllin á Austurlandi, Dyrfjöll í Borgarfirði, Herðubreið og Snæfell. Hlíðarfjallið byrgir hins vegar sýn til vesturs og fjöllin sunnan við (Bóndi, Kerling ) eru flest mikið hærri þannig að ekki sést þangað yfir. Þegar upp á Ytrisúlu er komið er aðeins fárra mínútna gangur yfir á þá syðri. Er þá venjan í Súlugöngum að láta staðar numið og halda niður, annað hvort sömu leið eða beint niður af Syðri Súlu niður að Hrafnagili. Ef menn eru hins vegar ekki þeim mun þreyttari er létt að fylgja fjallgarðinum eftir, upp á Bónda og þaðan yfir á Kerlingu en þá er komin ágætis dagsferð. Það er reyndar 400 metra viðbótarhækkun. Hitt er aftur algengara að menn fari á fyrst Kerlingu og fari svo tindana norðurúr og endi á Súlutindunum. Myndirnar í þessari færslu eru teknar í júlí 2006 og febrúar 2009.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.