Norðurbrekkan milli Gils og klappa. Væntanleg bók (?)

Gestir þessarar síður kunna að hafa tekið eftir því, að langt hefur liðið á milli pistla upp á síðkastið. Hér ætla ég að ljóstra upp hluta af ástæðunni fyrir því, en ég hef nefnilega staðið í svolítið öðrum ritstörfum. Ég hef nefnilega unnið að því, að yfirfæra um 130 húsapistla héðan af síðunni yfir í bókarhandrit. Já það er komið að því að hrinda því í framkvæmd sem nokkrir síðugestir hér og margir vinir mínir hafa hvatt mig til lengi: Ég ætla að gefa hluta þessara skrifa, sem birst hafa hér á síðunni út á bók laughing 

Eða öllu heldur, gera tilraun til þess.  

Vinnuheiti bókarinnar er "Norðurbrekkan á milli Gils og klappa" og verður það væntanlega endanlegur titill hennar. P5010719Þar mun ég birta greinar, sambærilegar við þær sem birtast hér á síðunni, um hús við Brekkugötu, Klapparstíg, Oddeyrargötu, Bjarmastíg, Oddagötu og Gilsbakkaveg auk þess fjalla um hluta af götunum Munkaþverárstræti, Hamarstíg og Þingvallastræti. Margir pistlana koma til með að birtast h.u.b. óbreyttir af síðunni en í töluvert mörgum tilfellum hef ég lengt þá og bætt við upplýsingum sem ekki koma fram hér. Þá verður stuttir kaflar Skátagilið og um Sundlaugina. Milli Gils og Klappa vísar til þess, að umfjöllunarsvæði bókarinnar afmarkast af Grófargili; Gilinu í suðri og Hamarkotsklöppum í norðri. Hér til hliðar má sjá væntanlega forsíðu.

Bókin kemur til með að verða um 170 blaðsíður, kilja og í lit. Prentun slíks ritverks kostar auðvitað gífurlega fjármuni.

Þess vegna hyggst ég, á næsta dögum (vikum), hrinda af stað söfnun á Karolina Fund fyrir prentun bókarinnar. Annað hvort tekst söfnun eða ekki, þess vegna segi hér að ofan að ég ætli aðeins að gera tilraun til bókaútgáfu. En á Karolina Fund geta áhugasamir ekki einungis tryggt sér eintak, heldur jafnvel eitthvað aukreitis, svosem nafn í þakkarlista, handskrifaðan aukafróðleik eða hvað svo sem mér kemur til með að detta í hug að verðlauna styrktaraðila og kaupendur með. Það kemur í ljós þegar söfnunarsíða fer í loftið. Hvenær það verður get ég ekki svarað nú, á eftir að ljúka við uppsetningu söfnunarsíðu og ganga frá ýmsum formsatriðum.

Ég mun að sjálfsögðu, lesendur góðir, láta ykkur vita um leið og það gerist og hvet ykkur jafnframt til að fylgjast með á Karolina Fund.

Hér eru sýnishorn af handriti bókarinnar. Athugið að þetta er ekki endanlegt útlit hennar eða uppsetning.

P5010721P5010720

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt frændi minn. Gangi þér sem best.

Kær kveðja,

Magga

Margrét Harðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2018 kl. 12:07

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Kærar þakkir.

Maður bíður bara og sér- vona það besta.cool

Kveðja, Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.5.2018 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 291
  • Frá upphafi: 420166

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband