Hús dagsins: Ránargata 4.

Árið 1931 fékk Gunnar Jónsson skipasmiður lóð við Ránargötu norðan við hús Magnúsar og Óskars Gíslasona, þ.e. Ránargötu 2. Fékk hann leyfi til að reisa tvílyft steinhús 8,5x7,5m, ein hæð á kjallara. P2080012Byggingarleyfi fékkst með því skilyrði að ris yrði hækkað og yrði 3 metrar. Ránargata 4 er tveggja hæða steinsteypuhús með háu risi. Gluggapóstar eru ýmist einfaldir eða krosspóstar og bárujárn er á þaki. Litlar svalir eru á efri hæð hússins til norðurs. Að austan eða á bakhlið er viðbygging, einlyft með flötu þaki og á henni er stór og víður gluggi til suðurs. Ég kalla slíka glugga einfaldlega stofuglugga. Gunnar Jónsson hefur ekki átt húsið í mörg ár en í Manntali 1940 eru skráðar tvær fjölskyldur í húsinu, Jónas Aðalsteinn Tómasson og Friðrika Steinunn Guðmundsdóttir og Þórður Magnússon og Vilhelmína Hansdóttir. Líklega hafa hvor hjónin um sig búið á hverri hæð ásamt börnum en íbúar hússins árið 1940 eru ellefu talsins. Byggt var við húsið skömmu fyrir 1970 og fékk þá það lag sem það nú hefur. Teikningarnar að viðbyggingu eru dagsettar 28.júní 1966. Á þeim virðist risið lægra en nú er og krosspóstar eru í gluggum. Sennilega eru þær byggðar á upprunlegum teikningum sem gerðu ráð fyrir lægra risi, en þá hefði húsið líkast til haft svipað lag og t.d. Norðurgata 32 og 34. Upprunalegar teikningar hússins eru ekki aðgengilegar í gagnagrunni Landupplýsingakerfisins, og ekki endilega víst að þær hafi varðveist. Fyrstu áratugina voru tvær íbúðir í húsinu en nú er það einbýli. Húsið fellur vel inn í hina glæstu götumynd Ránargötunnar. Þessi mynd er tekin 8.feb. 2015.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1930-35, nr.661 4.maí 1931. Fundargerðarbækur eru varðveittar á Héraðskjalasafninu á Akureyri.

Manntal á Akureyri 1940. Einnig varðveitt á Hskjs. Ak. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • P8291011
  • IMG 1478
  • IMG 1480
  • IMG 1476
  • IMG 1479

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 92
  • Sl. viku: 756
  • Frá upphafi: 417038

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 506
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband