6.12.2009 | 18:53
Risarnir á Glerárdal
Tvö hæstu fjöll á Norðurlandi liggja á sama svæðinu framarlega á Glerárdal. Eru þessi fjöll raunar sláandi lík í útliti frá vissum sjónarhornum, með þverhnípt hamrabelti og flata að ofan. Þetta eru fjöllin Kerling og Tröllafjall. Mér skilst að fyrr á tímum hafi menn verið alls ósammála um hvort fjallið væri hærra, en Kerling hefur vinninginn, 1538m y.s. á meðan Tröllafjall er 1483m. Hér að neðan má sjá Tröllafjallið. Í fjallinu má vel sjá mismunandi hraunlög og skilin milli þeirra. Strýtulagaði tindurinn framan við fjallið kallast Tröllahyrna en heiðin neðan fjallsins mun kallast Tröllaskeið. Myndin er tekin 15.júlí 2006 neðan við Súlur.
Á hinni myndinni sem einnig er tekin 2006, þann 6.maí sést hinsvegar Kerling í öllu sínu veldi.
Hér er horft frá Akureyri, nánar tiltekið Giljahverfi. Norðvesturstall Súlumýra ber þarna í Kerlinguna. Ljósastaurinn ber í tind sem kallast Lambárdalsöxl. Um Kerlingu hef ég áður fjallað nokkuð ítarlega og er sú færsla hér.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2009 | 19:32
Hús dagsins: Lækjargata 3

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2009 | 18:06
Hús dagsins: Aðalstræti 15
Aðalstræti 15 reisti Sigtryggur Jóhannesson timburmeistari fyrir Magnús Kristjánsson árið 1903. Var húsið reist á uppfyllingu sem fengin var úr brekkunni ofan við götuna. Byggingargerð hússins er nokkuð sérstök, en það er plankabyggt. Húsið mun þannig byggt úr viðarplönkum, sem er hlaðið upp líkt og múrsteinahleðsla. Þetta hús var ef ég man rétt bárujárnsklætt þar til fyrir fáum árum, en nú er það klætt panel með kögruðum skrautlistum undir gluggum. Þeir munu hafa haldið sér frá upphafi. Húsið mun alla tíð hafa verið vel við haldið og talið einstaklega vel viðað. Nú eru að ég held tvær íbúðir í húsinu, ein á hvorri hæð. Þessi mynd er tekin í mars 2007. Næsta hús við hliðina, Aðalstræti 13, sem hér sést vinstra megin við 15, skemmdist töluvert í bruna sl. sumar. Af því húsi er það að frétta að endurbætur eru í gangi á því og virðist þeim miða vel áfram.
Bloggar | Breytt 5.12.2009 kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 21:15
Hús dagsins: Hafnarstræti 3

Bloggar | Breytt 3.12.2009 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 18:34
Afrek er afstætt hugtak
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 18:03
Hús dagsins: Hafnarstræti 20; Höepfnershús
Hin eiginlega Akureyri var upprunalega lítil eyri neðan Búðargils. Fyrir þá sem ekki þekkja Búðargil þá skal til glöggvunar nefnt að ísbúðin Brynja sem allir landsmenn þekkja stendur neðan við Búðargils. Eyrin hefur fyrir löngu verið umkringd af landfyllingum. En á þessum stað standa tvö vegleg timburhús frá fyrri hluta 20.aldar, Thulíníusarhús nr. 18 (byggt 1902) og húsið á myndinni hér til hliðar Höepfnershús. En húsið byggði Carl Johan Höepfner, danskur kaupmaður árið 1911. Húsið mun byggt eftir dönskum teikningum enda þykir það sýna dönsk einkenni. Húsið er eitt af seinustu stórhýsum "timburaldar" á Akureyri en á þessum tíma var steinsteypan að ryðja sér æ meira til rúms. Verslað var á neðri hæð en efri hæðir nýttar undir íbúðir, skrifstofur. KEA eignaðist síðar húsið og þarna var rekin lítil verslun sem mig minnir að hafi kallast Kirnan. Mér þótti alltaf spennandi að koma við í þeirri sjoppu. Þarna fékk ég eitt sinn það besta kex sem ég hef smakkað. Ég sá það hvergi annars staðar og ekki sá ég það heldur aftur þarna. Ekki man ég hvað það hét, en kexið var nær eiginlega nær því að vera gegnheil súkkulaðiplata með kexi neðan á. Verslun þessi leið undir lok um 1993 en þar á eftir var rekin gæludýraverslun í verslunarrýminu til 2005. Nú er húsið að ég held allt notað sem gistiheimili, en efri hæðir hafa verið nýttar undir slíkt eitthvað lengur. Þessi mynd er tekin í mars 2007.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2009 | 19:04
Hús dagsins: Minjasafnskirkjan

Bloggar | Breytt 23.11.2009 kl. 16:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.11.2009 | 19:29
Hús dagsins: Akureyrarkirkja
Í dag tek ég fyrir eitt helsta kennileiti Akureyrar, Akureyrarkirkju en hún stendur á einkar áberandi stað ofan Grófargils og sést langt að. Turnarnir eru tveir og snúa í norðaustur. En Akureyrarkirkju var reist árið 1940 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Turnarnir eru um 28m háir og að öllum líkindum hefur þetta verið hæsta bygging Akureyrar á þeim tíma. Raunar eru fáar hærri byggingar í bænum í dag. Kirkjan er steinsteypt og klædd skeljasandi og rúmar um 500 manns í sæti. Allir gluggar í skipi og kór eru steindir og einn þeirra á sér merkilega sögu en hann er fenginn úr dómkirkjunni í Coventry á Englandi eftir að hún eyðilagðist í loftárás í seinni heimstyrjöld, 1943. Um 1990 var reist safnaðarheimili við kirkjuna neðanjarðar og lengi vel var tyrft yfir það þannig að það var einna líkast því að gluggar þess væru á brekkunni sjálfri. Því var hins vegar breytt við endubætur á brekkunni og aðkomunni sunnan megin.
Ekki er hægt að fjalla um Akureyrarkirkju án þess að minnast á tröppurnar mörgu sem liggja upp að henni frá horni Kaupangshorni og Hafnarstrætis. Menn eru ekki sammála um hversu margar þær eru en ég hef oft talið þær og yfirleitt hef ég fengið út töluna 110. Einhvern tíma datt mér reyndar í hug að einfaldast væri að telja bara hjallana og telja tröppurnar í einum og margfalda svo fjöldan. En það er ekki svo einfalt, því tröppurnar eru mismargar í hverjum hjalli, á bilinu 9-11. Það sem getur aftur á móti ruglað menn varðandi fjöldi trappana eru aðrar tröppur við anddyri Hótel Kea, neðan við hinar eiginlegu kirkjutröppur. Þær eru ef ég man rétt sex, þ.a. ef við teljum þær með eru tröppurnar orðnar 116. Mæli ég eindregið með léttu skokki upp kirkjutröppurnar. Myndirnar í þessari færslu eru teknar í apríl 2006 og febrúar 2007.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2009 | 19:01
Haustlitir í Vaðlaheiði
Sl. laugardag fór ég í gönguferð um Vaðlaheiðina og að sjálfsögðu var myndavélin með í för. Heiðin og pollurinn skörtuðu sínu fegursta þrátt fyrir dumbung og haustlitirnir voru áberandi. Held ég láti myndirnar sjá um að tala sínu máli í þetta sinn og eins og fyrri daginn eru myndirnar ekkert breyttar eða "fótósjoppaðar".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2009 | 14:17
Hús dagsins: Strandgata 11b
Um daginn þegar ég var sem oftar að blaða í Sögu Akureyrar e. Jón Hjaltason rakst ég á eina mynd sem vakti athygli mína. Þar sá ég standa stórum stöfum "Vélsmiðjan Mars" á húsi sem ég hélt raunar að væri miklu yngra en það er í raun ( myndin var frá ca 1930 ). Vakti þetta sérstaka athygli mína þar sem daginn áður hafði ég fullyrt hérna á síðunni að þessi sama vélsmiðja hefði verið í öðru húsi á sömu lóð og leiðrétti ég það tafarlaust. En húsið sem um ræðir er raunar efni í sér pistil. En Óskar Sigurgeirsson vélvirki reisti Strandgötu 11b árið 1915 og starfrækti þar vélsmiðju sína Mars um árabil, sennilega fram yfir 1940. Var þetta fyrsta vélsmiðjan á Akureyri en hún mun síðar hafa runnið inní Vélsmiðjuna Odda. Hún var starfandi fram til um 1990 í Strandgötu 49, Gránufélagshúsunum. Þetta hús hefur alla tíð verið iðnaðar- og verslunarhúsnæði seinna meir, þarna var lengi vel Gúmmíviðgerðarverkstæði KEA og fiskbúð var þarna starfrækt í suðurenda ( næst á mynd ) áratugina 1980-2000. Fiskbúðin hætti rekstri að mig minnir 2002 eða 3 og þar með varð Akureyri fiskbúðarlaus bær. Úr því rættist þó í fyrrahaust þegar fiskbúðin Heimur Hafsins var opnuð við Tryggvabraut. Nú er þarna innréttingasprautunarverkstæði.
Þetta hús virðist traustlegt og vel við haldið en nokkuð hefur verið byggt við það, m.a. tvílyft bygging að norðanverðu, sést í gaflinn á myndinni. Þá gæti ég trúað að syðri hlutinn með stóra verslunarglugganum sé seinni tíma viðbygging. En húsið er að öðru leyti lítið breytt frá fyrstu gerð og sums staðar eru upprunalegir gluggar, sem sjá á neðri mynd með þessari færslu. Eitthvað hef ég haft veður af því að flestöll hús á þessum reit, sk. Sjallareit sem afmarkast af Strandgötu, Glerárgötu, Gránufélagsgötu og Geislagötu eigi að víkja. Þó þetta hús sé lágreist og láti ekki mikið yfir er þetta þó nokkuð merkilegt. Þetta er með elstu steinsteypuhúsum Akureyrar og með elsta iðnaðarhúsnæði í bænum sem enn er í notkun og aukinheldur fyrsta vélsmiðjan á Akureyri. Það yrði því eflaust mikil eftirsjá af því ef þetta hús yrði rifið og ætti þessi bygging frekar að geta orðið til mikillar prýði ef það yrði gert upp á svipaðan hátt og næstu hús. Hér að neðan t.h. má sjá gamla bogadregna glugga með upprunalegum póstum og einföldu gleri. Myndirnar með þessari færslu tók ég núna rétt fyrir hádegi í dag, 13.nóvember 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 93
- Sl. sólarhring: 166
- Sl. viku: 412
- Frá upphafi: 450696
Annað
- Innlit í dag: 71
- Innlit sl. viku: 306
- Gestir í dag: 70
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar