30.5.2010 | 18:02
Hús dagsins: Aðalstræti 38
Í færslu fyrir um þremur vikum síðan minntist ég á að húsamyndasafn mitt væri tæmt. En í gær bætti ég úr því og fór í myndatúr um Innbæinn og náði myndum af nokkrum öldnum glæsihýsum. Þar á meðal er þetta 118 ára einlyfta timburhús við Aðalstræti 38. En húsið reistu þrjú systkin, þau Friðrik, Pétur og Magðalena Þorgrímsbörn árið 1892. Er ytra útlit hússins næsta lítið breytt frá upphafi fyrir utan bárujárnsklæðningu. Friðrik og Magðalena bjuggu í húsinu líklega í nærri 70ár, til æviloka en þau létust bæði 1960 og skv. Steindóri Steindórssyni höfðu aðeins tvær fjölskyldur átt húsið (1993); börn Þorgríms Þorvaldssonar og fjölskylda Sverris Hermannssonar húsasmiðs frá 1961. Sverrir var mikill hagleiksmaður og á hann hef ég minnst áður hér . Húsið ber þess merki að hafa alla tíð verið vel við haldið. Á myndinni sést glytta í bakhús á lóðinni. Þar hafði Sverrir verkstæði og geymdi hann þar safn sitt af munum en hann var mikill grúskari og safnari og henti aldrei neinu. Hann tók þátt í endurgerð margra eldri húsa á Akureyri og nærsveitum og safnaði oftar en ekki nöglum ,hurðarhúnum, skrúfum og allskonar dóti úr húsunum sem enduðu svo í safni hans. Árið 2003 var safnið síðan flutt úr verkstæðinu á Aðalstræti fram í Sólgarð í Eyjafirði til varðveislu og 26.júlí 2003 var Smámunasafn Sverris Hermannssonar opnað almenningi. Það er svo sannarlega merkilegt safn og það heimsækja þúsundir ár hvert. Þar er um einstakt safn að ræða, sannkölluð paradís grúskara. Sjón er sögu ríkari.
Heimild: Steindór Steindórsson 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.5.2010 | 18:30
Hús dagsins: Aðalstræti 63
Á þessum merka degi Sveitastjórnarkosninga og Eurovision er það 107 ára hús sunnarlega í Innbænum sem er fyrir valinu hjá mér. En Aðalstræti 63 reisti Lárus Thorarensen árið 1903 en húsið er einlyft timburhús með portbyggðu risi á steyptum kjallara. Bakatil er tvílyft bygging, sem hýsir forstofu og stiga milli hæða. Þá er annað anddyri á suðurgafli og svalir þar ofan á. Í upphafi stóð þetta hús eitt og sér austan Aðalstrætis, svo til í flæðarmálinu og í einhverri Innbæjargöngunni heyrði ég að það hefði verið kallað "Húsið á sléttunni". En það sem helst setur svip sinn á húsið er bogadregið útskot með lauklaga þaki á framhlið. Það mun þó vera seinni tíma viðbygging sem byggð var við þegar húsið var múrhúðað (forskalað) uppúr 1930. Var það annar eigandi hússins, Sigurður Flóventsson sem stóð fyrir þeim framkvæmdum. Húsið er einbýli og hefur verið (að ég held) alla tíð. Í kringum 2000 var húsið "tekið í gegn" en þá var múrhúð tekin af og það klætt bárujárni og komið í því sem næst upprunalegt horf auk þess sem skipt var um glugga en það hafði verið augnstungið* á sínum tíma. Nú er þetta hið glæsilegasta hús eins og sjá má á þessari mynd, sem ég tók sl. sunnudag, 23.maí 2010.
*Augnstungið hús: Algengt var að sexrúðu- eða krosspóstum í eldri húsum væri skipt út fyrir einfaldari eða "nútímalegri" glugga og rammar utan um rifnir burt. Þetta var oftar en ekki gert um leið og húsið voru múrhúðuð. Þetta var kallað að augnstinga húsin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2010 | 18:12
Hús dagsins: Aðalstræti 54: Nonnahús
Eitt þeirra húsa sem mér hefur alltaf fundist að verði að taka fyrir, fyrst ég er að þessu á annað borð- eitt af þekktari gömlu húsum á Akureyri er Nonnahús. Enga hef ég nú átt mynd af því en dreif mig í góða veðrinu í dag og bætti úr því. En eins og væntanlega allir vita er húsið kennt við rithöfundinn, prestinn og heimsborgarann Jón Sveinsson eða Nonna (1857-1944). Hann mun hafa átt heima í þessu húsi frá 8 ára aldri þar til hann hélt utan til náms 1870, 12 ára gamall. Hann átti lengst af heima erlendis eftir það og varð raunar "heimsfrægur" fyrir ritverk sín en bækur hans munu hafa verið þýddar á yfir 30 tungumál og húsið heimsækja aðdáendur Nonna hvaðanæva af úr heiminum. Þá má ekki gleyma sjónvarpsþáttaröðinni sígildu frá 1989 um Nonna og Manna þar sem stórsöngvarinn Garðar Thor Cortes sló í gegn í hlutverki Nonna. En Nonnahús er um 160 ára gamalt, talið byggt einhvern tíma á bilinu 1849-53 og mun fyrsti eigandinn hafa verið Jósef Grímsson. Húsið er dæmigert fyrir eldri gerð timburhúsa, einlyft með bröttu risi og hefur líkast til verið tjargað svart í upphafi. Einlyft bakbygging með skúrþaki er nokkuð örugglega seinni tíma viðbygging og allt eins gæti ég trúað að miðjukvistur að framan hafi einnig verið settur á seinna. Páll Magnússon í Kjarna keypti af húsið af Jósef 1858 og átti hann það þegar fjölskylda Nonna bjó þar. Húsið skipti oft um bæði eigendur og leigjendur fram á miðja 20.öld en þá var húsið orðið illa farið og þegar Zontaklúbbur Akureyrar fékk það að gjöf 1952 var það notað sem verkstæði og geymsla. Klúbburinn gerði húsið upp sem safn og var það opnað 1957 á 100 ára afmæli Nonna. Í húsinu eru ótal munir og bækur frá Nonna og auk þess gefur húsið ágætis mynd af því hvernig alþýðufólk í kaupstöðum bjó fyrir 100-150 árum. Nonnahús er alfriðað, í A-flokki. Eins og áður hefur komið fram í dag þá er þessi mynd tekin fyrr í dag, 23.5.2010. Fyrir þá sem vilja kynna sér húsið, safnið eða Nonna sjálfan og verk hans frekar bendi ég á heimasíðu Nonnahúss, hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.5.2010 | 19:36
Gaman að þessu!
![]() |
Homer ber ábyrgð á hruninu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.5.2010 | 18:49
Bjöllur
Einhvern tíma heyrði ég að Volkswagen Bjallan væri mest framleiddi bíll sögunnar. Ekki þori ég að fullyrða að svo sé en eitt er víst að það er ansi mikið til af þessum þýsku eðalvögnum. Framleiðsla þeirra hófst um 1940 og nutu þeir fádæma vinsælda um allan heim áratugina á eftir. Hér eru nokkrar Bjöllur sem ég hef myndað. Efri tvær myndirnar eru teknar á árvissri sýningu Bílaklúbbs Akureyrar, 17.júní 2009. Á þeirri bláu sést greinilega ein sérstaða Bjöllunnar en í þeim var vélin aftur í þar sem kalla má skott, eða hvað? Mér finnst einhvernvegin að skott hljóti að þýða farangursrými en að vélin sé í húddinu. Þ.a. á Bjöllunni er húddið að aftan en skottið að framan. Silfraða Bjallan þótti mér alveg einstaklega glæsilega og varð hún á vegi mínum í eitt skipti í maí 2006 þegar ég var "úti að viðra myndavélina". Sú hvíta að neðan er árgerð 1967 og hefur verið í eigu sama manns frá upphafi og hefur staðið á þessum stað við Aðalstræti alla tíð. Ég er á því að hana ætti hreinlega að friða, rétt eins og gömlu húsin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2010 | 14:54
Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 26
Eyrarlandsvegur 26, einnig kallað Breiðablik á stórafmæli á næsta ári en það er 99 ára, byggt 1911. Húsið hefur mörg einkenni norskra katalóghúsa. Einkennandi fyrir húsið er útskorið skraut og á því er sérstæður kvistur og útbygging nálægt horni þess sem gefa því glæsilegan og sérstakan svip. Upprunalegur eigandi hússins var Sigurður Hlíðar dýralæknir en hann mun ekki hafa byggt það heldur fengu hann og kona hans Guðrún Louise Guðbrandsdóttir það í brúðkaupsgjöf frá móður hennar sem var stórkaupmannsekkja úr Reykjavík. (Steindór Steindórsson 1993) Kom húsið tilhöggvið frá Noregi. Næstu eigendur hússins á eftir Sigurði voru m.a. þeir Guðmundur G. Bárðarson, átti húsið 1923-26 og Brynleifur Tobíasson sem bjó þar lengi á eftir. Báðir kenndu þeir við Menntaskólann á Akureyri, en þetta hús er einmitt staðsett skáhallt á móti skólanum. Þá mun Sigurður sjálfur einhverntíma hafa kennt við skólann. Nú er húsið í eigu Kaþólsku kirkjunnar og þar mun vera íbúð prests og kapella. Kaþólska kirkjan á einnig næsta hús, Hrafnagilsstræti 2 ( gafl þess sést t.v. á myndinni) og var það hús gert upp á hennar vegum fyrir ca. 5-10árum og þjónar nú sem kirkja. Þessi mynd er tekin 6.mars 2010. En þann dag brá ég mér í mikinn ljósmyndaleiðangur á leið frá kjörstað (þann dag var einmitt kosið um IceSave eins og allir muna), þar sem ég hafði tæmt það húsamyndasafn sem ég átti fyrir. Myndaði ég þar þetta hús, Gamla Skóla, Sigurhæðir og nokkur hús við Hafnarstræti. Húsamyndasafn mitt frá Akureyri er þar með tæmt, en þó eru fáein sögufræg hús sem ég finnst mér verða að koma að fyrst ég er nú að þessu á annað borð.
En hvenær læt ég staðar numið af húsum dagsins ? Í því er ekkert ákveðið. Hugsanlega segi ég það gott eftir 100 hús (þetta er 80.húsamyndin sem ég set inn). Eða eftir eitt ár, en 25.júní nk. verður þessi dálkur Hús dagsins eins árs. Svo geta hlutirnir undið uppá sig; ef ég set inn eitt hús þá finnst mér kannski ekki stætt á öðru en að setja annað, sem ég tel á e-n hátt "sambærilegt". En eitt er víst að ég mun tilkynna það hvenær ég hyggst láta staðar numið af Húsum dagsins. Einhverjir kíkja hér eflaust reglulega og og athuga hvort komið sé "nýtt" hús og leiðinlegt þætti mér að skilja þá eftir í óvissu um hvort og hvenær ný umfjöllun kæmi.
Heimild: Steindór Steindórsson. (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Breytt 13.5.2010 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2010 | 23:20
Rafmagnslaust
Um kl. 21 varð "blackout" hér á Akureyri og komst rafmagn á um 22.45. Fyrst varð maður var við að eldhúsið datt út. Þá tékkaði maður á ganginum, stofunni og loks á lekaliðan. Þá á stigaganginum. Um leið og við komumst að raun um að allt fimm íbúða húsið var rafmagnslaust fékk ég símtal frá félaga mínum, búsettum handan Glerár en hjá honum hafði rafmagnið einnig farið. Svo heyrði ég gegn um símtöl að bærinn væri allur rafmagnslaus og Skagafjörður og Húnavatnssýslur líka. Í batterýisútvarpi heyrði ég svo í fréttunum hvers kyns var; bilun í landsneti og rafmagnslaust frá Hvalfirði til Hornafjarðar. Þetta var nokkuð sérstakt, enda gerist þetta (sem betur fer) afar sjaldan. En það er líka ágætt að vera stundum minntur á, hversu gríðarlega maður er nú háður er rafmagninu.
![]() |
Rafmagn ætti að koma fljótlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2010 | 13:05
Hús dagsins: Sigurhæðir
Sigurhæðir teljast standa við Eyrarlandsveg 3 en framhlið þess ágæta húss snýr reyndar að Hafnarstrætinu, þar sem það stendur hátt í brekkunni ofan götunnar. Sigurhæðir var reist sem íbúðarhús fyrir þjóðskáldið sr. Matthías Jochumsson árið 1903 en hann hafði verið búsettur á Akureyri frá 1886, nánar tiltekið í Aðalstræti 50. Staðsetning hússins er sem áður segir sérstök, þarna hefur á sínum tíma verið stórkostlegt útsýni út og fram fjörðinn. Húsið er einlyft timburhús á steyptum kjallara, með portbyggðu risi og kvisti á miðju. Matthías bjó í húsinu til dauðadags 1920 en næsti eigandi hússins Jónas Sveinsson breytti húsinu nokkuð, byggði kvisti á risið og breytti því í tvíbýlishús. Svokallað Matthíasarfélag tók sig saman um kaup á húsinu um 1960 og opnaði þar safn um skáldið sem Akureyrarbær fékk svo til umráða 1981. Munir frá Matthíasi eru nú á neðri hæð, og hefur verið leitast við að halda útliti og yfirbragði sem líkast því sem var hjá honum. Það reyndist raunar auðvelt, því þó nokkuð hefur varðveist af ljósmyndum t.d. af skrifstofunni hans. Skrifstofan er á neðri hæð og þegar komið er þar inn dettur manni helst í hug að Matthías hafi rétt skroppið frá í kaffi. Þá er þarna bókasafn og borð úr stólar úr fórum skáldsins. Á efri hæð er skrifstofa og lítill salur undir súð en hún er raunar innréttuð sem íbúð. Síðastliðin misseri hafa verið margir viðburðir þarna, ljóðakvöld og fyrirlestrar en nánar má lesa um starfsemi Sigurhæða hér. Þessi mynd er tekin 6.3.2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.5.): 2
- Sl. sólarhring: 26
- Sl. viku: 283
- Frá upphafi: 447485
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 216
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar