Hús dagsins: Bjarkarstígur 2

Adam Magnússon trésmíđameistari sóttist snemma árs 1942 eftir PA090811lóđ viđ Krabbastíg og fékk nćstu lóđ vestan viđ Pál Pálsson, ţ.e. Munkaţverárstrćti 17. Ţegar honum var úthlutađ lóđin var jafnframt tekiđ fram, ađ gatan yrđi ekki lögđ ađ Helgamagrastrćti ţađ sumariđ [1942]. En Adam fékk ađ byggja  íbúđarhús, eftir eigin teikningu, úr steinsteypu međ steinlofti og valmaţaki úr timbri, 10,0x9,0m auk útskots 4,1x1,0m. Skömmu eftir ađ húsiđ reis, eđa ţann 18. júní 1943 ákvađ Byggingarnefnd Akureyrar ađ gatan, sem átti ađ vera hluti Krabbastígs á milli Munkaţverárstrćtis og Helgamagrastrćtis skyldi heita Bjarkarstígur.

Bjarkarstígur 2 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og međ valmaţaki, steiningu á veggjum og bárujárni á ţaki, lóđréttum póstum í gluggum og horngluggum í anda funkisstefnunnar til SA. Vestari hluti framhliđ skagar eilítiđ fram (umrćtt útskot í bókun Byggingarnefndar) og í kverkinni á milli eru inngöngudyr ásamt svölum. Svalir ţessar gefa húsinu ákveđinn svip, bogadregnar viđ horn hússins og međ járnavirki ofan á steyptu handriđi. Húsiđ hefur alla tíđ veriđ íbúđarhús en auk ţess starfrćkti Adam trésmíđaverkstćđi ţarna. Hann á einnig heiđurinn af húsinu Munkaţverárstrćti 8 en ţađ byggđi hann áriđ 1932, auk ţess sem hann teiknađi húsiđ Bjarkarstíg 7, sem byggt var 1944. Bjarkarstígur 2 er traustlegt og reisulegt funkishús í góđri hirđu og lóđ er einnig vel gróin og í góđri hirđu. Ţar eru m.a. býsna gróskumikil reynitré.  Í húsinu er ein íbúđ. Myndin er tekin ţ. 9. október 2018

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerđir 1941-48. Fundur nr.900, 28. feb 1942 . Fundur nr. 917, 3. júlí 1942. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundur nr. 946, 18. júní 1943. Óprentađ og óútgefiđ, varđveitt á Hérađsskjalasafninu á Akureyri.

Akureyrarbćr og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guđjónsson og félagar. (2015). Norđurbrekkan, neđri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbćr: Pdf-útgáfa ađgengileg á slóđinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson
Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.
Júní 2019
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

 • P2240890
 • P2240897
 • P8310023
 • P2240898
 • P2240899

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.6.): 8
 • Sl. sólarhring: 36
 • Sl. viku: 962
 • Frá upphafi: 240626

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 407
 • Gestir í dag: 7
 • IP-tölur í dag: 7

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband