Hús dagsins: Munkaţverárstrćti 24

Munkaţverárstrćti 24 mun Gísli Sigurjónsson bifreiđarstjóri hafa reist áriđ 1938, en hann fékk lóđ norđan viđ Bjarna Rósantsson ţ.e. Munkaţverárstrćti 22.P2180718 Gísli fékk leyfi til ađ reisa hús á lóđinni, 10x8,4m ađ stćrđ, á einni hćđ á kjallara og međ flötu ţaki. Teikningarnar ađ húsinu, eins og svo mörgum öđrum á Akureyri á ţessum tíma gerđi Tryggvi Jónatansson. Áriđ 1999 var byggt á húsiđ lágt valmaţak eftir teikningum Bjarna Reykjalín en ađ öđrum leyti mun húsiđ lítt breytt frá upphafi.

Munkaţverárstrćti 24 er einlyft r- steinhús í funkisstíl. Ţađ stendur á háum kjallara og er međ bárujárnsklćddu valmaţaki en veggir eru múrsléttađir. Í gluggum eru lóđréttir póstar međ opnanlegum fögum ţvert yfir. Horngluggar eru á suđurhliđ. Inngöngudyr og steyptar tröppur ađ götu eru á norđurhliđ og svalir til austurs og verönd neđan viđ ţćr. Ţak slúttir yfir inngöngutröppur og svalir. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús, og bjó Gísli Sigurjónsson hér alla sína tíđ, en hann lést í ársbyrjun 1987. Eiginkona Gísla, Sigríđur Baldvinsson frá Steindyrum í Svarfađardal gegndi stöđu framkvćmdastjóra Pöntunarfélags Verkalýđsins á fimmta áratugnum. Ţađ var trúlega ekki algengt um og fyrir miđja 20.öld ađ konur vćru forstjórar félaga og samtaka á borđ viđ Pöntunarfélagiđ. Sigríđur var einnig ein af stofnfélögum Húsmćđrafélags Akureyrar, en einnig var hún í stjórn Húsmćđraskólafélagsins sem hafđi m.a. veg og vanda af byggingu Húsmćđraskólans viđ Ţórunnarstrćti, sem tekinn var í notkun 1945.  Sigríđur lést í janúar 1951, langt fyrir aldur fram eđa 46 ára.

En Munkaţverárstrćti er reisulegt hús og í góđri hirđu, međ tiltölulega nýlegu ţaki. Ţađ er hluti langrar og heillegrar rađar funkishúsa viđ Munkaţverárstrćti og mun hafa 1.stigs varđveislugildi sem hluti af heild skv. Húsakönnun 2015. Myndin er tekin ţ. 18. feb 2018.

P4190714

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamli Húsmćđraskólinn ađ Ţórunnarstrćti 99 var byggđur árin 1942-45 en Sigríđur Baldvinsdóttir forstjóri í Munkaţverárstrćti 24 var einn stjórnarmeđlima Húsmćđraskólafélags Akureyrar. Í tenglinum í textanum hér ađ ofan ţakkar hún f.h. stjórnarinnar fyrir gjafir til byggingarinnar áriđ 1943. Húsiđ hefur hýst ýmsa starfsemi ţessi rúmu 70 ár, Skammtímavistun hefur veriđ á efri hćđum frá 2013 en í maí 2016 voru nýjar höfuđstöđvar Skátafélagsins Klakks vígđar í húsinu. Á ţessari mynd eru skátar ađ búa sig í hátíđarskrúđgöngu á Sumardaginn fyrsta sl. 19.apríl. 

Heimildir: Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerđir 1935-41Fundur nr.811, 19. Feb 1938. Fundur nr. 814, 2. apríl 1937.

Óprentađ og óútgefiđ; varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband