13.3.2021 | 11:50
Hús dagsins: Galtalækur
Galtalækur stendur uppi á hól, nokkurn veginn lóðbeint á móti flugstöðvarbyggingu Akureyrarflugvallar. Sunnan hússins rennur Galtalækurinn um Grásteinsgil. Áður bar mikið á Galtalæk þegar ekið var um Drottningarbrautin við Flugvöllinn, en hóllinn, gilið og húsið er að mestu hulið skógi. (Það er líklega orðið óhætt, að tala fullum fetum um skóg í syðstu brekkum bæjarins).
Galtalækur, sem stendur tæpa 3 km frá Miðbænum, er steinsteypt, járnklætt hús, vesturálma einlyft með með háu en aflíðandi risi og snýr stafni mót austri en vesturálma, sem einnig er með háu risi, er háreistara og snýr stöfnum norður-suður. Fjöldi póstlausra glugga setja nokkurn svip á framhlið en sjá má í hendi sér, að húsið er „fyrrverandi“ fjós og hlaða.
Í Byggðum Eyjafjarðar má ráða, að upphaf Galtalækjarbýlisins megi rekja til ársins 1908 er Sigurður Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ræktunarfélagsins hóf þar búskap, smáan í sniðum. Galtalækur mun byggður úr landi Nausta. Það var síðan árið 1916 sem Ræktunarfélagið keypti af honum Galtalæk og hóf þar kúabúskap. Drjúgan hluta 20. aldar, eða allt til 1974, hafði Ræktunarfélagið og síðar Tilraunaráð ríkisins mikil umsvif á Galtalæk. Var þar rekin tilraunastöð og fór þar fram mikil uppbygging. Árið 1924 var m.a. reist á Galtalæk veglegt steinsteypt fjós og 1954 var íbúð fjósameistara, sem fluttist á Mela, breytt í fjós. Þá hafði Tilraunaráðið eignast bæði Mela og Háteig en síðarnefnda býlið var íbúð framkvæmdastjóra.
Var það einmitt framkvæmdastjórinn, Árni Jónsson, sem stóð fyrir byggingu fjóss og hlöðu árið 1961, sem enn standa. Upprunalegar teikningar er ekki að sjá á landupplýsingakorti Akureyrarbæjar, en þar má hins vegar sjá járnateikningar eftir Ásgeir Markússon. Húsið var að hluta til byggt á grunni gamla fjóssins. Rúmaði fjósið 40 mjólkurkýr og 6-8 kálfa (sjá nánar tengil: ítarleg viðtal við Árna Jónsson í Íslendingi, 15. des. 1961). Í hinu nýja og vandaða fjósi voru kýr fram til ársins 1974 (reyndar var hlé á kúabúskap Tilraunaráðsins 1965-´69). Fluttist þá starfsemin út að Möðruvöllum í Hörgárdal. Keypti Akureyrarbær eignirnar og árið 1975 komst húsið í eigu Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, gegn um makaskipti við bæinn. Björgunarsveitin innréttaði í fjósinu í félagsheimili og stjórnstöð. Húsið var aðsetur sveitarinnar í nær aldarfjórðung, en hún sameinaðist Hjálparsveit Skáta og Sjóbjörgunarsveitinni Súlum undir nafni hinnar síðasttöldu haustið 1999. (Gaman að geta þess, að húsnæði Hjálparsveitar Skáta var einmitt líka í gömlu fjósi, að Lundi).
Árið 2001 var húsinu breytt í íbúðarhús eftir teikningum Haraldar Árnasonar. Vesturálman varð íbúðarrými en austurálma (hlaðan) bílskúr. Er húsið nú einbýlishús. Galtalækur er reisulegt og glæst hús, með hið skemmtilega byggingarlag fjóss og hlöðu, og stendur á áberandi stað. Húsið er eitt af gömlu býlunum torfunni sunnan Innbæjarins og eru þau öll prýði í skemmtilegu og grónu umhverfi. Þessi býli, (frá suðri til norðurs), Brunná, Galtalækur, Melar, Litli-Garður og Háteigur ættu auðvitað öll að njóta einhvers varðveislugildis. Galtalækur er umlukinn smekklegum trjágróðri. Myndin er tekin þann 6. febrúar 2021, en þess má geta, að vegna fyrrnefnds trjágróðurs var einkar snúið að finna frambærilegt sjónarhorn á Galtalækjarhúsið.
Heimildir: Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 3
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 569
- Frá upphafi: 444840
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 371
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.