10.7.2019 | 14:40
Hús dagsins: Hamarstígur 10
Helgamagrastræti hefur verið til umfjöllunar hjá mér sl. vikur og verður áfram. Nú er ég kominn að horninu þar sem Hamarstígur þverar götuna og sjálfsagt að taka fyrir hornhúsið við síðarnefndu götuna.Hamarstígur 10 stendur norðvestanvert á þessu umrædda horni.
Vorið 1938 bókaði Byggingarnefnd eftirfarandi: Nefndinni hafa borist umsóknir um hornlóðina vestan Helga-magrastrætis og norðan Hamarstígs frá Halldóri Halldórssyni byggingafulltrúa, dags. 21. febrúar og Jóni G. Sólnes bankaritara, dags. 22. febrúar . Þar sem umsókn Halldórs Halldórssonar, byggingarfulltrúa er fyrr fram komin leggur nefndin til að honum verði leigð lóðin. (Bygg.nefnd Ak. 1938: 815). Fyrstu kemur fyrstur fær, en því má svosem bæta við, að Jón Sólnes fékk ári síðar lóð og byggingarleyfi á öðru horni við Hamarstíg; nánar til tekið á horninu við Holtagötu. Halldór fékk síðan leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni, eina hæða með flötu þaki og kjallara undir hálfu húsinu. Húsið byggt úr steinsteypu, útveggir steyptir tvöfaldir og loft og þak úr járnbentri steinsteypu, stærð 9x8,2m. Halldór gerði sjálfur teikningarnar að húsinu, sem fullbyggt var 1939. Þess má geta, að tæpum áratug fyrr reisti Halldór Hamarstíg 4, í félagi við Steinþór Jóhannsson.
Hamarstígur 10 er einlyft steinsteypuhús á lágum kjallara og með háu risi. Á framhlið eru tveir smáir kvistir. Á austurstafni eru inngöngudyr og steyptar tröppur en sólskáli á vesturstafni. Horngluggar í anda funkisstefnunnar til suðurs. Veggir eru múrhúðaðir og bárujárn á þaki.
Halldór Halldórsson byggingafulltrúi var einn ötulasti hönnuður bygginga á Akureyri á áratugunum milli 1920-1940 og skipta hús eftir hann hér í bæ tugum. Í Húsakönnun 2015 fyrir Ytri Brekkuna (Norðurbrekkuna), þar sem tekið er fyrir svæðið sem afmarkast af Þingvallastræti í norðri, Þórunnarstræti í vestri og Oddeyrargötu og Brekkugötu í austri er að finna 21 hús teiknað af Halldóri. Hann var fæddur 4. mars árið 1900 í Garðsvík á Svalbarðsströnd og lauk prófi í byggingarfræði í Hildisheim í Þýskalandi árið 1924. Hann var byggingafulltrúi og byggingameistari hér í bæ til ársins 1944 en fluttist þá suður og hóf störf hjá Skipulagi ríkis og bæja. Síðar varð hann forstjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins við stofnun hennar, 1957 og gegndi hann því starfi til dánardægurs. Hér má sjá minningargrein Magnúsar Inga Ingvarssonar um Halldór, sem lést 23. ágúst 1969. Halldór bjó hér ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1944, en þá auglýsir hann húsið til sölu. Kona Halldórs var Sigurlaug Ólafsdóttir frá Krossum á Árskógsströnd. Margir hafa átt húsið og búið á eftir Halldóri og Sigurlaugu, og öllum auðnast að halda húsi og lóð vel við.
Upprunalega var húsið funkishús með flötu þaki, ekki ósvipað húsinu handan hornsins, Hamarstíg 8, og húsaröð Þóris Baldvinssonar við Helgamagrastræti sunnan við hornið, kennd við Samvinnubyggingafélagið. Árið 1982 var hins vegar byggð rishæð ofan á húsið ásamt sólskála, eftir teikningum Gísla Kristinssonar. Fimm árum síðar voru settir kvistir á risið, eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Fékk húsið þá það lag sem það síðan hefur. Húsið mun alla tíð hafa verið einbýlishús. Hamarstígur 10 hlýtur varðveislugildi 1 í Húsakönnun 2015. Það er traustlegt og glæst og í mjög góðri og sama er að segja af lóðinni sem er mjög vel gróin miklum runnum og trjám, m.a. reyni- og grenitrjám. Myndin er tekin að vorlagi, nánar til tekið þann 3. maí 2019, og gróandinn að taka við sér svo sem sjá má.
Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 815, þ. 23. apríl 1938. Fundur nr. 818, 16. júní 1938. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.2.): 1
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 189
- Frá upphafi: 441485
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 136
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.