8.4.2021 | 16:07
Hús dagsins: Ráðhús Akureyrar (Geislagata 9, gamla Slökkvistöðin)
Aðsetur bæjarstjórnar og stjórnsýslu Akureyrarbæjar, m.ö.o. Ráðhús bæjarins er að Geislagötu 9. Húsið er eina hús Geislagötu norðan Gránufélagsgötu og stendur á móts við Sjallann. Vestan hússins eru bakgarðar húsa við austanverða Laxagötu og nokkurn spöl norðan Ráðhússins er Akureyrarvöllur. Austan hússins er Glerárgata. Húsið er reisulegt steinsteypuhús á fjórum hæðum og kjallara, með háu valmaþaki, byggt árin 1949-66, auk viðbyggingar frá árinu 2000, eftir teikningum Eiríks Einarssonar og Sigurðar Guðmundssonar. Þá er viðbygging á einni hæð með flötu þaki að vestanverðu, byggð eftir teikningum Svans Eiríkssonar. Efsta hæð er örlítið inndregin og slúttir þakbrún langt úr fyrir veggi. Gluggar eru með skiptum þverpóstum. Þakdúkur og bárujárn er á þaki og veggir eru múrhúðaðir.
Það var á fundi bæjarstjórnar þann 6. júlí 1948, að samþykkt var að reisa nýja slökkvistöð. Skyldi henni valinn staður við vestanverða Geislagötu, norðan við Verslunarmannahúsið [Gránufélagsgata 9, rifin 1981] og skyldi húsið verða veglegt, þriggja til fjögurra hæða og með skrifstofum á efri hæðum. Það var hins vegar ekki fyrr en ári síðar, eða 29. júlí 1949, að bygginganefnd samþykkti, eftir tillögu bæjarstjórnar, fyrir sitt leyti byggingarleyfi fyrir nýju slökkvistöðinni. Ekki hafði nefndin um það fleiri orð, en þess má geta, að í þessum sama dagskrárlið fundarins samþykkti nefndin einnig byggingu Sjúkrahússins (FSA) og viðbyggingar við Barnaskólann. Í janúar 1950 er sagt frá í Degi, að á nýliðnu ári hafi hinar ýmsu stórbyggingar verið í smíðum, áðurnefnt sjúkrahús, sundlaugarbyggingin, heimavist MA og slökkvistöðin Það mun hafa verið í ársbyrjun 1953, að slökkviliðið flutti inn í hið nýja hús, sem þá var aðeins fyrsta hæðin. Jafnframt hófst þá sólarhringvakt útkallsliðs slökkviliðsins. Skömmu áður, eða í 3. ágúst 1952 hafði Náttúrugripasafn Akureyrar verið opnað almenningi í Nýju Slökkvistöðinni. Árið 1959 var hafist handa við byggingu efri hæða hússins og sjö árum síðar var húsið fullgert. Um haustið 1966 taldist húsið svo fullnýtt þegar Rafveita Akureyrar fluttist í húsið. Var hún á þriðju hæðinni ásamt tæknideild bæjarins, bæjarskrifstofur og skrifstofa bæjarstjóra á annarri hæð og fundarsalur og kaffistofa á fjórðu hæð.
Slökkvilið bæjarins hafði aðsetur á jarðhæð hússins í rétt 40 ár en núverandi slökkvistöð Akureyrar, við Þórsstíg á norðanverðri Oddeyri var tekin í notkun 1993. Um 1998 var byggt við húsið til vesturs, ein hæð með flötu þaki og fékk húsið það lag sem það nú hefur. Að utanverðu er Ráðhúsið að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð, en eins og nærri má geta hefur innra skipulagi þess oftsinnis verið breytt og bætt í samræmi við kröfur um aðstöðu og aðgengi. Þegar húsið er skoðað á kortavef Akureyrar birtast um 140 mismunandi teikningar (upprunalegar teikningar þó ekki þar á meðal). Fyrir rúmum áratug eða svo var t.d. inngangi og anddyri breytt og fast við fyrri inngöngudyr, við stigahúsið, var sett lyfta. Er hún öll glerjuð, svo lyftuferð á efri hæðir hússins jafngildir nokkurra sekúndna útsýnistúr yfir Oddeyrina.
Ráðhúsið, eða gamla Slökkvistöðin, er eitt af helstu kennileitum Oddeyrar og Miðbæjarsvæðisins, ásamt Sjallanum, JMJ-húsinu og Hótel Norðurlandi svo fáein séu nefnd, á þessum slóðum. Í Húsakönnun 2014 er Ráðhúsið sagt hafa gildi fyrir umhverfi sitt sem reisuleg bygging á áberandi stað, og menningasögulegt gildi þess verulegt sem Ráðhús bæjarins. Kannski friðun hússins væri æskileg...?
Myndin er tekin 1. nóvember 2020.
Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1948-1957. Fundur nr. 1112, 29. júlí. 1949. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Jón Hjaltason. 2016. Bærinn brennur. Akureyri: Völuspá útgáfa.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Ég hef verið að lesa bókina Bærinn brennur, og get ekki ályktað annað en að brunar hafi verið tiltölulega tíðari á Akureyri en í Rvík, miðað við stærð bæjanna. Fleiri timburhús sem standa þétt skapa hættu, en getur verið að eitt enn stuðli að þessu? Loftslagið, a.m.k. á veturna, er mun þurrara og stöðugra á Ak. Í Rvík er á veturna hráslagalegt rakaloft með eilífum umhleypingum, ýmist frost eða rigning. - Veðrið var það sem móður minni þótt verst við það að flytja suður.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.4.2021 kl. 11:38
Já, því miður hafa orðið margir brunar hér og sjálfsagt eru brunar hlutfallslega tíðari í minni byggðalögum ef út í það er farið (færri hús, munar meira um hvert tilfelli). Oft hefur hurð skollið nærri hælum og það eru húsaþyrpingar t.d. í elstu hverfunum hér þar sem maður þorir eiginlega ekki að hugsa til enda hvernig færi, ef eldur kæmi upp í einu þeirra. (Hugsa reyndar það sama um margar torfur t.d. í Þingholtunum og Miðborginni). Áhugaverð kenning varðandi loftslag og brunahættu- hafði ekki leitt hugann að því. Húsin hér eru líkast til minna vökvuð en þau á SV-horninu
.
Arnór Bliki Hallmundsson, 16.4.2021 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.