18.5.2015 | 22:31
Hús dagsins: Aðalstræti 66
Ég minntist lítillega á þetta hús í færslu sem helguð var Aðalstræti 66a en ég tel Aðalstræti 66 verðskulda meiri umfjöllun hér en örfáar línur. En húsið er 172 ára gamalt eitt af elstu húsum á Akureyri, í fljótu bragði man ég aðeins eftir Lækjargötu 2a; Frökenarhúsi, Aðalstræti 52, Gamla Spítalanum og Laxdalshúsi sem eru eldri.
En Aðalstræti 66 reisti Grímur Laxdal bókbindari og veitingamaður árið 1843. Lengi vel var talið að Bertel Holm Borgen hafi reist húsið en það mun hafa verið misskilningur og segir Steindór Steindórsson (1993: 47) sýsluskjöl sanna að Grímur byggði húsið. Í upphafi var húsið einlyft með háu risi, líkt og tíðkaðist í húsbyggingum þess tíma en kvisturinn kom ekki á húsið fyrr en um 40 árum seinna. Grímur og kona hans Hlaðgerður Þórðardóttir ráku í húsinu veitingastað sem mun einn sá fyrsti á Akureyri. Auk þess var í húsinu eins konar sjúkra-gistiheimili en í skjóli þeirra Gríms og Hlaðgerðar gat fólk dvalist meðan beðið var eftir afgreiðslu héraðslæknis. Auk þessa bjó öll fjölskyldan í húsinu, sem var líklega nærri 6x8m að grunnfleti. Næsti eigandi hússins var Indriði Þorsteinsson gullsmiður en hann keypti húsið 1851 og átti það í tvo áratugi, uns Akureyrarbær keypti húsið undir skólahald árið 1872. Skóli var þá á neðri hæð en loftið til afnota fyrir þurfamenn. Ég gæti vel ímyndað mér að það sambúð skólabarna og þurfamanna hafi verið skrautleg og sérstök en ekki man ég neinar sögur þess efnis. Eitt árið eru íbúar loftsins skráðir m.a.Indriði tindur, Fjöru-Páll, Jón Háleggur, Björn Vosi, Jón askur og Jón mæða. Árið 1880 kaupir Sigurður Sigurðsson járnsmiður húsið af bænum en sú kvöð fylgdi, að a.m.k. helmingur loftsins skyldi enn leigt til þurfandi fólks. Sigurður stækkaði húsið, byggði útstæðan kvist á framhlið sem einnig er forstofubygging og einnig litla einlyfta byggingu bakatil. Fékk húsið þá það lag sem það hefur nú. Sigurður bjó í húsinu til dánardægurs, 1927 eða í nær hálfa öld. Síðan hafa margir átt eða búið í húsinu. Ekki virðist hafa verið nein viðamikil starfsemi í húsinu á 20.öldinni, alltént birtast ekki margar auglýsingar um iðnað eða þjónustu ef heimilisfanginu Aðalstræti 66 er slegið upp í timarit.is. Hér má að vísu sjá auglýsingu frá 1932 frá Mörthu Jóhannsdóttur sem tók að sér að stoppa í sokka og nærföt. Einhvern tíma var húsið klætt asbesti og þverpóstar settir í glugga. Á síðustu árum hefur húsið fengið mikla yfirhalningu og er á því ný timburklæðning og nýtt þakjárn og nýlegir sexrúðugluggar. Hér er fjallað um fyrirhugaðar endurbætur hússins í Degi í ársbyrjun 1994. Húsið var friðað skv. Þjóðminjalögum árið 1990. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin á Uppstigningardag, 14.maí 2015.
Heimildir: Hjörleifur Stefánsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Aðgengilegt á vefnum á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Innbaer/Innbaer_husakonnun.pdf
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri: höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2015 | 10:19
Lífsvökvinn góði
Eitt er það sem ég get illa verið án og það er kaffið. Sennilega drekk ég á bilinu hálfan til einn lítra á dag af þeim indælisdrykk en kaffið hefur þann kost að vera sérlega ódýrt og aðgengilegt- ekki er t.d. óalgengt að fyrirtæki og stofnanir bjóði upp á frítt kaffi. Ég drekk langmest af þessu "venjulega" uppáhellta og er minna duglegur í latte, cappuchino eða frappó og hvaðþettanúalltheitir- leyfi mér slíkt þó endrum og eins. Það er í raun tilviljanakennt hvort ég fæ mér mjólk út í kaffi en oftast drekk ég það svart og sykur nota ég aldrei út í lífsexilírinn svarta. Oft lauma ég nokkrum kúmenkornum með í kaffisíuna þegar ég helli uppá en einnig er ágætt að setja teskeið af kanil með, það gefur góðan ilm og skemmtilegt bragð. En kaffið en vanabindandi svo um munar.
Ég hef frá 10 ára aldri reglulega farið í skátaútilegur í Fálkafell ofan Akureyrar, síðustu 12 árin sem foringi skátasveita. Þar er ekkert rafmagn og þ.a.l. engin kaffivél. En engu að síður ekkert mál að hella upp á kaffi með réttu græjunum en lengi vel hugsaði ég nú ekkert út í það. Að öllu jöfnu eru skátaútilegur frá föstudagskvöldi til hádegis á sunnudag. Það var lengi vel ekki óalgengt þegar skyggja tók á laugardögum í Fálkafellsútilegum að ég fyndi fyrir ónotum í maga og aðkenningu að hausverk. Rakti ég þetta til reykjarkófs og ólofts sem oft gat orðið þarna þegar kynt var með timbri ( og rusli) og oft ekki hirt um að loka kabyssu þegar lagt var í hana. En mér þótti hins vegar einkennilegt að strákarnir virtust aldrei kveinka sér undan neinu þessu líku og ekki Árni samforingi minn heldur (hann hefur aldrei drukkið kaffi). Þegar ég svo fann fyrir þessum nákvæmlega sömu einkennum á laugardagskvöldi í útilegu í Valhöll, sem er "reyklaus" skáli búinn öllum nútímaþægindum, rann upp fyrir mér ljós. Á þessum tímapunktum í útilegum þ.e. seinnipart laugardags hafði ég, sem að öllu jöfnu drakk 6-10 kaffibolla dag hvern, ekki innbyrt kaffidropa í sólarhring !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2015 | 16:25
Hús við Eyrarlandsveg
Þessi dægrin legg ég dálítið stund á það að gera færslur síðunnar aðgengilegar á fljótvirkan hátt með því að raða þeim upp eftir götum. Þetta hjálpar mér að sjá hvaða hús ég hef þegar tekið fyrir en einnig er ágætt að líta á sum þessi skrif aftur, því sum hef ég ekki lesið frá því ég birti þau hér. Oftar en ekki eru þau uppfull af alls konar ásláttar- og málfarsvillum sem ég veitti enga athygli fyrst. En hér eru færslur um hús við Eyrarlandsveg.
Eyrarlandsvegur er ein af þessum áberandi og glæsilegu eldri götum Akureyrar,
heitir eftir stórbýlinu Eyrarlandi sem lagði til stóran hluta bæjarlands Akureyrar sunnan Glerár. Gatan liggur frá Akureyrarkirkju og klífur á brekkubrúninni til suðurs uppá barma Barðsgils ofan Samkomuhússins og heldur svo áfram framhjá Menntaskólanum og Lystigarðinum að Sjúkrahúsinu, þar sem Spítalavegurinn steypist niður í Innbæinn.
Eyrarlandsvegur 8 (Æsustaðir) (1906)
Eyrarlandsvegur 12 (1923)
Eyrarlandsvegur 14 (1928)
Eyrarlandsvegur 16 (1928)
Eyrarlandsvegur 20 (1926)
Eyrarlandsvegur 22 (1926)
Eyrarlandsvegur 24 (1925)
Eyrarlandsvegur 25 (1970, Barð 1899-1969)
Eyrarlandsvegur 26 (1911)
Eyrarlandsvegur 27 (1928)
Eyrarlandsvegur 29 (1923)
Eyrarlandsvegur 31 (1923)
Eyrarlandsvegur 33 (1971)
Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1) (1915)
Eftirfarandi byggingar standa einnig við Eyrarlandsveg:
Sigurhæðir (1903)
Gamli Skóli (1904) og Fjósið (1905)
Akureyrarkirkja (1940)
telst einnig standa við Eyrarlandsveg. Við Eyrarlandsveg 19 stóð einnig húsið Rósinborg en sökum þess að það var rifið rúmum 12 árum áður en ég fæddist hef ég ekki tekið mynd af því . Hér sést það hins vegar á mynd á myndasíðu Rúnars Vestmann. Barð hét einnig lítið hús sem stóð á Eyrarlandsvegi 25.
Meðalaldur þeirra húsa sem nú standa við Eyrarlandsveginn árið 2015 er 89,7 eða tæp 90 ár
Bloggar | Breytt 5.10.2019 kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2015 | 12:40
Hús dagsins: Kristnes í Glerárþorpi; Lyngholt 13
Gömlu býlin í Glerárþorpi eru yfirleitt auðþekkjanleg frá nærliggjandi húsum. Þau standa yfirleitt á skjön við húsaraðirnar og lóðir yfirleitt mikið stærri og byggingarlag þeirra er ævinlega frábrugðið næstu húsum, enda yfirleitt um miklu eldri hús að ræða.Heimildir um upprunasögu þessara húsa eru oft ekki auðfáanlegar eftir þeim leiðum sem ég hef farið. Bygginganefndafundargerðir fyrir Akureyrarbæ koma þar að litlu gagni því Glerárþorp varð ekki hluti af Akureyri fyrr en 1955. En með hjálp Landupplýsingakerfisins góða tókst mér að grafa upp byggingarár hússins hér á myndinni og fletti upp í Manntali sem tekið var tveimur árum fyrir skráð byggingarár hússins.
En húsið hér á myndinni, Kristnes, stendur í Glerárþorpi, rétt upp af norðurbakka Glerár um 100 metra frá Glerárbrú á Þjóðvegi 1. Húsið telst standa á lóðinni Lyngholt 13. Upprunalega var sett hús á Kristnesi árið 1908 og var um að ræða stýrishús af skipi og kallaðist húsið "Káetan" í daglegu tali. Núverandi hús er hins vegar byggt árið 1932. Á teikningum sem Árni Gunnar Kristjánsson gerði vegna endurbóta hússins 2004 kemur fram að engar teikningar séu til af húsinu. Íbúar á Kristnesi árið 1930 voru þau Tryggvi Þórðarson verkamaður og Oddný Þorsteinsdóttir og börn þeirra. Mér þykir því freistandi að draga þá ályktun að Tryggvi og Oddný hafi staðið fyrir byggingu Kristness árið 1932. Húsið er einlyft steinsteypuhús á lágum grunni og með háu risi og á framhlið eru tveir smáir kvistir. Á norðvesturhlið er einlyft viðbygging með skúrþaki. Bárujárn er á þaki hússins og nýlegir krosspóstar í gluggum. Líkt og gengur og gerist með eldri hús Glerárþorps var hér búrekstur nokkur og þarna hafa m.a. verið kýr (hér auglýsir Tryggvi Þórðarson "Ung vorbær kýr" sumarið 1949 ). Ekki veit ég hvenær búskapur hefur lagst hér af en gatan Lyngholt byggðist að mestu á 7.áratugnum og með þéttbýlismyndun í Glerárþorpi var búskapi á smábýlunum þar væntanlega sjálfhætt. Fyrir um áratug var Kristnes allt gert upp, þak m.a. endurnýjað frá grunni sem og gluggar og hurðir og kvistir byggðir á þakið. Því er húsið í raun eins og nýtt. Ekki er hægt að segja annað en að endurbætur hafi heppnast vel og nú er húsið til mikillar prýði og sóma í götumyndinni. Þessi mynd er tekin á öðrum degi páska, 6.apríl 2015.
Heimildir: Árni Gunnar Kristjánsson (2004). Byggingarnefndarteikning Lyngholt 13. Sótt 3.5.2015 gegn um Landupplýsingakerfi Akureyrarbæjar.
Manntal 1930. Varðveitt á Héraðskjalasafninu á Akureyri.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2015 | 18:25
Hús við Aðalstræti
Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Akureyrar. Hún er ein helsta gata Innbæjarins, eða kannski réttara sagt Fjörunnar, og liggur undir snarbrattri Brekkunni sem nú er að mestu skógi vaxin. Ég hef tekið hana fyrir að stórum hluta en fáein hús á ég þar eftir og hjálpar þessi listi mér við að finna út úr því hver þau hús eru. Elstu pistlarnir mínir eru frá sumrinu 2009 en húsin við Aðalstrætið hef ég tekið jöfnum höndum við og við frá upphafi þessarar síðu. Elstu greinarnar eru stuttar og minna af upplýsingum sem koma fram þar en síðar fór ég að gerast kröfuharðari við sjálfan mig um umfang pistlana. Athugið einnig, að í einhverjum tilfellum getur byggingarár húsanna sem gefið er upp hér stangast á við það sem í pistlunum segir en í þessari upptalningu miða ég við þetta rit hér að mestu leiti. Þá miða ég byggingarár við það hvenær upprunalegu hlutar húsanna voru byggðir.
Aðalstræti 2 (1850*)
Aðalstræti 3; Brynja (1946)
Aðalstræti 4; Gamla Apótekið (1859)
Aðalstræti 5 (1946)
Aðalstræti 6 (1850)
Aðalstræti 8 (1929)
Aðalstræti 10; Berlín (1902)
Aðalstræti 12 (1958)
Aðalstræti 13 (1898)
Aðalstræti 14; Gamli Spítalinn (1835)
Aðalstræti 15 (1903)
Aðalstræti 16 (1900)
Aðalstræti 17 (1899)
Aðalstræti 19 (1905)
Aðalstræti 20 (1897)
Aðalstræti 21 (1921)
Aðalstræti 22 (1898)
Aðalstræti 24 (1903)
Aðalstræti 28 (1928)
Aðalstræti 30 (1929)
Aðalstræti 32 (1888)
Aðalstræti 34 (1877)
Aðalstræti 36 (1877)
Aðalstræti 38 (1892)
Aðalstræti 40 (1851)
Aðalstræti 42 (1852)
Aðalstræti 44 (1854)
Aðalstræti 46 (1849)
Aðalstræti 50 (1849)
Aðalstræti 52 (1840)
Aðalstræti 54; Nonnahús (1849)
Aðalstræti 54b (1896)
Aðalstræti 58; Kirkjuhvoll (1934)
Aðalstræti 62 (1846)
Aðalstræti 63 (1903)
Aðalstræti 66** (1843)
Aðalstræti 66b (1850)
Aðalstræti 68 (1953)
Aðalstræti 70 (1943)
Aðalstræti 72 (1933)
Aðalstræti 74 (1857)
Aðalstræti 80 (1914)
Aðalstræti 82 (1951)
* Fasteignaskrá segir Aðalstræti 2 byggt 1886 en hér miða ég við hvenær upprunalegu hlutar hússins voru byggðir. Hér er um að ræða hús byggt í mörgum áföngum.
**Ég segist fjalla um Aðalstræti 66 í færslunni sem helguð er 66b en mér finnst sú umfjöllun engan vegin fullnægjandi. Því mun ég taka A-66 fyrir sérstaklega í færslu seinna.
Heimildir (byggingarár húsa): Hjörleifur Stefánsson (2012). Húsakönnun 2012 Fjaran og Innbærinn. Óprentað en aðgengilegt á pdf-formi, sjá tengil hér að ofan.
Þetta eru þau hús sem ég hef fjallað um og mun fjalla um við Aðalstrætið. Fleiri hús standa við götuna en hér miða ég þau sem byggð voru fyrir miðja 20.öld eða svona hér um bil. Ekki það að ég telji nýrri hús neitt ómerkilegri eða slíkt en ég hef hér á þessari síðu einbeitt mér að eldri húsum með sögu er mest spenntur fyrir þeim hluta sögunnar sem enginn eða a.m.k. færri muna. Hér að neðan er listi yfir öll húsin við Aðalstræti, og þar kemur fram að meðalaldur húsanna við götuna er rétt tæp 111 ár !
(Ath. tvísmella þarf á mynd og skoða hana sér svo upplýsingar verði læsilegar).
Bloggar | Breytt 1.11.2015 kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 170
- Sl. viku: 360
- Frá upphafi: 1
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 238
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar