23.2.2021 | 17:38
Hús dagsins: Kaupvangsstræti 4
Hin þéttingsbratta en fjölfarna gata úr Miðbænum upp á Brekku um Grófargil, í daglegu tali kallað Gilið (eða Listagilið), nefnist Kaupvangsstræti. Neðarlega við götuna, skammt neðan við hið valinkunna Kaupfélagshorn liggur Skipagatan til norðurs frá Kaupangsstrætinu og áleiðis að Ráðhústorgi. Á mótum gatnanna stendur Kaupvangsstræti 4. Það hús er reist í áföngum á síðari hluta 4. áratugarins, og hófst bygging þess árið 1934.
Haustið 1934 fékk Tómas Björnsson verslunarmaður að byggja hús á lóð sinni við Kaupangsstræti og Skipagötu, samkvæmt uppdrætti og byggingalýsingu. Húsið átti að vera steinsteypt, tveggja hæða og kjallaralaust 14 og 13,90m meðfram götu, 8m skáa á horni, álmurnar 10 m breiðar. Teikningarnar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson. Fullbyggt telst húsið 1939, það er a.m.k. skráð byggingarár, en elstu heimildir um Kaupvangsstræti 4 sem timarit.is finnur eru frá 1937, þegar kosningaskristofa Bændaflokksins og afgreiðsla Bændablaðsins var þarna til húsa.
Kaupvangsstræti 4 er tvílyft steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki, undir þakkanti á framhlið. Þakdúkur er á þaki og gróf múrhúð á veggjum, einfaldir þverpóstar í gluggum efri hæðar en síðir verslunargluggar á jarðhæð. Gluggar efri hæðar eru innrammaðir með steyptum böndum að ofan og neðan. Á bakhlið er einlyft álma, viðbygging frá því um 1966. Húsið er áfast Skipagötu 18 að norðan og er innangengt á milli húsanna.
Tómas Björnsson, sem byggði húsið, var Þingeyingur, fæddur árið 1895 að Ljósavatni. Hann var umsvifamikill verslunarmaður með bygginga- og lagnavörur en hann stofnaði eigin byggingavöruverslun árið 1923 og rak hana allt til ársins 1958. Í Kaupvangsstræti 4 rak hann einnig fataverslun á fimmta áratugnum.
Kaupvangsstræti 4 hefur alla tíð verið verslunar- og skrifstofuhúsnæði og hýst hina ýmsu starfsemi. Þegar heimilisfanginu er flett upp á timarit.is koma upp hartnær 2000 niðurstöður, þar af 38 ef götuheitið er skrifað án v-s. En gatan heitir nokkuð örugglega KaupVangsstræti og er kennd við kaupvang (sbr. leikvang, fólkvang) eða svæði þar sem verslað er. (Kaupvangur gæti verið ágætt orð yfir verslunarmiðstöð...) Gatan er m.ö.o. ekki kennd við bæinn og kirkjustaðinn Kaupang í Eyjafirði, sem skrifaður er án v-s. Það heiti skildist höfundi einhvern tíma, að væri upprunið úr norsku sbr. Kaupanger. Það er svosem ekki skrýtið að þetta valdi misskilningi, enda margar götur bæjarins kenndar við Eyfirsk höfuðból.
Það yrði of langt mál að telja upp alla þá starfsemi sem Kaupvangsstræti 4 hefur hýst. Sem áður segir var húsið aðsetur Bændaflokksins og þar var skrifstofa Bændablaðsins. Breska setuliðið starfrækti skrifstofu skaðabóta- og leigumála í húsinu og þá var Sjúkrasamlag Akureyrar með afgreiðslu hér. Síðla árs 1949 opnaði Flugfélag Íslands afgreiðslu sína í Kaupvangstræti og var hún starfrækt hér fram á sjötta áratuginn. Síðar voru þarna m.a. kjötmarkaður, verslunin Tölvutæki/Bókval og leikfangaverslunin Dótakassinn á jarðhæð um aldamótin 2000. Í vesturhluta hússins hefur JB úrsmíðaverkstæði Jóns Bjarnasonar verið starfrækt um áratugaskeið. Á efri hæð hafa löngum verið skrifstofur og þjónustustarfsemi, og þá hafa þar einnig verið íbúðir. Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn þarna aðsetur um árabil og afgreiðsla dagblaðsins Íslendings. Svo fátt eitt sé nefnt af því, sem haft hefur aðsetur á Kaupvangsstræti 4. Nú er í húsinu sportvöruverslunin Hornið, áðurnefndir úrsmiðir, JB úr og skart og skrifstofurými á efri hæðum.
Kaupvangsstræti 4 er reisulegt og glæst og í mjög góðri hirðu og hefur væntanlega alla tíð hlotið hið besta viðhald. Húsið er í samræmi við götumyndir Miðbæjarins t.d. við Ráðhústorg og norðar við Skipagötu, en þessar götur eru að mestu byggðar eftir fyrir fyrsta Aðalskipulagi Akureyrar, sem samþykkt var árið 1927. Húsið er syðsti hluti þriggja húsa samstæðu, en áfast að norðan er Skipagata 18 (Bifröst), sem byggð er á svipuðum tíma, 1935 og nyrst er fjögurra hæða stórhýsi Pedrómynda, Skipagata 16. Það hús er reist meira en hálfri öld síðar, eða 1992. Í Húsakönnun, sem unnin var um Miðbæjarsvæðið árið 2014 er húsið metið með ótvírætt varðveislugildi, sem hluti húsaraðar sem er [...] í heild sinni er einn mikilvægasti þátturinn í svipmóti miðbæjarins[...] (Landslag arktitektastofa 2014: 48). Myndin er tekin þann 24. júlí 2015.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 729, 29. sept. 1934. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.