16.10.2020 | 15:54
Hús dagsins: Gránufélagsgata 4
Eitt hinna margra stórhýsa sem setja svip sinn á norðanverðan Miðbæinn (eða sunnanverða efri Oddeyri eftir því hvernig á það er litið) er Gránufélagsgata 4, sem margir þekkja sem JMJ-húsið. Húsið var byggt fyrir Prentsmiðju Björns Jónssonar árið 1945. Var það Karl Jónasson, sem fyrir hönd Prentsmiðjunnar sótti um leyfi til að reisa prentsmiðju og bókband við Gránufélagsgötu, næst vestan Georgs Jónssonar. (Þar er væntanlega verið að vísa til Gránufélagsgötu 6, sem var tvílyft steinhús, rifið um 2004 og hýsti síðustu árin m.a. rakarastofu). Í bókun bygginganefndar kemur fram, að húsið verði 21,85x16,85m að grunnfleti, byggt úr steinsteypu, gólf og loft steinsteypt en þak úr timbri. Í Húsakönnun 2014 er hönnuður hússins sagður ókunnur en greinarhöfundur telur sig nokkuð örugglega geta greint undirritun Friðjóns Axfjörð á teikningum þeim, er aðgengilegar eru á Landupplýsingakerfinu (lesendur geta rýnt í teikninguna á framangreindri slóð).
Gránufélagsgata 4 er tvílyft steinsteypuhús með háu en aflíðandi risi. Á norðausturhorni er smá álma eða útskot á einni hæð. Á suðurhlið er kvistur með hallandi þaki og svalir fyrir honum miðjum, en kvisturinn nær yfir drjúgan hluta þekjunnar. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki og ýmis konar póstar í gluggum.
Prentsmiðja Björns Jónssonar var árið 1945 orðið rótgróið fyrirtæki (stofnað 1852) og hafði í meira en 60 ár verið starfrækt á neðri hæð Norðurgötu 17 (Steinhúsinu) Það hús reisti Björn Jónsson sem prentsmiðju og íbúðarhús um 1880. Það hús stendur enn og er eina grjóthlaðna húsið á Akureyri svo vitað sé. Úr Norðurgötu flutti prentsmiðjan árið 1943 og var um skamma hríð (1943-46) starfrækt að Hafnarstræti 96 (París), eða þar til Gránufélagsgata 4 reis af grunni. Gránufélagsgata 4 hefur alla tíð hýst verslun og þjónustu, og þegar heimilisfanginu er flett upp í gagnagrunninum timarit.is koma hátt í 3000 niðurstöður. Um miðja 20. Öld, þegar húsið var nýreist voru þarna, auk prentsmiðju Björns Jónssonar m.a. Efnalaugin Skírnir, Bókaverzlun Björns Árnasonar og gullsmíðaverkstæði Ásgríms Albertssonar. Prentsmiðjan var starfrækt í húsinu til 1958 en nokkrum árum síðar fluttist Herradeild JMJ í húsið.
Hina valinkunnu og rótgrónu fataverslun, sem fyrir löngu hefur skipað sér stóran sess í hugum Akureyringa og nærsveitarmanna, stofnaði Jón M. Jónsson klæðskeri árið 1956. Var þar um að ræða saumastofu og klæðaverslun og var hún starfrækt fyrstu árin að Glerárgötu 6 (Það hús var rifið fyrir um 40 árum vegna breikkunar Glerárgötu, eitt af mörgum). Árið 1966 fluttist verslunin að Gránufélagsgötu 4 og hefur því verið starfrækt hér í rúma hálfa öld. Um árabil starfrækti JMJ auk verslunarinnar, fataverksmiðju í húsinu. Enn er verslun JMJ rekin á neðstu hæð hússins en fataverksmiðjan er liðin undir lok fyrir margt löngu. Á efri hæðum hússins eru skrifstofurými og hefur þar verið ýmis rekstur í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna tattústofu, símaver, útvarpsstöð, vinnustofur, æfingarými hljómsveita o.m.fl. Þá hefur ýmislegt verið starfrækt í viðbyggingu suðaustan á húsinu. Ekki er greinarhöfundi kunnugt um, hvort búið hafi verið í húsinu.
Gránufélagsgata 4 er látlaust en reisulegt hús, mun í stórum dráttum óbreytt frá upprunalegri gerð og í afbragðs góðri hirðu. Húsið er eitt af kennileitum svæðisins og kallast nokkuð skemmtilega á við t.d. Sjallann handan Geislagötunnar og Hótel Norðurland. Í Húsakönnun 2011 er húsið sagt hafa gildi fyrir götumynd Gránufélagsgötu og Hólabrautar en ekki talið hafa verulegt varðveislugildi. Húsið hefur eflaust töluvert gildi í hugum marga sem aðsetur JMJ um áratugaskeið; þarna hafa t.d. þó nokkrar kynslóðir Akureyringa og nærsveitarmanna fengið sín fermingar- og útskriftarföt. Myndin er tekin þann 14. ágúst 2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1018, 26. maí 1945. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Ómar Ívarsson. 2011. Akureyrarbær Húsakönnun- Laxagata- Hólabraut. X2 Hönnun-Skipulag: Unnið fyrir Akureyrarbæ. Aðgengilegt á vef á slóð http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/laxagata-holabraut-husakonnun-mars-2011.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 27
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 518
- Frá upphafi: 436913
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.