Hús dagsins: Oddeyrargata 24

Um uppruna hússins á Oddeyrargötu segir í Jónsbók, að Jón Hallur Sigurbjörnsson og Pétur Tómasson fái lóð í mars 1929 og í september sama ár fái Samvinnubyggingafélagið leyfi til að reisa hús fyrir þá Jón Hall og Pétur. P2210311Húsið átti að vera 9x10m að stærð og það teiknaði Sveinbjörn Jónsson. Upprunalegar teikningar eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu; hafa kannski ekki varðveist. “Opinbert” byggingarár, þ.e. Skráð byggingarár í Fasteignaskrá er 1936 en engu að síður kemur heimilisfangið Oddeyrargata 24 fyrst fyrir í dagblöðum árið 1933. Þannig að mögulega er húsið byggt um 1930-33. Eins má vel vera, að bygging hafi hafist skömmu eftir veitingu byggingarleyfis en húsið ekki talist fullgert fyrr en sjö árum síðar- og byggingarár miðist við það (Lesendur þessara pistla hafa líkast til fyrir löngu áttað sig á, að ártöl skipta höfund öllu máliwink ). En ljóst má vera, að húsið er á níræðisaldri þegar þetta er ritað.

Oddeyrargata 24 er tvílyft steinsteypuhús með háu valmaþaki og á lágum kjallara. Fjórir kvistir með gaflsneiðingi eru á þaki hússins, þ.e. á hverri hlið og framan á suðurkvisti eru svalir. Inngangar eru á götuhlið og bakhlið og yfir þeim svalir sem standa á steyptum súlum “[...] í klassískum anda, en grófgerðar [...]” (Ak.bær, Teiknistofa Arkitekra, Gylfi Guðjónsson o.fl. 2016:204) Bárujárn er á þaki en skiptir krosspóstar eru í gluggum.

Húsið var í upphafi tvær íbúðir, enda byggt fyrir tvo menn og fjölskyldur þeirra en ekki er ólíklegt aað fleiri en tvær fjölskyldur hafi búið samtímis í húsinu á einhverjum tímapunkti. Í þessu húsi er Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur fæddur, en móðurforeldrar hans þau Stefán Ágúst Kristjánsson forstjóri og Sigríður Friðriksdóttir áttu húsið á þeim tíma. Húsið hefur frá upphafi tekið nokkrum breytingum en mun hafa fengið það lag sem það nú hefur árið 1981, þegar stóru kvistirnir voru byggðir og rishæðin byggð upp. Kvistirnir setja óneitanlega mikinn svip á húsið sem er bæði reisulegt og glæst. Húsið stendur á áberandi stað á horni Oddeyrargötu og Hamarstígs, og stendur húsið mun hærra en gatan, nánast að húsið standi á litlum hól. Tvær íbúðir munu í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 21.febrúar 2016.

 

Heimildir: Jón Sveinsson. 1955. Jónsbók“. (Skrá yfir upprunasögu húsa sem stóðu á Akureyri um 1935, tekin saman 1945-55).Óprentað, óútgefið. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 213
  • Sl. sólarhring: 224
  • Sl. viku: 509
  • Frá upphafi: 420530

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 183
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband