Á degi íslenskrar náttúru

Í dag, 16. september, er dagur íslenskrar náttúru. Ađ ţví tilefni birti ég hér nokkrar myndir úr "nćgtabrunni náttúrunnar". Ég ljósmynda nefnilega ýmislegt annađ en hús- ţó ţau séu fyrirferđarmest á ţessum vef hér.

P2030881

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Oftar en ekki eru birtar af plöntum og náttúrufyrirbćrum í "sumarsins algrćna skrúđa" í tilefni ţessa dags, en sjálfsagt ađ gefa fegurđ vetrarins gaum líka. Hér er hrímţoka. Myndin er tekin 3. febrúar 2019 og ţarna er horft til suđurs frá Torfunefsbryggju.

P8290990

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá hrikaleg klettabelti í fjallinu Tröllshöfđa (1029m) framarlega í Eyjafirđi. Ţarna eru jarđlögin áberandi, líkt og lög í lagtertu (randalín) en hér er um rćđa hraunlög sem runnu fyrir milljónum ára, á tímabili sem spannađi hundruđ ţúsund ára. Síđar gróf ísaldarskriđjökullinn sig í gegn um hraunlögin líkt og risavaxinn skurđgrafa og jarđýta, gróf dali og firđi hlóđ upp jökulruđningi. Myndin er tekin ţann 29. ágúst 2020.

P8260993

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

"Íslenska sauđkindin er einstök náttúruperla". Ţessar geđţekku skepnur ganga "villtar" um heiđar og afrétti á sumrin og breyta kjarngóđum gróđrinum í prótein. Bestar eru auđvitađ kótilettur í raspi, međ brúnni sósu, kartöflum, rauđkáli eđa grćnum, eđa lćri/hryggur međ framagngreindu međlćti. Ţá klikkar kjötsúpan seint, saltkjötiđ eđa innmaturinn... lambakjötiđ er einfaldlega algjör eđalfćđa. Ţessar voru á beit í Vađlaheiđinni ţann 26. ágúst, rétt viđ gamla ţjóđveginn vestanmegin. 

PA050070

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Haustlyng. Kannski má segja ađ ţarna mćtist árstíđirnar, haust og vetur, en ţarna er rautt lyng og ber innan um nýfallinn snjó. Myndin er tekin 8. október 2013, skammt frá skátaskálanum Valhöll í Vađlaheiđi.

P7280026

Líparítmyndanir í kambinum á milli Súlutinda. Mynd tekin 28. júlí 2014. 

P7240187

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eyrarrós í Grafarlöndum, 24. júlí 2010.

P6130957

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skógarrjóđur, neđarlega í Botnsskógi í Eyjafirđi, 13. júní 2020.

 

Ađ lokum óska ég meistara Ómari Ragnarssyni til hamingju međ stórafmćli dagsins, međ kćrum ţökkum fyrir ţá gleđi og fróđleik, sem hann hefur miđlađ til landsmanna gegnum áratuginalaughing 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 63
  • Sl. viku: 245
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 162
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband