24.8.2009 | 00:47
Kerling í Eyjafirði
Í pistli mínum um Súlur minntist ég á Kerlingu, en hún liggur um 7km sunnan þeirra og sést á myndinni hér til hliðar. Kerling er 1538m y.s. og telst hæsta fjall á Norðurlandi. Hún er talin 8-9milljón ára gömul, hluti fornrar megineldstöðvar eins og hin fjöllin við Glerárdal. Háfjallið sjálft liggur í A-V á bakvið Súlnafjallgarðin sjálfan en framan við það er skagar önnur fjallaröð, Röðullinn, sem sést á neðri myndinni. Tindurinn fremst í röðlinum er kölluð Jómfrú ( örlítið vinstra megin við miðju á myndinni ). Á milli Röðuls og Súlnafjallgarðs er dalverpi sem kallast Kvarnárdalur. Sunnan Röðuls og Kerlingar er Finnastaðadalur en hann á vatnaskil með Glerárdal. Undir Kerlingu eru a.m.k. þrír grjótjöklar ( samskonar og skálarjökullinn í Hlíðarfjalli sem ég hef skrifað um hér.) Annar er NA megin, undir hamrastálinu sem sést á efri mynd. Hann heitir Lambárjökull. Hinn er í skál SA megin en mér er ekki kunnugt um nafn á honum ( ef hann er ekki nafnlaus ). Yfir síðarnefnda jökulinn er algengasta gönguleiðin á fjallið. Þriðja snjóskálin er síðan SV megin, skáhallt ofan við botn Glerárdals. Að ganga á Kerlingu er h.u.b. öllum fært en það er ólíkt erfiðara en að ganga á Súlur. Sennilega er Finnastaðaleið fjölförnust. Þá er gengið upp með Finnastaðaá að mynni Finnastaðadals en þar er stefnan tekin beint á Jómfrúnna upp klettastalla, en mikið gil eða dalur sker brekkuna hinu megin. Við efri kjaft gilsins, rétt undir Jómfrúnni er svo gengið eftir Röðlinum inn í skálina. Er þetta nokkuð löng leið þar sem hækkun er lítil. Í botni skálarinnar er svo afar brött fönn upp á hátindinn en þar bíður gestabók og varða. En skálin getur hins vegar verið varasöm yfirferðar. Sprungusvæði er þar neðst við brekkurætur og síðsumars og á haustin eru sprungurnar galopnar. Þá þarf að brölta upp á hátindinn að austanverðu upp lausagrjót og klungur. Sú leið er alls ekki hentug fyrir lofthrædda. Þessi ganga tekur á góðum degi um fimm tíma, hækkunin er 1450m. Auðveldasta leiðin á Kerlingu er líklega frá skálanum Lamba í Glerárdal. Er reyndar dálítil brött og stórgrýtt efst en þar munar mestu að ekki þarf að sigra nema rúman helming hæðarinnar, eða um 800m. Hins vegar þarf einhvern vegin að koma sér í Lamba, og þangað er 4-5 tíma gangur frá Ruslahaugum. Því er algengt að menn taki tvo daga í Lambaleiðina. Útsýnið af Kerlingu er hreint og út sagt stórkostlegt. Í besta skyggni má sjá alla stóru jöklana, Vatna-, Hofs,- og Langjökul og allt austurland frá Dyrfjöllum að Snæfelli, Herðubreið, Mývatnsöræfin, Ódáðahraun. Í vestri sjást svo fjöllin á Holtavörðuheiði og Strandir og næst er Tröllaskaginn eins og útbreitt landakort. Sennilega eru fáir "víðsýnni" útsýnisstaðir á landinu en Kerling. Þeir sem komið hafa á Súlur (Ytrisúlu ) kannast við að þar er plássið ekki mikið; ef margir eru í hópnum þurfa menn að skiptast á að vera á hátindinum. Uppi á Kerlingu er hins vegar geysi víðlend háslétta, flatarmál hennar er líklega svipað og hálf Akureyri. Ofan af Kerlingu má fara niður á Súlnafjallgarðinn og fylgja honum eftir og niður af Súlum. Eða niður Glerárdalsmegin og koma niður í Lamba ef farin Finnastaðaleið upp eða öfugt. Ganga á Kerlingu tekur að öllu jöfnu um 8-10 klst. upp og niður. Myndirnar við þessa færslu eru teknar í maí 2006 og september 2004.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 60
- Sl. sólarhring: 60
- Sl. viku: 531
- Frá upphafi: 436886
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 340
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 36
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessir fjallapistlar eru algjör snilld... Haltu þessu áfram!
Mummi (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 10:32
Gaman að heyra ;-). Var að bæta örlítilli færslu við Kerlingarumfjöllun.
Arnór B. (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.