Eitt af stórvirkjum tónlistarsögunnar

Fjölmargir færir og valinkunnir tónlistarmenn, innlendir og erlendir, eiga það sameiginlegt að vera fæddir 1945 og fagna því sjötugsafmæli sínu á þessu ári. Tveir þeirra, sem eru kannski ekki sérlega áberandi nú um stundir, eru hljómborðsleikarinn og söngvarinn Doug Ingle og trommarinn Ron Bushy. Þeir eiga báðir stórafmæli í þessum mánuði, Ingle er fæddur 9.sept. en Bushy 23.sept. 1945 en þeir voru meðlimir amerísku "psychadelic" rokksveitarinnar Iron Butterfly. Frægðarsól þeirrar sveitar reis vafalítið hæst á árunum kringum 1970 en sveitin hefur starfað með löngum hléum og talsverðum mannabreytingum eftir 1971 og er enn að !   Ásamt þeim skipuðu sveitina á upphafsárum hennar bassaleikarinn Lee Dormann (1942-2012) og gítarleikarinn Erik Brann (1950-2003) á gítar.

    Í stuttu máli má lýsa músík Iron Butterfly sem svipaðri t.d. Deep Purple, Led Zeppelin og Trúbroti.  Ég þori að fullyrða, að  allra þekktasta lag þeirra Iron Butterfly liða hljóti að vera hið 17 mínútna stórbrotna meistaraverk IN-A-GADDA-DA-VIDA frá 1968. (Titillinn á auðvitað að vera In The Garden of Eden, en er ævinlega stafsettur eftir hálf þvoglumæltum framburði í flutningi) Doug Ingle er skráður höfundur lagsins og Bushy leikur þar mjög stórt hlutverk með einu annálaðasta trommusólói rokksögunnar. Þrátt fyrir að vera hátt í fimmfalt  lengra en flest hefðbundin dægurlög er texti lagsins aðeins fjórar línur, sungnar þrisvar; tvisvar í upphafi og einu sinni í lokin. Að öðru leyti er lagið eins konar veisluhlaðborð af hammond- og gítarsólóum, bassinn fær einnig að njóta sín að ógleymdu áðurnefndu trommusólói Bushy sem er ca. 4 mínútur að lengd. Ég ætla ekkert að lýsa þessari snilld neitt frekar heldur láta myndbandið hér fylgja með. Því ef mynd segir 1000 orð segir myndband meira en 100.000...  

 (Heimildir: sjá tengil í texta)

PS. Svona er In-A-Gadda-Da-Vida í flutningi íbúa Springfield.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Áhugafólk um húsagreinarnar mínar þarf ekki að örvænta smile emoticon  þó "yrkisefni" síðustu færsla hafi verið skátasögur og dægurmúsík. Ég er hvergi nærri hættur í húsunum smile.

Arnór Bliki Hallmundsson, 3.9.2015 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 265
  • Frá upphafi: 420203

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband