23.10.2019 | 18:57
"Stórafmælishús" á Akureyri
Ég haft ófá orð um það hér, að vefur þessi eigi 10 ára afmæli á þessu ári og birt ýmislegt til gagns og kannski ekki síst gamans af því tilefni. Meðal annars lista yfir 100 elstu hús Akureyrar og birt yfirlit yfir alla pistla frá upphafi. En það er ekki bara þessi vefur þessi sem á stórafmæli, heldur einnig mörg elstu hús Akureyrar. Hér eru hús, komin á annað hundraðið í aldursárum, sem eiga stórafmæli í ár. Að sjálfsögðu er ævinlega örlítill fyrirvari á byggingarárum elstu húsanna.
170 ára:
Þrjú hús, sem öll standa við Aðalstræti eru talin byggð 1849 og eru því 170 ára í ár. Þjóðskáldið Matthías Jochumsson (sem bjó einmitt í Aðalstræti 50) var um fermingu þegar þessi hús voru byggð og Thomas Edison, sem fann upp ljósaperuna og fleiri hagnýta hluti var tveggja ára. Þessi hús voru 69 ára þegar Ísland varð fullvalda og 95 ára þegar Lýðveldið Ísland var stofnað á Þingvöllum. Og fyrst minnst er á stofnun Lýðveldisins má koma því, að aldursár þessara húsa eru álíka mörg og fjöldi daga frá áramótum til 17. júní.
Nonnahús, Aðalstræti 54.
Friðbjarnarhús, Aðalstræti 46.
Aðalstræti 50.
160 ára:
Gamla apótekið, Aðalstræti 4, sem nýverið hlaut gagngerar endurbætur og er nú ein af perlum Innbæjarins er byggt 1859 og á því "tvöfalt áttræðisafmæli" í ár. Húsið er þremur árum eldra en Akureyrarkaupstaður, sem stofnaður var 1862.
140 ára:
Lundargata 2, Háskenshús var byggt 1879 og er þannig jafnaldri Alberts Einstein.
120 ára:
Aðalstræti 17, Norðurgata 1, Norðurgata 3 og Spítalavegur 9 eru byggð 1899.
110 ára:
Hamborg, Hafnarstræti 94 er byggt 1909.
100 ára:
Eftir því sem ég kemst næst eru þrjú hús innan þéttbýlismarka Akureyrar (Ath. þekki því miður ekki til varðandi Grímsey og Hrísey) sem byggð eru 1919 og bætast því í ár í hóp þeirra 150-200 Akureyrarhúsa sem náð hafa 100 árum. Húsin eru Oddeyrargata 8, Gránufélagsgata 21 og Hafnarstræti 82.
Að sjálfsögðu óska ég öllum hlutaðeigandi, íbúum og eigendum umræddra húsa sem og fyrirtækjum og stofnunum sem þar eiga aðsetur til hamingju með stórafmælin.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 30
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 521
- Frá upphafi: 436916
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 352
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Þú varst búinn að skrifa allmarga pistla um lægri númerin í Helgamagrastræti. Ég finn þetta hvergi á síðunni. Á þetta kannski allt að koma inn seinna?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2019 kl. 20:24
Sæl og blessuð.
Ég er með tenglalista í vinnslu fyrir Helgamagrastrætið og reikna með að birta hann fljótlega. Þetta eru orðnar margar færslur og vegna eðlis bloggsíða, sem þessi vefur vissulega er, verður óttalegt streð að fletta fram og til baka. Það er þó hægt, ef skrunað er eins langt og hægt er, og tengillinn sem þar birtist "Næstu færslur" er opnaður. Sú leið er þó leiðinlega seinleg. Hér eru hins vegar nokkrir tenglar á lægstu númerin við Helgamagrastræti:
H1:https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2235080/
H2: https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2235371/
H3: https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2235538/
H4: https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2235683/
H5: https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2235899/
H6:https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2236097/
H7:https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2236229/
Síðan er alltaf hægt að smella "Næsta færsla" og "Síðasta færsla" neðan við hverja færslu til þess að fletta.
Vona að þetta gagnist eitthvað, svona meðan tenglalisti er ókominn.
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 24.10.2019 kl. 18:19
Takk, en þetta var nú óþarflega mikil fyrirhöfn hjá þér. Þetta er sem sagt í vinnslu, gott mál.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 25.10.2019 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.