Hús við Ránargötu

Hér eru umfjallanir um húsin við Ránargötu. Hún er að mestu leyti byggð á bilinu 1931-55, eldri hluti götunnar sunnan Eiðsvallagötu.  

Ránargata 1 (1931)

Ránargata 2 (1932)

Ránargata 3 (1931)

Ránargata 4 (1932)

Ránargata 5 (1933)

Ránargata 6 (1932)

Ránargata 7 (1934)

Ránargata 9  (1934)

Ránargata 10 (1950)

Ránargata 11 (1971)

Ránargata 12 (1946)

Ránargata 13 (1897)

Ránargata 14 (1985)

Ránargata 16 (1948)

Ránargata 17 (1949)

Ránargata 18 (1948)

Ránargata 19 (1950)

Ránargata 20 (1949)

Ránargata 21 (1950)

Ránargata 22 (1947)

Ránargata 23 (1950)

Ránargata 24 (1951)

Ránargata 25 (1953)

Ránargata 26 (1950)

Ránargata 27 (1954)

Ránargata 28 (1952)

Ránargata 29 (1961)

Ránargata 30 (1955)

Ránargata 31 (1954)

Meðaltal byggingarára er rúmlega 1945, svo meðalaldur húsa við Ránargötu er um 76 ár árið 2021. Aldursskipting er nokkuð greinileg við Eyrarveginn, en sunnan hans eru að stórum hluta hús frá fjórða áratugnum en norðan við Eyrarveg eru flest húsin byggð á bilinu 1947-55. Svo vill til, að á horninu við Eyrarveg standa annars vegar langelsta hús og yngsta hús Ránargötunnar. Yngst er Ránargata 14, byggð 1985. Ránargata 13 byggðu Júlíus Sigurðsson bankastjóri og Ragnheiður Benediktsdóttir (systir Einars skálds og athafnamanns)árið 1897 og er þannig í hópi elstu húsa Oddeyrar. Það hús var hins vegar byggt að Hafnarstræti 107 og var flutt á núverandi stað upp úr 1950, eða á svipuðum tíma og nyrðri hluti götunnar tók að byggjast. Á fyrri hluta 20. aldar var ysti hluti Hafnarstrætis skipaður veglegum timburhúsum, sem flest viku fyrir stórhýsum síðar á öldinni. Ránargata 13 er hið eina af þessum húsum, sem ekki er horfið af yfirborði jarðar, því til allrar hamingju var það flutt hingað er það vék fyrir Útvegsbankahúsinu. Ætíð æskilegra, að hús séu flutt sé þess nokkur kostur, verði ekki hjá því komist að þau víki, heldur en að þau séu rifin.

Ránargata er tæpir 400m á lengd.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsta húsið er það fallegasta, nr.13. Spurning af hverju svo lítið er byggt að fallegum húsum núorðið.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 2.11.2021 kl. 16:39

2 identicon

Sæll aftur. Veit að þetta kemur húsum ekki við nema óbeint, en ég get ekki stillt mig um að spyrja þig: Hvað finnst þér um fyrirhugað bann við lausagöngu katta á Akureyri? Er enginn músagangur í görðum hjá ykkur? Þá gæti nú verið ágætt að hafa ketti sem eru ekki bara gæludýr inni. - Þekkti fólk sem bjó í timburhúsi í Mosó, þau fengu sér kisu vegna músagangs, og hún hafði nóg að gera. Það lágu oft 1-2-3 mýs úti á hlaði á morgnana eftir næturvinnu kisu.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 10:10

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð

Það er umhugsunarvert. Kannski þykir byggingarlag eldri - og fallegra- húsa á borð við Ránargötu 13 þykir ekki hagkvæmt í dag, nú vilja menn leitast við að byggja sem hæst og nýta plássið sem best, oft á kostnað fagurfræðinnar (það eru líka til falleg stórhýsi, svo því sé haldið til haga). Svo koma eflaust til einhverjar verkfræðilegar eða praktískar ástæður. Þetta er auðvitað svipað og með bílana; Amerísku "kaggarnir" frá miðri 20. öld þykja ansi flottir en engum framleiðanda dettur í hug að framleiða nákvæmlega eins útlítandi gripi nú- en þar koma líka til bein öryggissjónarmið og eldsneytissparnaður.

Ég set spurningarmerki við þetta bann við lausagöngu katta. Er einhver möguleiki að fylgja þessu eftir, er til mannskapur (og peningur fyrir umræddum mannskap) til þess að elta uppi lausa ketti (?). Auðvitað er óþolandi þegar kettir gera þarfir sínar í sandkassa barna og hvimleitt þegar þeir slæðast inn í röng hús. En það er músagangur svo sannarlega líka. Held að kettir séu nefnilega mun stórtækari meindýraeyðar en menn gera sér grein fyrir. Jú, þeir drepa smáfugla líka og það svíður mörgum. En þetta bann bjargar þeim ekki frá ránfuglum. Sé ekki hvernig þetta á að ganga upp, þó ég skilji vel og taki jafnvel undir mörg sjónarmið sem mæla með þessu.

Arnór. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 3.11.2021 kl. 14:04

4 identicon

Sammála þér. Fór til Rómar árið 2000. Þar var sögð athyglisverð saga. Mikið er af villiköttum þar, og einhvern tímann á seinni hluta 20.aldar gerði borgarstjórnin átak í því að fækka þeim. Afleiðingin var stóraukin rottuplága. Rómverjar sáu að langskynsamlegast var að láta villikettina í friði, þá sáu þeir um rottueyðinguna. 

Ég er í Miðborgarhópnum á Fb, og þar er mikið um auglýsingar eftir týndum köttum, en líka fundnum, en oftast komast þeir heim, þökk sé Fb.

Krummi tekur unga smáfugla, og ég hef líka séð sílamáf gera tilraun til að veiða fullorðinn stara. En sá litli var klókur, reyndi ekki að komast undan á flugi, heldur hljóp undir runna, og þar náði máfurinn honum ekki. 

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 15:41

5 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, náttúran sér oftast um það, að halda jafnvægi milli dýrategunda, sbr. villikettina og mýs/rottur. Og sama á svosem við um fuglana.

Arnór Bliki Hallmundsson, 4.11.2021 kl. 16:20

6 identicon

Sæll enn. Ég var hissa á því að bæjarstjórnin skyldi taka þessa ákvörðun um kattahald þegar svo stutt er til bæjarstj.kosninga. En einhver á Fb gaf í skyn að þetta væri útspekúlerað; að draga athyglina frá umdeildum skipulagstillögum með því að fá bæjarbúa til að rífast um kisur.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.11.2021 kl. 12:36

7 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, þessi aðferðarfræði er vel þekkt, stundum kölluð smjörklípuaðferðin, en hvort það sé tilfellið hér kann ég ekki að fullyrða um. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 5.11.2021 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 286
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband