30.12.2015 | 08:40
Húsaanáll 2015
Í fyrrahaust tók ég upp á því að taka skipulega fyrir eldri götur bæjarins, hús fyrir hús, og hélt uppteknum hætti þetta árið. Fyrstu mánuði ársins einbeitti ég mér að götum á Oddeyrinni, byggðum á 4.áratug sl. aldar. Fyrsta "Hús dagsins" á árinu 2015 birtist þann 2.janúar á slaginu klukkan 11. (Þess má geta að þessir pistlar birtast yfirleitt ekki um leið og þeir eru skrifaðir. Yfirleitt hef ég þegar "for-ritað" þá í ritvinnslu og færi þá hingað inn fullskrifaða. Síðan læt ég líða nokkrar klukkustundir eða sólarhring og fer þá yfir m.t.t. málfars og ásláttarvillna. Þennan háttinn hef ég haft sl. 2 ár eða svo og sá sem rennir yfir pistlana síðustu 6 árin gæti mögulega greint aukinn metnað hjá höfundi í þeirri viðleitni að vanda til verka).
Fyrsta greinin var um Eiðsvallagötu 22. (1930). Birt 2.jan.
Eiðsvallagata 24 (1930) Birt 4.jan.
Eiðsvallagata 26 (1931) Birt 7.jan.
Eiðsvallagata 28 (1946) Birt 10.jan.
Eiðsvallagata 32 (1949) Birt 11.jan.
Í þessum skrifum leiðir ævinlega eitt af öðru. Ég ákvað að taka fyrir flest þau íbúðarhús á Oddeyrinni, sem
a) standa á reitnum sem afmarkast af Eiðsvallagötu í suðri og Eyrarvegi í norðri
b) eru byggð fyrir árið 1940 (yngri hús á könnunarsvæði fá vitanlega að fljóta með)
Næst á dagskrá var Norðurgatan að Eyrarvegi:
Norðurgata 28 (1924) Birt 17.jan.
Norðurgata 30 (1923) Birt 20.jan
Norðurgata 32 (1930) Birt 23.jan
Norðurgata 34 (1930) Birt 26.jan
Norðurgata 35 (1939) Birt 30.jan
Norðurgata 36 (1930) Birt 31.jan
Norðurgata 37 (1933) Birt 7.feb
Norðurgata 38 (1929) Birt 8.feb
Norðurgata 40 (1946) Birt 14.feb
Og ekki var hægt annað en að taka fyrir næstu tvær götur neðan við. Ég fór í myndagöngutúra um Ránargötu og Ægisgötu nokkra vetrardaga í froststillu þ. 31.jan en í hláku og sunnanátt 8. og 15.febrúar. Ein ófrávíkjanleg regla í þessu er sú að tilgreina ALLTAF dagsetningu mynda sem ég birti með færslunum. Þannig verða þessar myndir ekki aðeins heimildir um húsinu heldur einnig veðurfar!
Ránargata 1 (1931) Birt 20.feb
Ránargata 3 (1931) Birt 24.feb
Ránargata 4 (1932) Birt 3.mars
Ránargata 5 (1933) Birt 6.mars
Ránargata 6 (1932) Birt 8.mars
Ránargata 7 (1934) Birt 11.mars
Ránargata 9 (1934) Birt 15.mars
Ránargata 10 (1950) Birt 17.mars
Ránargata 11 (1971) Birt 20.mars
Ránargata 12 (1946) Birt 25.mars
Ránargata 14 (1985) Birt 28.mars
Við neðanverða Ægisgötu er mjög skemmtileg húsaröð eftir Tryggva Jónatansson...
Ægisgata 1 (1939) 4.apríl
Ægisgata 2 (1936) 7.apríl
Ægisgata 3 (1939) 10.apríl
Ægisgata 4 (1936) 13.apríl
Ægisgata 5 (1939) 15.apríl
Ægisgata 6 (1937) 17.apríl
Ægisgata 7 (1939) 18.apríl
Ægisgata 8 (1936) 19.apríl
Ægisgata 10 (1937) 20.apríl
Ægisgata 11 (1937) 21.apríl
Ægisgata 12 (1936) 22.apríl
Ægisgata 13 (1937) 23.apríl
Eins og sjá má "dældi ég út" pistlunum um Ægisgötuna vikuna 17.- 23.apríl. Þar má nefna að flestir þessa pistla voru löngu tilbúnir en þennan vetrarpart tók ég upp á því að skrifa aðeins á afmörkuðum tíma- líkt og margir rithöfundar venja sig á. Allir pistlarnir um Ægisgötu og Ránargötu eru nefnilega skrifaðir á sama tíma vikunnar í lok febrúar og mars! Nánar tiltekið: Allar greinarnar um Ægisgötu og Ránargötu eru skrifaðar milli kl 22 og 02 á nokkrum laugardagskvöldum síðari hluta febrúar og í mars, í öll skipti undir ljúfum tónum Næturvaktarinnar á Rás 2, í umsjón Guðna Más Henningssonar.
Með vorinu færði ég mig af Eyrinni og út í Glerárþorp og inn í Innbæ.
Kristnes í Glerárþorpi (1932) 3.maí
Aðalstræti 66 (1843) 18.maí
Aðalstræti 12 (1958) 9.júní
Eyri í Sandgerðisbót, Glerárþorpi (1927) 12.júní
Þann 25.júní voru liðin 6 ár frá því ég hóf að birta myndir og fabúlera um gömul hús hér á síðunni. Þann dag var hið 156 ára Gamla Apótek við Aðalstræti 4 kippt af grunni sínum og gerði ég því að sjálfsögðu skil hér. Þess má geta að húsið var flutt aftur á nýjar undirstöður þ. 13.október.
Segja má að hásumarið hafi verið helgað gömlum býlum á Brekkunni eða húsum sem eru umtalsvert eldri en nærliggjandi byggð. Þann 19.júní sl. var haldið upp á 100 ára kosningaréttar kvenna og að því tilefni var blásið til mikils fagnaðar í Lystigarðinum. Á leiðinni þangað myndaði ég tvö gömul grasbýli við Þórunnarstrætið:
Þórunnarstræti 97 (1926) 29.júní
Þórunnarstræti 89 (1927) 1.júlí
Yfirleitt er því þannig háttað hjá mér- að fyrst mynda ég hús- svo kíki ég á Héraðskjalasafn, timarit.is eða Landupplýsingakerfi og svo hefjast skriftir. Daginn sem ég birti færsluna um Þ97 lagði ég upp í göngutúr um Brekkuna, upp í Byggðirnar og niður Byggðaveg en þar myndaði ég eftirtalin hús:
Goðabyggð 7 (Vesturgata 9; Silfrastaðir) (1935) 8.júlí
Ásabyggð 16 (Vesturgata 13) (1935) 14.júlí
Þann 15.júlí átti ég leið upp í Lundahverfið. Á leiðinni niður á Eyri myndaði ég hús við Oddagötu auk Melshúsa og Þrúðvangs:
Hrafnagilsstræti 27 (Þrúðvangur) (1935) 20.júlí
Byggðavegur 142 (fyrrum íb.hús við Gefjun) (1898) 23.júlí
Ytra Melshús; Oddagata 3b (1905) og
Syðra Melshús; Gilsbakkavegur (1906) 26.júlí
Í ágúst tók ég fyrir elstu húsin við Fjólugötu á Oddeyri:
Fjólugata 1 (1933) birt 4.ágúst
Fjólugata 2 (1932) birt 8.ágúst
Fjólugata 3 (1933)birt 11.ágúst
Fjólugata 4 (1932)birt 14.ágúst
Fjólugata 5 (1933) birt 15.ágúst
Fjólugata 6 (1933) birt 18.ágúst
Fjólugata 7 (1934)birt 22.ágúst
Fjólugata 8 (1933) birt 23.ágúst
Fjólugata 9 (1934) birt 25.ágúst
Fjólugata 10 (1933) birt 29.ágúst
Í september var það síðan Laxagatan á ofanverðri Oddeyri:
Gránufélagsgata 7 (1912) 6.sept.
Laxagata 2 (1932) birt 13.sept.2015
Laxagata 3 (1933) birt 15.sept 2015
Laxagata 4 (1932) birt 17.sept 2015
Laxagata 5 (1933) birt 21.sept. 2015
Laxagata 7 (1943) birt 23.sept 2015
Laxagata 8 (1935) birt 26.9.2015
...inni í Innbæ stendur svo eitt hús sem áður stóð við Laxagötuna og sjálfsagt að það fylgdi í kjölfarið
Aðalstræti (1929) 2.okt.
Oddagötu á neðri Brekku tók ég fyrir í október. Gilsbakkavegur er nk. "systurgata" Oddagötunnar á nefinu á milli Grófargils og Skátagils og tók ég í kjölfarið fyrir þrjú elstu hús Gilsbakkavegar.
Oddagata 1 (1927) birt 11.okt.
Oddagata 3 (1927)birt 16.okt.
Oddagata 9 (1928) birt 21.okt.
Oddagata 7 (1933) birt 24 okt
Oddagata 11 (1927) birt 28.okt
Oddagata 15 (1946) birt 1.nóv
Gilsbakkavegur 1 (1923) 4.nóv
Gilsbakkavegur 1a (1935) 10.nóv
Gilsbakkavegur 5 (1926) 13.nóv
Síðustu sex vikurnar hef ég tekið eftirfarandi hús fyrir:
Hólabraut 17 (1933) 17.nóv
Gránufélagsgata 23 (1934) 25.nóv
Gránufélagsgata 16 (1926) 29.nóv
Brekkugata 13 (1904) 6.des
Jaðar í Glerárþorpi (1915) 13.des
Aðalstræti 3; ísbúðin Brynja (1946) birt 19.des.
Ég ákvað að setja "Hús dagsins" í jólafrí fram yfir áramót en fyrsti húsapistill birtist væntanlega í fyrstu viku ársins 2016. Á nýju ári mun ég að mestu halda mig við Neðri Brekku og Miðbæ, Bjarmastígur, Brekkugata og Oddeyrargata verða líklega nokkuð í sviðsljósinu hjá mér fyrstu mánuði nýs árs. Hvenær ég fæ endanlega nóg af þessu og set punktinn við umfjöllunina er engin leið að vita- ég sé a.m.k ekki fram á það á næstunni.
En svona lítur tölfræði ársins út.
Árið 2015 skrifaði ég um 87 hús.
Meðalaldur þeirra var tæp 83 ár en það rímar ágætlega við þá staðreynd að flest húsanna voru byggð 1933 (12hús) og 1932 ( 8 hús ). Langflest "Húsa dagsins" voru byggð á bilinu 1927 til 1946.
(Vitaskuld er fyrirvari á byggingarárum og skal þessari tölfræði ekki tekið sem heilögum vísindum- hún er aðeins til glöggvunar og gamans. Þess má geta, að sé byggingarleyfi húsa getið síðla hausts (okt-des) í fundargerðum Bygginganefndar, reikna ég byggingarár sem næsta ár á eftir)
Lauslega áætlað gekk ég árið 2015 um 65 km um götur Akureyrar með myndavélina fyrir húsamyndatökur og þá tel ég aðeins myndatúra. Oft er ég með myndavélina meðferðis þó ég fari annarra erinda.
Að öðru leyti óska ég öllum lesendum gleðilegs nýs árs og þakka innlit og góðar viðtökur á árinu. Ef þið hafið einhverjar athugasemdir við greinarnar er upplagt að senda skilaboð í Gestabók hér til hliðar, eða í pósti á hallmundsson@gmail, og svo er ég auðvitað á Facebook. Því miður rennur athugasemdafrestur við hverja grein út á tveimur vikum og kann ég ekki að eiga við það. Þessir pistlar eru að sjálfsögðu ekki meitlaðir í stein- það er eðli veraldarvefjarins.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 31
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 328
- Frá upphafi: 455075
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 179
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.