17.4.2020 | 12:13
Hús dagsins: Skipagata 2
Fyrsta Aðalskipulag Akureyrar, samþykkt árið 1927, gerði ráð fyrir svokölluðum randbyggingum á Miðbæjarsvæðinu og Oddeyrinni. Húsaraðirnar austan og sunnan Ráðhústorgs, og áfram suður Skipagötu eru byggðar í anda þessa skipulags. Á Eyrinni varð hins vegar minna úr þessum áformum og standa þar raunar aðeins ein slík sambygging við Gránufélagsgötuna, auk tveggja stakra húsa við þá götu og Strandgötu. (Það er e.t.v. lán í óláni, að ekki varð meira úr byggingaráformum í anda skipulagsins á sunnanverðri Oddeyrinni; líkast til hefðu ófá timburhús frá síðari hluta 19. aldar fengið að fjúka fyrir nýbyggingum). En húsaraðirnar við Ráðhústorg og nyrst við Skipagötu eru samliggjandi; austanmegin er Skipagata 1-9 er áföst Ráðhústorgi 7-9 en vestan megin eru Skipagata 2-8 áföst Ráðhústorgi 1-5.
Það var sumarið 1933 að Guðmundur Tómasson fékk lóð sunnan við hús Ólafs Ágústssonar (Ráðhústorg 5). Lóðin var 13m meðfram götu, og hugðist Guðmundur reisa þarna verkstæðisbyggingu. Fékk hann byggingarleyfi fyrir húsi, 10,3x9,5m, þriggja hæða með háu risi. Fékk hann leyfi til að reisa fyrst jarðhæðina, en fullbyggt skyldi húsið vera innan fimm ára. Þ.e.a.s. fyrir sumarið 1938. Fyrsti áfangi hússins var risinn 1934, en líklega hefur húsið verið fullbyggt 1938, svo sem skilyrðið kvað á um, en það er alltént skráð byggingarár hússins.
Skipagata 2 er fjögurra hæða steinsteypuhús með einhalla, aflíðandi þaki. Efsta hæð er inndregin að framan, og eru þar svalir endilangri hliðinni. Á bakhlið eru svalir fyrir miðju á 2.- 4. hæð. Á þaki er þakpappi og veggir múrsléttaðir en skiptir þverpóstar í gluggum. Á jarðhæð eru götusíðir verslunargluggar. Húsið er inni í miðri sambyggðri húsaröð, áfast Ráðhústorgi 5 að norðan og Skipagötu 4 að sunnan.
Guðmundur Tómasson rak þarna trésmíðaverkstæði og smíðaði m.a. líkkistur. Hann söðlaði síðar um og stofnaði hina valinkunnu kexverksmiðju Lórelei. Bróðir Guðmundar, Eyþór, var einnig forstjóri og löngum kenndur við sælgætisgerðina Lindu. Guðmundur var Skagfirðingar að uppruna, frá Bústöðum í Goðdalasókn. Það er sammerkt með flestöllum eldri húsum Miðbæjarins, að ekki er unnt að telja upp alla þá verslun og þjónustu sem þar hefur verið starfrækt í tiltölulega stuttum pistlum. Þar er Skipagata 2 engin undantekning. Breska hernámsliðið hafði hér skrifstofu sem sá um og hafði eftirlit með skipaumferð og sjóflutningum, Sea Transport Office. Í ársbyrjun 1941 birtist auglýsing um, að ekkert fyrirtæki bæjarins megi eiga viðskipti við norsk skip, án skriflegrar beiðni frá téðri Sea Transport Office. Þann 2. júní 1944 opnaði Loftur Einarsson verslun sína Ásbyrgi í Skipagötu 2 og var þar seldur hinn ýmsi varningur, sem sjá mátti í auglýsingu í Nýjum kvöldvökum. Var sú verslun til húsa hér fram yfir 1960, og á sjöunda áratugnum var Bókabúðin Edda þarna til húsa. Svo fátt eitt sé nefnt. Auk fjölmargra verslana og fyrirtækja sem átt hafa heimili að Skipagötu hafa einnig fjölmargir búið á efri hæðum hússins.
Skipagata 2 og samliggjandi hús eru virkilega reisuleg og glæst stórhýsi. Þau eru ekki aðeins til prýði í Miðbænum heldur beinlínis móta þau umhverfið. Mörgum þykir há og mikil steinhús oft til óprýði (talað um steinkumbalda) en það er aldeilis ekki svo, að svo þurfi alltaf vera. Húsaröðin við Skipagötu og Ráðhústorg eru einmitt dæmi um stílhrein og glæst, steinsteypt stórhýsi. Húsið er metið með ótvírætt varðveislugildi í Húsakönnun 2014. Það er nokkurn veginn óbreytt frá upphaflegri gerð og er í góðri hirðu. Nú eru gistirými á efri hæðum en sl ár hafa verið veitingastaðir á jarðhæð. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir:
Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1930-1935. Fundur nr. 702, 29. júní 1933. Fundur nr. 706, 26. ágúst. 1933. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 28
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 499
- Frá upphafi: 436854
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 322
- Gestir í dag: 19
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.