7.1.2010 | 15:17
Gilin á Akureyri
Í síðustu færslu minntist ég á Gilið margfræga eða Grófargil eins og það heitir raunar. Það er einnig kallað Listagil enda ekki að ástæðulausu því þar eru staðsett mörg gallerý, tónleikasalir ( Deiglan, Ketilhús ), Listasafn Akureyrar sem og Myndlistarskólinn. Hefur þar á síðustu 15-20 árum farið fram markviss uppbygging listastarfs en áður var iðnaðarstarfsemi ríkjandi í gilinu. En Grófargil er aðeins eitt af mörgum giljum sem skera bæjarbrekkuna á Akureyri, en nokkur þeirra bera nöfn og hér ætla ég að fara yfir þau helstu. Nyrst þeirra, samhliða Grófargilinu er Skátagil. Það liggur skáhallt upp frá Hafnarstrætinu (Göngugötunni ) og er brattur göngustígur sem liggur þar neðst uppá bílastæði ofan Amarohússins. Þaðan liggur svo Oddagatan upp að höfðanum þar sem gilin tvö greinast. Á teikniborðinu mun vera mikil uppbygging á Skátagilinu sem útivistarsvæði og er það í tengslum við nýjan og endurbættan miðbæ. Um kílómeter sunnan Grófargils er síðan Búðargil eða Lækjargil eins og það er stundum líka kallað en Lækjargata liggur upp það gil. Það er mest þeirra gilja sem skera Brekkuna. Í norðurhlíð Búðargils voru kartöflugarðar Akureyringa allt frá aldamótunum 1800 eða þar um bil og enn eru ræktaðar þar kartöflur. Þá voru þarna vinsælar skíðabrekkur á vetrum. Norðurendi Kirkjugarðsins nær að suðurbrún gilsins en sá staður kallast Höfðinn (minnir að hann heiti annaðhvort Búðarhöfði eða Naustahöfði "fullu nafni" ). Það er einn af glæsilegustu útsýnisstöðum Akureyrar. Í neðri hluta Lækjargötunnar eru íbúðarhús en við efri hlutann voru lengi vel hesthús, þau síðustu voru rifin um 2005. Fyrir ekki svo löngu síðan var maður eiginlega kominn upp í sveit þegar komið var upp úr Búðargilinu. Beint upp af því var býlið Hlíð og tún allt um kring. Sunnan Kirkjugarðs, beint upp af Minjasafninu og Nonnahúsi er síðan Skammagil. Þar upp liggur gamall vegur sem var áður leiðin frá Kirkjunni upp í Kirkjugarð. Nú er hann hluti gönguleiðar sem liggur upp Skammagil eftir brekkubrúninni og niður Búðargilið, sk. Nonnaslóð. Lítið eitt sunnar, við veginn ofan Skautahallar er svo Naustagil. Það lætur ekki mikið yfir sér enda mun grynnra en hin gilin sem talin er upp hér og auk þess skógi vaxið að mestu leyti. Þá eru ótalin nokkur gil eða skorningar í brekkunni ofan Flugvallar auk þess sem nokkrir skorningar eru í brekkunni ofan Hafnarstrætis, sá mesti ofan Samkomuhússins. Líklegt þykir að það gil beri nafn en mér er alltént ekki kunnugt um það. Þar upp liggur mjór, snarbrattur og hlykkjóttur stígur sem kallaður er Menntavegurinn. Fyrir gangandi er hann kærkomin stytting á leið uppá Brekku en hann getur verið illfær í hálku og snjó. Um árabil hefur það verið fastur liður í busavígslu Menntaskólans á Akureyri er að láta nýnemana ganga upp Menntaveginn. En þessi stígur kallast hins vegar aðeins Menntavegur þegar farið er upp, á niðurleið nefnist hann Glötunarbraut !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2010 | 16:47
Hús dagsins: Rósenborg, áður Barnaskóli Akureyrar
Fyrsta Hús dagsins á árinu 2010 fagnar stórafmæli, 80 ára, á nýju ári. Þetta er gamli Barnaskóli Akureyrar sem einnig var nefndur Barnaskóli Íslands. Skólinn hefur án efa verið á sínum tíma ein mest áberandi bygging bæjarins en hann stendur á hæð ofan Grófargils* og var á sínum mikið hærri og stóð miklu hærra en stór hluti bæjarins. Húsið telst standa við Skólastíg 2 en lóð þess liggur einnig að Eyrarlandsvegi og Kaupangsstræti*. Barnaskólinn var reistur árið 1930 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar og þótti hin glæsilegasta bygging í alla staði. Það má teljast eðlilegur hluti skólahúsnæðis að með tímanum verða þau of lítil fyrir starfsemina. Í tilfelli barnaskólans gerðist það á 20 árum en byggt var við hann árin 1949-50. Hornið á þeirri álmu ( með flötu þaki ) sést vinstra megin á myndinni. Húsið var skólahús í ein 75 ár en í júníbyrjun 2005 hringdi skólabjalla þarna í síðasta sinn. Þá hófust gagngerar endurbætur á húsinu sem miðuðu að því að gera það í senn löglegt undir nútíma starfsemi sem og að halda í upprunan. Það tókst með miklum sóma. Nú hýsir þetta hús félagsmiðstöðvar Akureyrar og margar skrifstofur á vegum Akureyrarbæjar sem og handverksmiðstöðina Punktinn og ýmsa aðra starfsemi. Kallast húsið Rósenborg, en það nafn var niðurstaða kosninga vorið 2006 þar sem gestir hússins gátu lagt til nöfn. Raunar er erfitt er að finna samheiti yfir alla þá fjölmörgu og fjölbreyttu starfsemi sem fram fer í húsinu en það orð sem notað yfir starfsemi Rósenborgar er Möguleikamiðstöð. Síðast en ekki síst má nefna að menningarmiðstöðin Húsið er rekin á efstu hæðum þessa húss. Þar hef ég verið í hópi fastagesta frá upphafi og einhverjir pistlanna á þessari síðu eru skrifaðir í tölvuverinu þar. Það er í dag staðsett í sömu stofu og neðri myndin er tekin. Myndin hér að neðan er sú fyrsta í Húsapistlunum mínum sem tekin er inni í húsinu sem fjallað er um, en hún sýnir undirritaðan á góðri stund í Billjard eða Pool. Báðar myndirnar eru teknar 25.apríl 2006.
*Flestir sem heimsótt hafa Akureyri kannast við Gilið, brekkuna bröttu uppúr Miðbænum. Það heitir raunar Grófargil og gatan sem upp það liggur er einmitt Kaupangsstræti.
Bloggar | Breytt 11.1.2010 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.1.2010 | 19:26
Húsaannáll 2009
Það hefur um nokkurt skeið staðið til hjá mér að gera einhverja samantekt á þeim húsaumfjöllunum sem ég hef birt hér á síðunni. Þetta eru orðin mörg innskot og kannski ágætt að koma einhverju skipulagi á þetta. Áramót eru einmitt kjörið tækifæri fyrir þess háttar yfirlit. Þetta þýðir þó engan vegin að ég sé hættur þessu. Ég á enn nokkrar óbirtar húsamyndir og auk þess eru nokkur merk hús hér í bæ sem ég á eftir að mynda en finnst eiginlega skylda að taka fyrir hér á síðunni fyrst ég er að þessu á annað borð. Ég hef ekki sett mér neinar reglur eða skipulag í þessum umfjöllunum, nema ég eigi af húsunum mynd og að öllu jöfnu eru þetta eldri hús sem ég tek fyrir. Stundum er mikil saga á bak við þau en önnur hefur mér einfaldlega þótt það athygliverð að ég hef fest þau á mynd. Oftar en ekki hef notað e.k."eitt leiðir af öðru" reglu, þ.a. ég hef kannski tekið fyrir hús í sama bæjarhluta eða sömu götu í röð. Annars er þetta bara tilviljanakennt hjá mér enda hef ég ekki ætlað mér annað. Pistlana hef ég stuttorða enda eru þeir orðnir til í kringum myndirnar en ekki öfugt. Þá þykir mörgum óspennandi og óþægilegt að lesa langa texta af tölvuskjá. Einhverjum kann að þykja pistlarnir þunnir og skauta yfir ýmislegt en þeim er alls ekki ætlað að vera tæmandi upplýsingar. Ég skrifa einfaldlega það sem ég hef kynnt mér gegn um tíðina og man þá stundina en ef ég fletti einhverju sérstaklega upp eða hef eitthvað eftir sem ég hef aðeins séð á einum stað vísa ég að sjálfsögðu í þær heimildir. Þá er lesendum velkomið að bæta einhverju við nú eða leiðrétta eitthvað því sem áður segir eru pistlarnir alls ekki fullkomnir. En þá að yfirlitinu.
JÚNÍ
25. Fyrsta hús dagsins var Norðurgata 17, Gamla Prentsmiðjan eða Steinhúsið. Það hús á stórafmæli á nýju ári, 130 ára.
26. Ég hélt mig í Norðurgötunni og tók fyrir jafn gamalt hús Norðurgötu 11.
JÚLÍ
3. Hafnarstræti 18, Thuliniusarhús
9. Hafnarstræti 31-41.
13. Nokkur eldri steinsteypuhús, Brekkugata 12, Grundargata 7 og Oddeyrargata 6.
16. Aðalstræti 16.
20. Þennan dag brann Aðalstræti 13 og hljóp ég þá til og tók af því myndir. Þetta er eini húsapistillinn hingað til sem er tengdur við fréttir á MBL. Endurbætur á húsinu standa yfir þegar þetta er ritað.
Daginn eftir, 21., tók ég fyrir Lækjargötu 6. Það hús brann einnig og var byggt af sama aðila. Það hús var hinsvegar gert upp og það með miklum sóma.
23. Strandgata 37-45.
28. Strandgata 49, Gránufélagshúsin.
ÁGÚST
2. Hafnarstræti 11, Laxdalshús. Elsta hús Akureyrar.
10. Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið.
12. Hafnarstræti 53, Gamli Barnaskólinn.
17. Aðalstræti 14, Gamli Spítalinn.
20. Aðalstræti 4, Gamla Apótekið.
21. Hafnarstræti 96.
25. Hafnarstræti 94.
27. Hafnarstræti 98.
31. Hafnarstræti 91-93, KEA húsin.
SEPTEMBER
6. Strandgata 27.
14. Lundargata 15.
OKTÓBER
1. Norðurgata 2 og Strandgata 23.
7. Strandgata 4, Nýja Bíó.
16. Gránufélagsgata 39-41.
21. Aðalstræti 50.
28. Aðalstræti 46, Friðbjarnarhús.
NÓVEMBER
4. Strandgata 3 og 7, Berghóll (áður Strandgata 5).
9. Strandgata 9-13.
13. Strandgata 11b.
21. Akureyrarkirkja.
22. Minjasafnskirkjan við Aðalstræti.
25. Hafnarstræti 20.
26. Hafnarstræti 3.
DESEMBER
3. Aðalstræti 15.
5. Lækjargata 3.
11. Hafnarstræti 90.
19. Strandgata 17.
25. Jólahúsið í Eyjafirði.
Alls eru þetta 36 pistlar og húsin líklega á milli og 50 og 60. Mér sýnist, án þess að telja það nákvæmlega að flest húsin sem ég hef fjallað um séu í Hafnarstræti og Strandgatan sé í öðru. Aðalstræti kemur þá líklega í þriðja. Afkastamestur hef ég verið yfir hásumarið, júlí og ágúst. Ef menn vilja skoða þessar færslur er hægt að fara til baka í dagatalinu hér til hliðar og velja dagsetninguna. Ég gafst eiginlega upp á að reyna að búa til tengil á hverja einasta færslu, það hefði verið ógurleg handavinna.
Bloggar | Breytt 5.1.2010 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.1.2010 | 01:23
Gleðilegt ár!
Ég óska öllum sem þetta lesa gleðilegs nýs árs með þökk fyrir það gamla. Þakka
góðar viðtökur á þessu hálfa ári sem ég hef sett hingað inn myndir og pistla.Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.12.2009 | 15:18
Hús dagsins: Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit

Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009 | 13:37
Gleðileg jól
Langar til að óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka innlitin hér á síðuna og athugasemdir.
Jólakveðja úr jólasnjónum á Akureyri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009 | 18:30
Hús dagsins: Strandgata 17
Þeir sem keyrt hafa gegn um Akureyri ættu að kannast við þetta hús en Þjóðvegur 1 (Glerárgata) liggur aðeins nokkra tugi cm frá vesturgafli þess. Einhvern tíma stóð til ( er ekki klár á því hvort það var aðeins hugmynd eða hvort það fór inn á skipulag ) að vesturhluti hússins viki fyrir breikkuðum akreinum götunnar. Húsfriðunarfólk setti sig hinsvegar á móti því, enda húsið komið vel til ára sinna. En húsið reisti danski kaupmaðurinn P. Tærgesen árið 1885. Húsið mun hins vegar ekki fengið núverandi lag fyrr en löngu seinna. Upprunalega var aðeins einn kvistur en um 1908 var húsið stækkað til vesturs og þá reistur kvisturinn fjær á myndinni. Ljósastaurinn sem ber í húsið markar nokkurn vegin skiptinguna milli eldri og yngri hlutans. Þá hafa verið forstofubyggingar austanvið og bakatil og húsið forskalað* með skeljasandsmúr. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en einnig verið í því ýmis starfsemi samhliða. Nú eru íbúðir á efri og neðri hæð hússins en í vesturhlutanum er skrifstofa Happdrættis SÍBS. Þessi mynd er tekin 11.febrúar 2007.
*Múrhúðuð timburhús eru sögð vera forsköluð. Er nokkuð viss um að orðið komi úr dönsku eða einhverju norrænu máli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2009 | 19:38
Mikil átök
Flestir kannast við að vera búnir að púla í ræktinni eða löngu hlaupi eða boltaleik að þá er alveg nauðsynlegt að svala þorstanum. Segjum sem svo að þú sért búin(n) að taka vel á því og þambar hálfan líter af ísköldu vatni í einum rykk. Mjög kalt vatn úr krana er kannski 7°C og gefum okkur að það sé hitastig vatnsins. Sennilega kemur það mörgum á óvart að líklega fer mun meiri orka í vatnsdrykkjuna en æfinguna sjálfa .
Lítum aðeins á málið: Líkaminn þarf að hita vatnið upp í 37°C eða um 30 stig. Vatn hefur eðlisvarman 4,184J/g °C (eða það þarf 4,184 Joule til að auka hitastig 1g af vatni um 1°C; þessi stærð kallast hitaeining eða kaloría.) Til þess að hita þennan hálfa lítra af vatni um 30 gráður þarftu 4,184J/g°C * 30°C * 500g = 62760J. Setjum þetta í samhengi við stöðuorku, U=mgh. Setjum 50 kg í jöfnuna. 62760= 50kg*9,82M/s²*x. x=62760/491=127,82m. Með öðrum orðum, þetta er sambærileg orka og þarf til að lyfta 50kg um 128m. Það þýðir m.ö.o. að svipuð orka fer í að hita vatnið eins og að bera stóran sementspoka upp á 25.hæð í háhýsi !
ps. þetta dæmi er að sjálfsögðu mikil einföldun á raunveruleikanum, en gefur ákveðna vísbendingu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2009 | 11:53
Hús dagsins: Hafnarstræti 90
Hafnarstræti 90 var reist 1898 fyrir Kaupfélag Eyfirðinga. Ekki er mér kunnugt um hver var byggingarmeistari. Hafði félagið þar sínar skrifstofur allt þar til það fluttist í stórhýsi sitt rétt ofan og hinu megin Hafnarstrætisins 1930. Upprunalega var þetta hús mikið minna og látlausara, einlyft með risi og líkast til eitthvað mjórra en nú, en nú er grunnflötur hússins svo til ferningslaga. Líklegast hefur húsinu verið breytt smátt og smátt í núverandi horf; eftir því sem efni og aðstæður gáfu tilefni til. Kvistskraut á framhlið er undir sterkum áhrifum frá Sveitserhúsum sem voru vinsæl meðal efnamanna í upphafi 20.aldar. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu í þá 11 áratugi sem það hefur staðið, skrifstofur, verslanir og ýmis konar þjónusta og íbúðir á efri hæð. Framsóknarflokkurinn hafði um tíma aðsetur í húsinu. Nú er rekin þarna antikbúðin Frúin í Hamborg á neðri hæð en íbúð er á þeirri efri. Þessi mynd er tekin í apríl 2006 og er húsið óbreytt frá því nema hvað að nú er það gult að lit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2009 | 22:39
Svipmyndir af Súlum
Einhverra hluta vegna á ég þónokkuð safn af myndum af Súlum eða Ytrisúlu. Enda afbragðs myndefni þar á ferð, hvort sem er vetur, sumar, vor eða haust. Hér koma nokkrar Súlumyndir.
Efsta mynd t.v. er tekin 5.mars 2006 við Drekagil 28, næsta mynd er tekin af Höfðanum við Kirkjugarð Akureyrar á miðnætti 19.júní s.á., næsta mynd er tekin ofarlega norðvestast á Súlumýrum 29.júlí og þá berum við niður við Skíðastaði í Hlíðarfjalli, 17.desember. Þá er mynd tekin 31.mars 2007 austast á Súlumýrum, næsta mynd er tekin kl. 4 að nóttu 24.júní s.á. uppi á brekkunni, Akureyri. Neðsta myndin er tekin 4.júlí 2009 frá Glerárstíflu og í forgrunni eru Borgir, Rannsóknahús Háskólans á Akureyri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 10
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 329
- Frá upphafi: 450613
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 244
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar