24.1.2011 | 00:49
Hús dagsins: Fálkafell á Súlumýrum
Í síðustu færslu vorum við stödd í miðbæ Akureyrar við Amaróhúsið en nú bregðum við okkur uppá fjöll ef svo mætti að orði að komast- en þó aðeins 6km frá Miðbænum- uppá norðausturbrún Súlumýra ofan Akureyrar. En þar stendur valinkunnur skátaskáli, Fálkafell, í u.þ.b. 370m hæð y.s. Skálann byggðu skátaflokkurinn Fálkar árið 1932 og er til saga um hvernig skálastæðið var valið, sjá Tryggva Þorsteinsson 1973. Þannig var að flokkurinn var á göngu í júní 1932 um fjalllendið ofan Akureyrar. ( En þess má geta að fyrir tæpum 80 árum var staðurinn þar sem nú er Akureyrarlaug nokkurn vegin við þéttbýlismörkin og það svæði sem nú er þekkt sem Suðurbrekkan uppí sveit og þar sem nú eru efstu hlutar Lundahverfis h.u.b. uppi á öræfum.) Þeir munu hafa villst í þoku en rambað allt í einu á það sem þeir héldu að væri hús en reyndist gríðarstórt grettistak, aflangur jarðfastur steinn. Þá létti loks til og þvílíkt útsýni! Þeir ákváðu að lengra skyldi ekki leitað enda er skálastæðið á einstaklega góðum stað útsýnislega séð og einnig sést skálinn allstaðar frá Akureyri og er áberandi þegar kvöldsólin glampar á hann. Enda þótt byggingarárið sé sagt 1932 þá fékk skálinn ekki núverandi útlit fyrr en uppúr 1980. Ekki er gott að segja úr hverju skálinn er byggður- en trúlega er nærtækast að kalla hann timburhús. Eitthvað af veggjum er steyptur en mikill hluti forskalaður og einhvern tíma sá ég örugglega bárujárn inn undir múrklæðningu. Upprunalega voru útveggir torfhlaðnir. Skálinn hefur oft verið breytt og stækkaður, bæði að innan sem utan, fyrst 1942 þegar hann var breikkaður og torfveggir rifnir, um tuttugu árum síðar var hann líklega lengdur til vesturs. Öðrum tuttugu árum síðar, skömmu eftir 1980 var síðan einlyfta forstofubyggingin reist, en þá var skálinn allur tekinn í gegn og m.a. sett í hann miðstöðvarkynding. Áður voru tvær kolavélar uppi og niðri en nú er einn miðstöðvarketill, "kabyssa" á neðri hæð. Upprunalega var þessi skáli aðeins reistur fyrir í mesta lagi 10 manna flokk en nú komast alltað 30 manna skátasveitir þarna auðveldlega fyrir. Leiðin uppí Fálkafell hefur styst þó nokkuð gegn um tíðina. Framanaf var ævinlega mætt við Sundlaugina, rétt ofan við miðbæinn og gengið, oftar en ekki í kafsnjó og hríðarbyl uppeftir en þessi leið er sem áður segir um 6km. Um tíma mun hafa verið mætt við afleggjara Súluvegar þar sem Möl og Sandur (nú BM Vallá) hefur aðsetur en nú er haldið af stað frá borholuskúrum Norðurorku við mynni Glerárdals, rétt utan við Öskuhaugana. Er það rúmlega kílómeters leið, en brött á köflum en getur verið ansi löng fyrir óvana, unga menn með " hálfa búslóðina" bakpoka, kannski í mittisdjúpum snjó og 20metrum á sekúndu. Fálkafell er eins og margir segja "ekta útileguskáli" en í húsinu eru hvorki rafmagn eða rennandi vatn en ég hef bæði heyrt og tekið þátt í mörgum umræðum um hvort eigi að nútímavæða húsið með öllum þægindum eða framtíð hans yfirhöfuð; hvort jafnvel eigi að byggja nýjan eða hvað. En Fálkafell er klárlega í hópi elstu fjallaskála landsins sem enn er í reglulegri notkun og sennilega elsti skátaskálinn. Ég hef einusinni deilt sögu úr einni Fálkafellsútilegu hér á síðunni. Myndin af Fálkafelli er tekin í kvöldsólinni 9.júlí 2009 en hér að neðan eru einnig myndir sem sýna hið dásamlega umhverfi og útsýni í kringum Fálkafell.
T.v. Horft af brún Súlumýra 9.7.2009 yfir Fálkafell og Akureyri, nánar tiltekið Lundarhverfi, Suðurbrekku og hluta Glerárþorps. Brekkan þar sem myndin er tekin er há og hæfilega brött rennslisbrekka fyrir sleða eða hvers kyns rennslisbúnað og er óspart nýtt sem slík í skátaútilegum. Myndin hægra megin er tekin klukkan 8 að morgni þann 11.apríl 2010 út um dyrnar á Fálkafell. Kaldbakur (1167m) lengst í norðri, nær er Kræklingahlíð og Glerárhverfi.
Þessi mynd er tekin 27.nóvember 2004 og þarna er horft uppá brekkuna bakvið skálann. Þríhyrningurinn er Súlutindur og á brekkubrúninni standa tveir skátar, alveg örugglega að gera sig klára að renna sér niður. Efri myndin t.v. er einmitt tekin af þessari sömu brekkubrún.
Heimildir: Tryggvi Þorsteinsson. 1973. Varðeldasögur. Akureyri: Skjaldborg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2011 | 23:53
Hús dagsins: Hafnarstræti 99-101; Amaróhúsið
Í fyrirsögninni segi ég 99-101 en raunar er það mestmegnis sá hluti sem telst 99 sem sést á myndinni. En á þessum lóðum stóðu lengi tvö hús, timburhús byggð um aldamótin sem nú eru eðlilega löngu horfin. Því þetta hús er orðið hálfrar aldar gamalt, byggt árið 1960 af athafnamanninum Skarphéðni Ásgeirssyni. Þarna hefur frá upphafi verið starfrækt verslun undir nafninu Amaro en þetta mun hafa verið ein fínasta og veglegasta verslun í bænum og gott ef ekki á landinu öllu og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Þetta var alls herjar vöruhús- og ein fyrsta verslunarmiðstöðin eða vísir að slíkri hér á landi. Húsið er tvær álmur, steinsteypt og er önnur álman, sú nyrðri (101) fjögurra hæða en sú syðri (99) er sex hæðir og nær uppá brekkubrún þar sem ganga má yfir í næstu byggingu Hafnarstræti 97 (Krónan) og út á Gilsbakkaveg. En í Amarohúsinu er alls konar starfsemi, verslunarmiðstöð á fyrstu hæð, sjónvarpsstöðin N4, Heilsugæslan og allskonar skrifstofur og atvinnustarfsemi. Þessi mynd er tekin 23.10. 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2011 | 19:28
Eyjafjörður í vetrarskrúða 16.1.2011
Átti leið um Stóra Eyjafjarðarhingin í dag og tók þá þessar myndir, en sveitin skartaði sínu fegursta í heiðskíru veðri og um 8 stiga frosti. Hér eru nokkrar myndir- og ætla ég ekki að hafa pistilin um þær lengri- enda segir hver mynd meira en 1000.
Myndin til vinstri er tekin skammt norðan við Kálfagerði. Horft til norðurs út fjörðinn. Tindurinn Jómfrú (1312m) ber hæst t.v. en þá koma Þríklakkar (1371m), Bóndi (1361m) og til hægri eru síðan Súlurnar, Syðri (1213m) og Ytri (1170m). Bungan yst, neðan Ytrisúlu kallast Stóristallur en hann halda margir sem eiga leið á Súlur í fyrsta skipti vera Súlutind en hann er einn margra "falskra" hátinda á leiðinni á Súlur. Til hægri er horft til suðurs eða fram skammt frá Litla-Hamri. Mér skilst að ekki séu menn á einu máli um nafn á þessu glæsilega fjalli, hvort það heiti Möðruvallafjall (sem er það nafn sem ég hef vanist) eða Öxnafell. En alltént minnir mig að ég hafi á einhverju korti séð hæðartöluna 1023m fyrir þetta fjall.
Hann er vissulega stuttur sólargangurinn, en þó klukkan sé aðeins þrjú síðdegis þegar myndin að ofan er tekin er tunglið að gægjast upp fyrir snævi þakið Staðarbyggðarfjallið (1059m). Þekki a.m.k. þrjú önnur nöfn á Staðarbyggðarfjalli, en lægsti og nyrsti hlutinn kallast Öngulsstaðaöxl, en Sigtúnafjall er það einnig nefnt og Uppsalahnjúkur en það tel ég líklegast að sé hnjúkurinn beint undir tunglinu á þessari mynd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.1.2011 | 00:26
Vetur á Akureyri
Veturinn hefur svo sannarlega minnt á sig hér norðan heiða. Hnédjúpur jafnfallinn snjór og á köflum mittisdjúpir skaflar og á bílastæðum eru fjallháir ruðningar. Á þrettándanum kom alvöru hvellur, stórhríð og skafrenningur, svo vart sá milli húsa og það stóð hann óvenju lengi; það var byrjað að hvessa strax á miðvikudagskvöld og allan fimmtudaginn var fjúk og skafrenningur. Það var samt bara forsmekkurinn af ósköpunum sem gengu yfir seinnipartinn og um miðnæturbil ætlaði allt um koll að keyra. Það lægði frekar með föstudagsnóttinni en hvasst var lengst af á föstudeginum. Þetta var semsagt ALVÖRU VEÐUR! Enda skyldi þetta eitthvað eftir sig af snjó. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók í gær af afrakstri stórhríðarinnar.
T.v. Strætó á Glerárgötu að beygja inn í Miðbæ. Grenitrén á Eiðsvelli á Oddeyri eiga fullt í fangi með fannfergið.
Annar strætisvagn á leiðinni norður Glerárgötu, til móts við hinn víðfræga skemmtistað Sjallann. Gönguljósin og strætóinn sýna glöggt hæðina á ruðningunum. Á myndinni t.h. er stórvirk vinnuvél að ljúka við ruðning göngugötunnar í Hafnarstræti.
Þannig að hér er nóg af snjónum sem er svo sannarlega hið besta mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2011 | 18:31
Hús dagsins: Aðalstræti 74
Aðalstræti 74 eru í raun tvö sambyggð hús. Er þetta timburhús á lágum steinkjallara. Suðurhlutinn er einlyftur með háu risi og snýr N-S en norðurhlutinn er tvílyftur með lágu risi og snýr A-V. Flatur kvistur í kverkinni milli álmanna er sennilega seinni tíma viðbót. Þá gengur einlyft skúrbygging suður úr húsinu. En húsið reistu þeir Jón Sigurðsson (syðri hlutann) og Tryggvi Gunnarsson (nyrðri hlutann). Syðra húsið var reist 1857 en nyrðra húsið gæti verið eitthvað yngra. Skafti Jósepsson eignaðist allt húsið fyrir 1875 og rak prentsmiðju í syðri hlutanum og bjó í þeim nyrðri. Var húsið lengi vel kallað Skaftahús eftir honum. Þarna gaf hann út m.a. blaðið Norðling á 8. og 9. áratug 19.aldar. Margir hafa búið í þessu þessa hálfu öðru öld. Þar á meðal Tryggvi Emilsson rithöfundur mun t.d. hafa búið þarna um 1920-30 við þröngan kost- enda voru bjuggu tvær fjölskyldur á efri hæðinni einni. Nú er húsið líkast til parhús. Á framhliðinni má sjá þrjár mismunandi gerðir gluggapósta- þverpósta á suðurhluta og T-pósta á norðurhluta og sexrúðupóstur er á kvisti. Þessi mynd er tekin 23.okt 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 14:43
Hús dagsins: Lækjargata 2, 2a og 2b.
Fyrsti húsapistillinn á nýju ári 2011 fjallar um þrjú lágreist hús á horni Lækjargötu og Aðalstræti og teljast þau standa á lóð nr.2 við Lækjargötu. Þau eru semsagt neðst í Lækjargötunni, neðst í Búðargili eða Lækjargili eins og það er líka kallað. Elst þessara húsa er nr. 2a, og er það eitt af allra elstu húsum Akureyrar. Er það til vinstri á myndinni, gult með rauðu þaki. Það mun reist um 1840 af Margréti Thorarensen. Er það einlyft timburhús með bröttu risi, af algengri gerð timburhúsa þess tíma. Er það í stórum dráttum lítið breytt frá upphafi, en húsin Aðalstræti 6 og Lækjargata 2 voru hins vegar byggð við það síðar, hið fyrrnefnda nokkrum árum seinna. Lækjargata 2, bláa húsið fyrir miðri mynd, var hins vegar byggð löngu síðar eða 1894 af Stephan Stephanssyni en hann eignaðist Lækjargötu 2a á eftir Margréti sem bjó í húsinu til dánardags 1883. Upprunalega var húsið einlyft með háu risi ekki ósvipað 2a en nokkuð mjótt, gaflinn breiðari en langhlið sem er all sérstætt. Enda hafa húsin sennilega myndað eina heild í fyrstu, en seinna breytt í tvo eignarhluta. E.t.v. var nr.2 á sama tíma hækkað um eina hæð og fengið núverandi lag þ.e. tvílyft með lágu risi. Lækjargata 2b er einlyft, bárujárnsklætt timburhús með lágu portbyggðu risi, sem stendur bakvið nr. 2. Örmjótt sund, sennilega um 2m skilur að húsin. 2b var upprunalega hlaða, byggð skömmu fyrir 1900 en breytt í íbúðarhús um 1920. Öll þessi þrjú hús eru í dag einbýlishús og mynda þau ásamt Lækjargötu 4 og Aðalstræti 6 ansi skemmtilega heild þarna neðst í gilinu. Ekki er þetta einsleit heild heldur er hvert hús þvert á móti með sínum sérkennum- enda byggð á mismunandi tímum á 19.öld og fengið sinn skerf af stækkunum og breytingum. Allt viðhald og frágangur þessara húsa er til fyrirmyndar og mjög margir sem leggja leið sína til Akureyrar berja þessa húsatorfu augum. Hún stendur nefnilega beint á móti einni vinsælustu ísbúð landsins og einu af helsta aðdráttaröflum Akureyrar, nefnilega versluninni Brynju, sem er í Aðalstræti 3. Þessi mynd er tekin 23.október 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.1.2011 | 18:08
Gleðilegt nýtt ár. Hús ársins 2010.
Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegs nýs árs, 2011, og þakka fyrir það gamla. Þakka innlit hér og athugasemdir, það er gaman að vita til þess að einhver hefur áhuga á því sem ég hef fram að færa. Hvort heldur er umfjöllun um hús, fjöll, bíla eða bara hvað sem er.
En í tilefni áramóta þykir mér ekki úr vegi að útnefna Hús Ársins 2010 hér á síðunni. Það er í mínum huga ekki vafamál hvaða bygging ætti að hljóta þann titil. Hún var fullgerð og tekin í notkun á árinu 2010 og hefur hlotið mikla athygli. Allir hafa á þessari byggingu skoðun enda er þetta gríðarstór og áberandi bygging sem stendur á einum rótgrónasta og fjölfarnasta stað Akureyrar. Þarna hafa farið fram hver stórviðburðurinn, tónleikar, leiksýningar o.m.fl. á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá vígslu hússins 28.8. 2010. Ég er að sjálfsögðu að tala um Menningarhús okkar Akureyringa, Hof. En hér er mynd af því frá vígsludegi sl. sumar.
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2010 | 15:50
Jólakveðja
Óska ykkur öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka viðtökurnar, innlitin og athugasemdir hérna á síðuna, gaman að vita að einhverjir hafa áhuga á því sem ég hef hér fram að færa. Meðfylgjandi eru tvær jólalegar myndir frá Kaupfélagshorninu svokallaða, teknar á Vetrarsólstöðum 21.12.2010.
Gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2010 | 18:29
Fyrir og eftir; 6 mánuðum síðar
Hafnarstræti 86a hefur fengið stórglæsilega yfirhalningu á níræðis afmælisári sínu, en húsið var reist 1920 af Jóhanni Ragúels. Myndirnar eru teknar með 185 daga millibili; 19.6. og 21.12. 2010.
Að kvöldi 19.júní sl. var ég á ferðinni með myndavélina og smellti þá myndum af Hafnarstræti 86a (90) og Brekkugötu 5 (102). Þá stóðu yfir viðgerðir á báðum húsunum, annað húsið var í mjög slæmu ástandi, hafði verið yfirgefið í nokkur ár og hafði m.a. orðið fyrir tjóni af völdum vatnsleka. Nú, sex mánuðum síðar datt mér í hug að mynda sömu hús og sjá árangurinn. Að utan virðist Hafnarstræti 86a vera nánast fullklárað en eftir er að byggja það upp að innan. Rifnar voru stigabygging að aftan og óhrjálegur skúr á norðurhlið en byggðar glæsilegar svalir til suðurs. Á Brekkugötu 5 er komin ný borðaklæðning og nýir gluggar og efri hæðir virðast hýsa skrifstofur. Í báðum tilfellum hefur viðgerð húsanna tekist með sannkölluðum glæsibrag og þessi tvö hús til mikillar prýði sem aldrei fyrr.
Brekkugata 5, byggt 1908, í miðri yfirhalningu 19.júní og eftir viðgerðir 21.desember 2010.
Bloggar | Breytt 23.12.2010 kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.12.2010 | 11:48
Í felum
![]() |
Tunglmyrkvinn í beinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 31
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 294
- Frá upphafi: 450423
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 192
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar