Tilræði

Svona hegðun er auðvitað ekkert annað en TILRÆÐI, í besta falli líkamsárás og eignaspjöll. Ekki er það skárra, sem sést á athugasemdakerfum fjölmiðlana, að sumir, allt að því réttlæta þetta; af því hjólreiðamenn virði ekki umferðarlög og taki ekki tillit til annarra. Og að hjól eigi ekki heima á götum (þau eru raunar rétthærri þar en á gangstéttum). Þetta sá maður líka um árið, þegar hið svokallaða "Cyclothon" (liðakeppni í hjólreiðum hringinn um landið) stóð yfir; brögð voru að því, að fáeinir einstaklingar lýstu þeirri skoðun, reyndar frekar í "gamni" en alvöru, að þetta "helvítis pakk sem tefur umferðina á þjóðveginum" og það væri réttast að keyra það niður. Bara vegna þess, að það vogar sér að mögulega tefja (sjálfskipaða) mikilvæga einstaklinga um fáeinar mínútur.  Það er rétt vonandi, að fólk með slíkan hugsunarhátt veljist ekki til þess að setja umferðarlög eða fylgja þeim eftir...En bara svo það sé sagt; hjólreiðafólk er aldeilis ekki heilagt og í þeim hópi fyrirfinnast líka tillitslausir einstaklingar. Í allri umferð hlýtur alltaf að gilda, að gagnkvæm tillitssemi og þolinmæði skuli í fyrirrúmi, hvaða farartæki sem í hlut.


mbl.is „Hann vísvitandi keyrir mig niður og stingur af“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Það hefur verið keyrt á þó nokkrar manneskjur á gangbrautum yfir Hörgárbraut, mest börn. Er það ekki rétt munað að í langflestum tilfellum hafi fólkið notað gangbrautarljós, en bílstjórinn hundsað það? Er það þá ekki glæpsamlegt gáleysi? Og best að minna lesendur á að ekki eru það bara Akureyringar sem keyra þarna, brautin er þjóðvegur inn og út úr kaupstaðnum.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.6.2022 kl. 20:15

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl. Mikið rétt, þarna hafa á undanförnum árum orðið skelfileg slys, m.a. á börnum þar sem ekið hefur verið á gangandi vegfarendur á gangbraut. Hvort vísvitandi hundsun hafi oftast verið orsökin kann ég ekki að fullyrða, vona eiginlega innilega, að svo sé ekki. Hins vegar getur hraðinn vel hafa spilað þarna inní; ökumenn hafi einfaldlega ekki náð að bregðast við í tíma, enda verið vel yfir hámarkshraða (sem er 50 á þessum slóðum). Þarna aka menn ansi greitt, enda um beina, tveggja akreina braut að ræða. Reyndar hafa verið sett mjög áberandi ljós og viðvaranir á þennan tiltekna stað og það sem meira er; hraðamyndavélar. Svo nú hugsa menn sig tvisvar um áður en þeir spýta í á þessum kafla...sem skilar sér í auknu öryggi. Helst vilja íbúar hverfisins fá þarna undirgöng eða brú...en það mun tæknilega illmögulegt. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.6.2022 kl. 00:11

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir að ég gerðist hjólreiða- og rafhjólamaður hef ég tvívegis orðið fyrir því að ofstopafullir ökumenn voru með hegðun, sem skapaði lífshættu. 

Blogga kannski um það í fyrramálið.

Ómar Ragnarsson, 8.6.2022 kl. 00:18

4 identicon

Takk f. svarið. Þótt það varði ekki við refsilög að keyra á gangandi fólk, er hægt að höfða einkamál á bílstjórann og tryggingafélag hans. Kona ein á Ak. gerði það, eftir að keyrt var á hana og hund hennar þarna. Hún meiddist á fæti en hundurinn dó, kastaðist alveg að Glerá. Hún fékk dæmdar 2 milljónir í bætur, sem er miklu betra en að bílstjóri fái stuttan, kannski skilorðsbundinn, fangelsisdóm.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 8.6.2022 kl. 10:40

5 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Það eru náttúrulega mikil fælingaráhrif ef menn geta átt von á háum fjársektum fyrir ákeyrslur, og auðvitað ætti þetta að varða við refsilög- enda þótt sönnunarbyrðin sé erfið og, sem betur fer, sjaldnast um ásetning að ræða. Og fyrst minnst er á ásetning, þetta er hræðilegt að heyra, Ómar- var einmitt að lesa færsluna þína-  mann setur eiginlega bara hljóðann. Einhver andúð og undirliggjandi gremja í garð hjólreiðafólks, sem umbreytist í gegndarlausa ofbeldishegðun og skeytingarleysi fyrir lífi og limum annarra. Hjólið er mitt helsta samgöngutæki og mér reiknast til hjólaferðir mínar um götur Akureyrar og nærsveitir nemi um 6000 kílómetrum á ári og ég hef sem betur aldrei (7-9-13,bank-bank) lent í svona nokkru. En maður er jafnan meðvitaður um, að svona ofbeldis- og yfirgangsseggir geta leynst innan um. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.6.2022 kl. 11:16

6 identicon

Sæll enn. Ég hef nú nokkrum sinnum lent í því að vera næstum hjóluð niður á götum Rvíkur. Hjólafólk notar ekki bjöllur, og því veit maður ekki af því á eftir sér. Ég reyni að ganga nálægt húsvegg, svo ég detti þó ekki út á götuna. En hættulegast er þegar fólk kemur hjólandi á miklum hraða fyrir götuhorn eða að því, og getur þar með ekki séð hvað er handan við hornið, manneskja á göngu eða kannski líka á hjóli. Þetta hefur gerst nálægt Hlemmi.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 8.6.2022 kl. 13:38

7 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, það er alveg sérstakur kapítuli, óhóflegum hraði og tillitsleysi hjólreiðafólks á gangstígum. Þá virðist því miður ríkjandi viðhorf hjá mörgum, að bjallan sé skilyrðislaus skipun um að víkja, og því frekja af hálfu hjólreiðamannsins. Held reyndar að það sé á undanhaldi. Ég gerði þessu raunar skil í pistli fyrir tveimur árum: https://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/2249767/

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.6.2022 kl. 21:44

8 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Gott að vekja athygli á þessu. Flestir ökumenn eru gott fólk sem kann sig, en það er alveg rétt að þetta dæmi er hræðilegt og lítur út fyrir að vera drápstilraun, tilræði. Þarf að rannsaka vel. Spurning hvort ökumaðurinn þekkti reiðhjólamanninn og einhver neikvæð samskipti hafi verið þar? Þessi frétt vekur grun um vísvitandi hatur eða óvild þess sem keyrði bílinn. Síðan eru það stressaðir ökumenn, sem flauta og keyra næstumþví yfir fólk af gáleysi. Það eru til ýmsar útfærslur á þessu og sem betur fer fæstar eins ljótar og fréttin segir frá.

Síðan ber hinn fótgangandi ábyrgð að líta vel í kringum sig, gæta að ljósum, og hjólreiðamenn hið sama. En ökumenn eru í yfirburðastöðu á hættulegum ökutækjum hjólreiðafólki og gangandi. Nú þegar boðskapur Dags í Reykjavík hefur komizt til skila, sem er að mörgu leyti gott, að fólk sé meira gangandi og hjólandi, þarf að huga vel að þessu.

Ingólfur Sigurðsson, 9.6.2022 kl. 07:19

9 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Ég hjóla nokkuð mikið, 8600km á síðasta ári, nota bjölluna óspart til að láta gangandi vegfarendur vita af mér,en er ekki að ætlast til að þeir víki, eingöngu að það færi sig ekki í veg fyrir hjólið. Lenti nefnilega í því fyrir mörgum árum að nota ekki bjölluna þar sem gangandi vegfarandi sem stóð við gangstíg og var að taka myndir fór allt í einu fyrir hjólið svo snöggt að engu mátti muna að ég hjólaði á hann. Ég hélt að hann hefði vitað af mér og notaði þess vegna ekki bjölluna, en eftir þetta nota ég alltaf bjölluna. Tek þó eftir að sumir gangandi vegfarendur halda að ég sé að reka þá í burtu og líta á mig með nánast drápsaugum og aðrir  segja, Ó fyrirgefðu, þar sem ekkert er að fyrirgefa.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 9.6.2022 kl. 13:46

10 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þetta er margslungið- og ágætur punktur, Ingólfur, að hugsanlega hafi þarna spilað inn í hugsanleg óvild ökumannsins í garð hjólreiðamannsins persónulega. Það er náttúrulega ekki upplýst, enda í sjálfu sér aukaatriði. Svo er það þetta varðandi bjölluna og mismunandi skilning fólks á henni og óöryggi í kringum hjólreiðafólk. Aukningin á þessari umferð hefur eflaust aukist um mörg hundruð % á allra síðustu árum og flestir óvanir. Þrátt fyrir einstök hryllileg dæmi á borð við þetta í fréttinni og því sem Ómar lýsir á sinni síðu, skilst mér, að vart verði meiri tillitssemi ökumanna í garð hjólreiðafólks en áður. Einfaldlega vegna aukinni vinsælda hjólreiða séu akandi, sem þekki veruleika hjólreiðamanna af eigin raun. Og hjólandi mega oftar en ekki standa sig betur í að virða rétt gangandi- sem er skýlaus á gangstéttum. Svo eru hlaupahjólin enn annað. Mér þykir sjálfum stundum nóg um fartina á þeim tækjum á gangstéttum- og sjá fólk hjálmlaust og kannski 2-3 saman á þeim. En þegar öllu er botninn hvolft snýst þetta auðvitað allt saman um gagnkvæma tillitssemi allra í umferðinni óháð ferðamáta.

Arnór Bliki Hallmundsson, 10.6.2022 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 543
  • Frá upphafi: 420860

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 453
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband