13.4.2011 | 22:09
Ísjaki á Eyjafirði 2005
Meðal þeirra mynda sem ég hef grafið uppúr myndasafni úr eldri myndavél sem ég átti eru myndir af þessum volduga sem rak inn á Eyjafjörð vorið 2005. Þetta var heljarinar jaki, sennilega uppundir 10-20 m á hæð og tugir metra í þvermál. Og að sjálfsögðu eru ósköpin öll af ís undir yfirborðinu því eins og mörgum er kunnugt eru það aðeins 10% ísjaka sem standa uppúr sjó. Myndin er tekin skammt sunnan við bæinn Rauðuvík ( um 15km framan við Dalvík) 22.maí 2005.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2011 | 21:56
Hús dagsins: Lundargata 8
Þannig er mál með vexti að ég hef átt tvær stafrænar myndavélar í gegn um tíðina, þá fyrri átti ég frá 2003-06. Ég er með myndasöfnin úr hvorri vél aðskilin, enda var það allt annað "sýstem" að ná myndum úr gömlu vélinni. En við skoðun á myndasafninu úr gömlu vélinni rakst ég á eina húsamynd sem ég hef ekki birt hér.
Húsið á myndinni er númer 8 við Lundargötu og stendur á horni götunnar og Gránufélagsgötu. Húsið var byggt árið 1898 af þeim Jóhanni Ólafssyni og Sigurði Kristjánssyni og hefur líkast til verið parhús frá upphafi. Lundargata 8 er einlyft timburhús á steinkjallara með portbyggðu risi og stórum miðjukvisti og er húsinu skipt í miðju þ.a. að hvor eignarhlutur fær helmingin af kvistinum. Í norðurhluta var lengi vel sérstök íbúð á loftinu. Húsið er næsta lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan, enn eru krosspóstar og líklega eru forstofubyggingar á göflum einnig frá upphafi. Klæðning er svokallað rósajárn eða steinblikk, zinkblönduklæðning sem líkir eftir múrhleðslu. Er þessi klæðning mjög algeng á eldri timburhúsum á Akureyri en næsta sjaldgæf annars staðar- enda var aðeins einn maður sem flutti þetta inn og hann var búsettur hér. Nánar tiltekið, var maður þessi búsettur hinu megin við þetta horn í Lundargötu 10 og hét Gunnar Guðlaugsson. Margir hafa átt heima í húsinu þessa rúmu öld. Um áratugaskeið bjó hér kona að nafni Anína Á. Arinbjarnardóttir ásamt syni sínum, Arinbirni Guðmundssyni, sjómanni og starfsmanni ÚA lengi vel. Arinbjörn lést 1988 og var einn hinna fyrstu Þórsara, nánar tiltekið stofnfélagi nr. 18. (Það er kannski ekki tilviljun, að húsið hefur lengi vel verið hvítt og rautt ). Lóðin norðan megin gekk lengi vel undir nafninu Anínublettur, eftir húsfrúnni. Þrátt fyrir að vera lítið breytt frá upphafi er húsið í góðri hirðu, m.a. með nýjum gluggum og báðir eignarhlutar hafa tiltölulega nýlega verið teknir í gegn að innan. Þessi mynd er tekin þann 21.janúar 2005.
Bloggar | Breytt 29.9.2018 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 17:17
Hús dagsins: Norðurgata 16

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2011 | 18:03
Hús dagsins: Hríseyjargata 1
Hríseyjargata heitir neðsta þvergatan í eldri íbúðarbyggð Oddeyrar. En þær eru milli Glerárgötu í vesturs og Hjalteyrargötu í austri Lundargata, Norðurgata, Grundargata og svo Hríseyjargatan. Þær eru h.u.b. í aldursröð en Hríseyjargatan er að mestu leyti byggð eftir 1920, löngu seinna en efri göturnar. Ef undan er skilið elsta húsið, Hríseyjargata 1, sem byggt er 1903. Húsið reisti maður að nafni Árni Pétursson sem bakhús við Strandgötu og líklega var það geymsluhús í fyrstunni. Er húsið steinhús og í einhverri Sögugöngu um Oddeyrina heyrði ég að þetta hús hefði verið kallað Steinöld (talað um Árna í Steinöld). En þetta er sennilega eitt alfyrsta steinsteypuhús á Akureyri, en mörg ár liðu þar til farið var að reisa stórhýsi og veglegri íbúðarhús úr steinsteypu hér. Húsið hefur verið stækkað nokkrum sinnum fyrst uppúr 1920, mun fyrst hafa verið einlyft en um 1925 var byggð hæð ofaná og ris. Þá var því breytt í íbúðarhús. Sennilega er húsið töluvert breytt bæði að utan frá upphafi, en slíkt hlýtur að teljast nokkuð eðlilegt þegar tæplega 110 ára hús í hlut. Kröfur íbúa taka nefnilega ýmsum breytingum á þeim tíma. Nú er húsið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og er í nokkuð góðu standi, er einfalt og látlaust. Þessi mynd er tekin 12.mars sl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 17:02
Hús dagsins: Strandgata 33
Á lóðinni var fyrst reist hús árið 1884. Var það tvílyft timburhús með háu risi á kjallara en seinna var það stækkað og settur á það stór kvistur og tveir turnar. Þegar það hús var upp á sitt besta var það ekki ósvipað húsinu París við Hafnarstræti í útliti. Þar var starfrækt hótel sem kallaðist Hótel Oddeyri og mun það hafa verið allt það glæsilegasta. En það brann árið 1908- en það virðist ekki hafa verið óalgengt á þessum tíma að þannig færi fyrir hótelum. Hjónin sem byggðu upprunalega húsið ráku hótelið hétu Ólafur Jónsson og Anna Tómasdóttir- en eftir lát hans annaðist hún reksturinn ein.
Það var síðan árið 1924 að maður að nafni Ólafur Ágústsson reisti þetta hús sem nú stendur og sést á myndinni. Er þetta tvílyft steinsteypuhús á kjallara með risi. Húsið er undir talsverðum áhrifum frá Jugendstíl en hann felst í miklu skrauti kringum dyr, glugga, á köntum og þaki og eru m.a. bogadregnar línur þar einkennandi. En eins og sjá má eru steyptir þak og kvistkantar bogadregnir sem og kantar yfir gluggum og gefur það húsinu mjög sérstakan svip. Ekki eru mörg Jugendhús hér í bæ, en þau eru nokkur og eru byggð á svipuðum tíma 1925-30. Svolítill Jugendsvipur er á húsunum nr. 25 og 27a við Brekkugötu. Miklu vinsælli varð Fúnkísstíll (ca. 1935-50) en andstætt við Jugend er þar allt skraut og prjál í algjöru lágmarki. En Strandgata 33 virkar traustlegt hús. Það er háreist, trúlega hátt til lofts og jugendskrautið gefur því glæsilegan svip. Það er mjög áberandi í húsaröðinni við Strandgötunni sem er einskonar "frontur" á Oddeyrinni. Í húsinu eru að ég held þrjár íbúðir, ein á hvorri hæð og í risi. Þessa mynd tók ég í marssólinni fyrir viku síðan, 12.3.2011.
Bloggar | Breytt 13.6.2013 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 17:48
Eyjafjörðurinn í marsbirtu
Mars er svolítið sérstakur mánuður hvað varðar birtu og tíðarfar. Enn er vetur og von á hörkufrostum og illviðrum, en bjart orðið snemma á morgnana og endist birtan langt fram á kvöld og um hádegi, þegar sólin skín er birtan engu líkari en hásumar sé. Enda er dagurinn svipað langur í september. Þessar myndir eru teknar sl. laugardag, 12.mars á Strandgötunni- horft er til suðurs fram Eyjafjörð en fjallahringurinn skartaði sínu fegursta í vetrarsólinni.
Myndin t.v. er tekin með aðdrætti á Staðarbyggðarfjallið en á hægri myndinni er enginn aðdráttur og þar sést fjallahringurinn Kaupangssveitarfjall- Staðarbyggðarfjall- Tungnafjall og síðan Bæjarbrekkan ofan við Innbæinn lengst til hægri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2011 | 18:36
Hús dagsins: Gránufélagsgata 43
Gránufélagsgata 43 var reist árið 1930 af manni að nafni Jón Stefánsson en hann mun hafa verið kallaður Jón "Vopni" og húsið stundum kallað Vopnahús. Húsið var nokkuð vandað frá upphafi, granít á stigagangi og milliloft voru steypt, en 1930 var undantekningalítið timburloft milli hæða þó húsin væru steinsteypt. En húsið er þrílyft (e.t.v. álitamál hvort húsið telst tvílyft á háum kjallara eða þrílyft) með gaflskornu risi og tveimur smákvistum. Á austurgafli er steyptur eldvarnarveggur en hér er í raun um "hálfbyggt" hús að ræða. Húsið hefur væntanlega átt að vera hluti af stærri sambyggingu á borð við næsta hús ofan við, Gránufélagsgötu 39-41. En það hús er árinu eldra, reist 1929 og sést á myndinni hér fyrir neðan.
Þessi hús eru töluvert stærri en lágreist hús í næsta nágrenni og virka dálítið frábrugðin götumyndinni. En Gránufélagsgata 39-43 eru reist eftir fyrsta Aðalskipulagi sem samþykkt var fyrir Akureyrarkaupstað 1927. Gerði skipulagið ráð fyrir þyrpingu fjölbýlishúsa á Eyrinni og Miðbæjarsvæðinu og mörg eldri timburhúsanna áttu að víkja. En það fór nú svo að aðeins þessar tvær byggingar risu eftir skipulaginu og flest standa þau enn, gömlu húsin sem áttu að víkja. Gránufélagsgata 43 virkar einkar glæsilegt hús og hefur á síðustu árum fengið miklar endurbætur að utan sem innan og lóðin tekin algjörlega í gegn. Í húsinu eru þrjár íbúðir sem allar eru leigðar út til gistingar. Myndina af Gránufélagsgötu 43 tók ég í gær í rjómablíðu, sól og -6° frosti. Myndin af Gránufélagsgötu 39-41 er hinsvegar tekin 6.maí 2006.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 14:40
Svipmyndir frá Öskudegi
Ég átti leið um verslunarmiðstöðina Glerártorg í morgun og að sjálfsögðu var myndavélin með í för. Þar voru allskonar fígúrur á ferð, trúðar, ræningjar, kúrekar, Svarthöfðar og strumpar og margar erlendar stórstjörnur; Lady Gaga og Hönnu Montönu brá þarna fyrir í nokkrum eintökum en svo voru þarna heimilistæki á borð við þvottavélar og sjónvörp. Engin takmörk virðist vera fyrir frumlegheitunum og ég er ekki frá því að meira sé um heimatilbúna búninga heldur en t.d. 2007. Sem að gerir þetta alltsaman mikið fjölbreytilegra og skemmtilegra. En hér eru nokkrar svipmyndir frá Öskudeginum á Glerártorgi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2011 | 22:04
Vor!?

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2011 | 15:40
Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi
Fyrir þremur vikum, 13.febrúar sl. brá ég mér út að viðra myndavélina en einnig á sýninguna Vetrarsport 2011. Á leið minni um Glerárþorp myndaði ég nokkur gömul bæjarhús í hverfinu. Ekki er um samfellda gamla byggð eða götumyndir að ræða í Glerárþorpi, líkt og í eldri hverfunum þar sem heilu og hálfu göturnar eru margar vel yfir aldargamlar. Glerárþorpið er frekar ung byggð en eldri hús eru á víð og dreif enda eru þar um að ræða gömul býli. Í síðustu færslu birti ég myndir af nokkrum bæjum í Glerárþorpi og hér koma enn fleiri:
Ásbyrgi heitir þetta hús og stendur við Skarðshlíð 42. Húsið stendur á hól við ofanverða Skarðshlíð, beint á móti Þórssvæðinu. Húsið er steinsteypt, undir nokkrum áhrifum frá fúnkísstíl og byggingarár er 1945.
Árnes stendur við Höfðahlíð 3 og er húsið steinsteypt, byggt 1940. Húsið er undir greinilegum áhrifum frá fúnkísstíl, sbr. hornglugga. Ég gæti trúað að upprunalega hafi húsið verið einlyft með valmaþaki, en efri hæðin byggð ofaná seinna.
Nú verð ég að leita til ykkar, lesendur góðir, því ég hef ekki hugmynd um nafnið á þessu húsi. Ef einhver þekkir deili á þessu býli þá eru þær upplýsingar vel þegnar. En þetta hús stendur neðst við Höfðahlíð, rétt vestan við N1 vegasjoppuna (Veganesti) við Hörgárbraut. Þetta er einlyft steinhús með lágu risi á kjallara, byggingarár gæti ég trúað að væri um 1920-30. ATHS: 17.4.: Mér hefur verið bent á að nafnið á húsinu sé líkast til Sólheimar og læt ég það standa hér. Þakka Víði Benediktssyni kærlega fyrir ábendinguna.
Bloggar | Breytt 17.4.2011 kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.7.): 8
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 271
- Frá upphafi: 450400
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 171
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar