Önnur strætósaga

Það var einhverju sinni að ég var á ferðinni með leiðinni upp á Brekku og Glerárþorp. Kom inn á stoppistöðina á Mýrarvegi og vagninn var svo troðfullur að það var nánast orðið erfitt að finna pláss til að standa.  Vagninn heldur áfram, beygir inn Skógarlund og á einni stöðinni kemur inn ung kona sem heldur á smábarni. Hún kemst ekki lengra en rétt við hliðina á bílstjóranum og náði að styðja sig einhvernvegin við skilrúm sem er á bakvið bílstjórasætið. Hún virðist eiga í dálitlu basli, barnið seig í og ekki gat hún haldið sér í neitt þar eð hún  var með fangið fullt. Ég sá bílstjóran gjóa augum að henni; virtist hafa áhyggjur af henni. Ekki gat ég boðið henni sæti, þ.s. ég var standandi sjálfur og það á mun verri stað. En í sætinu bak við bílstjóran sat strákur ca. 16-18ára. Hann var áberandi makindalegur að sjá, tók eiginlega eins mikið pláss og hann mögulega gat. Með stóreflis heyrnartól á hausnum og í eigin heimi, en þó leit hann stundum við og vissi því fullvel um stúlkuna með barnið, sem stóð við hliðina á honum. Á einni stoppistöð lítur bílstjórinn í spegil sem vísar inn í vagninn og sér til stráksa...Í teiknimyndasögum er því oft lýst myndrænt þegar einhver verður ógurlega hissa eða bregður með því að augun stækka og verða eins og undirskálar. Það var einhvernvegin þannig sem viðbrögð stráksins voru, en vagnstjórinn þreif í öxlina á honum og tuskaði hann aðeins og urraði: "Stattu upp drengur og leyfðu henni að sitja, hún er með krakka!!" Hann stóð upp með semingi og stúlkan get sest og það mátti sjá á svipnum að hún var vagnstjóranum afar þakklát fyrir þetta. Tillitsemi kostar ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Og ég biðst að sjálfsögðu velvirðingar á gegndarlausu flakki milli nútíðar og þátíðar í sögunni, ef það skyldi þvælast fyrir einhverjum...

Arnór Bliki Hallmundsson, 14.9.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 420867

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 459
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband