29.11.2010 | 18:16
Hús dagsins: Aðalstræti 32
Aðalstræti 32 eitt þeirra húsa sem ekki er gott að slá föstu hvenær er byggt. Fasteignamat segir byggingarárið 1888 en Steindór Steindórsson(1993) segir í bók sinni Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs að upprunasaga sé óljós en vitað sé að 1859 sé Kristján Magnússon sjómaður eigandi hússins. Þannig að húsið hljóti að vera a.m.k. 1859 eða eitthvað fyrr. Steindór getur þess hinsvegar ekki hvort um er að ræða sama hús og enn stendur eða ekki. Hugsanlegt að það hús hafi e.t.v. verið rifið og nýtt reist 1888. Byggingargerð hússins útilokar það alls ekki að það sé byggt fyrir 1859. En Aðalstræti 32 er lágreist einlyft timburhús með portbyggðu risi og lágri lofthæð. Veggir eru að mér sýnist klæddir asbesti. Á bakvið er tvílyft viðbygging með lágu risi og mun hún frá 4.áratug þessarar aldar. Húsið hefur lengst af skipst í tvær litlar íbúðir en var líkast til einbýli í upphafi. Þarna bjuggu um áratugaskeið tvær konur, Kristín Ólafsdóttir(1901-2002) og Jóhanna Jónsdóttir (1900-2006) sem báðar urðu yfir 100ára. Þær bjuggu enn í húsinu 2001 þegar Gísli Sigurgeirsson fréttamaður gerði um þær heimildamynd, Kjarnakonur, sem var að mig minnir sýnd á RúV og mun einhversstaðar fáanleg á DVD. Kristín hafði búið þarna frá 1930 og Jóhanna leigt efri hæðina frá því skömmu síðar. Sú síðarnefnda lést 2006, rúmlega 106ára og var þá elst allra Akureyringa. Ekki hefur að ég held verið búið í húsinu síðan 2004 og er það líkast til lítið breytt frá tíð heiðurskvennanna tveggja. Þessi mynd er tekin 23.okt. 2010.
Heimildir: Gísli Sigurgeirsson (2006). Kjarnakonur [mynddiskur] : um hvunndagshetjurnar Kristínu Ólafsdóttur og Jóhönnu Jónsdóttur í Aðalstræti 32. Akureyri: Listalíf.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.11.2010 | 16:52
Pistlaleti og myndabras
Það verður líklega einhver bið á nýjum húsapistlum (eða pistlum með myndum), til viðbótar við þessa rúmu viku sem komin er. Það vill svo til að myndakerfið er mér óhliðhollt þessa dagana og ég hef ekki fundið neina skýringu eða lausn á því. Þangaðtil þetta kemst í lag liggja Hús dagsins niðri- þareð mér finnst algjörlega nauðsynlegt að hafa myndir með þeim pistlum.
Ps. Ef einhver hefur þekkingu á þessum málum þá er þetta vandinn hjá mér: Þegar ég ætla að setja inn mynd birtist valmyndin Ný/breytt mynd. Alltílagi með það- ég vel mynd og geri hana klára til hleðslu og það virkar sem skyldi. En hinsvegar, virðist ekkert gerast þegar myndin á að hlaðast inn. Uppi stendur "Sendi skrá, augnablik" og þar við situr. Það hefur staðið í 10 mínútur án þess að nokkuð gerist (vanalega tekur þetta um 10-15sek). Ef einhver kann á þessu skil þá væru góð ráð vel þegin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.11.2010 | 14:16
Nákvæmni í byggingarártölum
Byggingarár gamalla húsa þarf stundum að skoða með vissum fyrirvara. Í fyrsta lagi hefur það stundum verið þannig að hús var byggt og svo kannski seinna (jafnvel fáeinum árum) hefur verið sótt um leyfi eða lóð, svona formsins vegna. (Þetta gildir t.d. um sum elstu hús Oddeyrar þar sem Gránufélagið átti lóðirnar.) Þá getur verið að hús hafi bara einfaldlega verið byggð og ekkert sett á blað varðandi það. Fyrr en kannski löngu seinna að húsið hefur verið virt skv. lögum. Þegar maður skoðar hinar ýmsu heimildir, bækur og Fasteignamat eru stundum 2 eða fleiri byggingarár gefin og stundum eru þau kannski frekar til viðmiðunar. Þá er kannski sagt að húsið sé byggt um1880 eða laust fyrir aldamótin 1900 e.þ.h. Þá hefur mörgum eldri húsum oft verið breytt svo mikið og byggt við þau í tímans rás að kannski er ekki nema 10% af þeim frá upprunalegu byggingarári. Búið að skipta oft um haus og hamar eða skóflu og skaft eins og þar stendur. Sjálfsagt er það í einhverjum tilfellum þannig að einhverntíma í "fornöld" hafi litlu eldra húsi verið breytt og byggt upp í núverandi mynd og "opinbert" byggingarár miðast þá við þær framkvæmdir. Svo eru önnur tilfelli þar sem hús hafa verið flutt í heilu lagi á núverandi stað en byggð áður annars staðar. Allur gangur getur verið á því hvort byggingarárið miðast við hvenær húsið var byggt upprunalega eða hvenær það var flutt á staðinn. Í mínum pistlum, ef einhver vafaatriði eru, miða ég ævinlega byggingarárin við það sem flestar heimildir segja eða nota forsetninguna "um". Þetta myndu sjálfsagt einhverjir kalla að eltast við smáatriði. Því oftar en ekki er munur á þeim byggingarártölum sem gefin eru upp frekar lítill, skeikar kannski 5 árum. Og það er e.t.v. ekki svo stórvægilegur munur þegar í hlut eiga hús sem komin eru fleiri áratugi á annað hundraðið í aldri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2010 | 19:03
Fyrir réttu ári...
Það er ekki laust við að hér fyrir norðan hafi ekki komið neitt haust. Heldur farið beint úr hásumri í hávetur. Í september og október var tíðin einmuna góð og nánast hægt að tala um sumar langt fram í október. Það hafa ekki komið mikil hausthret en svo kom þessi hvellur sem staðið hefur síðan á miðvikudag-fimmtudag. Og það hefur ekki verið neitt hausthret, heldur hreinræktað vetrarveður, svona líkt og í janúar-febrúar. Ekki hef ég reyndar komið í verk að mynda fannfergið hér í dag (- enda liggur kannski ekkert á- það þarf ansi öfluga hláku til að vinna á þessu ). En hér birti ég til gamans mynd sem er tekin fyrir réttu ári að frádregnum einum degi, laugardaginn 14.nóvember 2009 og er hér horft úr Vaðlaheiðinni yfir til Akureyrar. Þarna skartar bærinn haustlitum og varla sér í hvítan díl.
![]() |
Ekkert fólksbílafæri á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2010 | 17:42
Gamli Skódi

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2010 | 22:49
Hús dagsins: Aðalstræti 34
Á víðlendri og gróskumikilli lóð við Aðalstræti 34 stendur húsið sem sést á þessari mynd. Það mun einnig kallað Davíðsbær. Húsið er einlyft timburhús, járnklætt, með háu risi á lágum kjallara. Það sem helst gefur húsinu svip er kannski skrautlegur umbúnaður kringum framdyrnar og þessi skemmtilegi tígull yfir þeim. (Þarna gæti maður ímyndað sér að hafi einhverntíma verið skilti). En húsið var reist árið 1877 af manni að nafni Ólafur Sigurðsson. Áður hafði staðið þarna torfbær sem kallaður var Davíðsbær, en hann hafði Davíð Sigurðsson, bróðir Ólafs reist um 1850 og mun það nafn síðan hafa flust á þetta hús. Alla tíð hefur húsið verið íbúðarhús- en ekki þykir mér ólíklegt að einhver verslun eða smáiðnaður hafi verið þarna í fyrndinni. Nú er húsið einbýli og hefur verið um áratugaskeið. Er húsið næsta lítið breytt frá fyrstu gerð og viðhald bæði á hús og lóð til fyrirmyndar. Nýlega voru settir sexrúðugluggar í húsið en þar voru áður einfaldir þverpóstar- húsið hafði m.ö.o. verið augnstungið en svo er kallað þegar upprunalegum póstum eldri húsa (gjarnan fjölrúðu- eða skrautpóstum, skraut og umbúnaður fjarlægður) er skipt út fyrir nýmóðins eða einfaldari pósta. Þessi mynd er tekin fyrir rúmum tveimur vikum, 23.október á fyrsta degi vetrar. (
Það lítur reyndar út fyrir að gleymst hafi að segja nokkrum trjám frá því en einhverjir runnar og tré á myndinni virðast enn bera græn lauf í snjónum. )
Bloggar | Breytt 10.11.2010 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2010 | 18:18
Hús dagsins: Lækjargata 4
Á alræmdu horni í Innbænum stendur þetta glæsilega tvílyfta timburhús, Lækjargata 4. Og af hverju segi ég "alræmdu" horni? Jú, þetta horn Spítalavegar og Lækjargötu þykir þröngt og leiðinlegt en bilið milli 4 og 6 er tiltölulega þröngt og húsin byrgja sýn til beggja átta, hvort sem komið er niður Spítalaveginn eða upp eða niður Lækjargötuna. Lengi vel stóð til að rífa húsið á móti, Lækjargötu 6, m.a. til að bæta útsýnið á þessum gatnamótum. En sem betur varð ekki af því. Auk þess var sett á einstefna upp Spítalaveginn sl. sumar ( sjá má innakstursbannskilti á myndinni) til að auðvelda umferð um þessar gömlu götur.
En Lækjargötu 4 reisti Stefán Thorarensen árið 1870 og er húsið því 140 ára í ár. Upprunalega var húsið mun lægra en í fyrstu var það byggt sem hlaða. A.m.k. tvisvar hefur húsið verið stækkað eða breytt verulega. Líklega um aldamótin 1900 var húsinu breytt í skrifstofuhúsnæði og Carl Schiöth eignaðist það seinna og verslaði á neðri hæð og bjó á efri. Hann hækkaði húsið um eina hæð og um 1920 mun húsið hafa fengið þá mynd sem það hefur nú. Er líða tók á 20.öldina urðu eigenda- og leigjendaskipti tíð. Nú er húsið einbýli en líklegt þykir mér að íbúðir hafi löngum verið fleiri. Húsið var allt tekið í gegn um og uppúr 1990 og er nú stórglæsilegt að sjá. Þessi mynd er tekin 23.okt. 2010, en þá tók ég göngutúr um Innbæinn með myndavélina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2010 | 20:17
Eins gott að þá var ekki þotuöld ;)
Drottning íslenskra fjalla, Herðubreið, 1682m y.s. er af gerð fjalla sem nefnast móbergsstapar. Þeir eru taldir myndaðir í dyngjugosum sem verða undir jökli; það eru að öllu jöfnu löng hraungos sem hlaða upp dyngju á borð við t.d. Skjaldbreið. En ef hraun getur ekki runnið t.d. vegna sjó eða yfirliggjandi jökuls hleðst hraunið upp í stafla og þegar jökull hörfar verður eftir stapi. Herðubreið er talin mynduð undir ísaldarjökli fyrir um 20 þúsund árum. Menn geta rétt ímyndað sér magnið af ösku og viðbjóði sem íshellan sem þá lá yfir landinu hefur spúið upp þegar "Herðubreiðargosið" stóð yfir. Og það hefur sennilega staðið í drjúgan tíma. Það hefði sennilega orðið lítið um flugumferð þá
.
Meðfylgjandi mynd af Herðubreið er tekin í Herðubreiðarlindum á góðviðrisdegi, 24.júlí, sl. sumar.
![]() |
Áhrif ösku á þotuhreyfla skýrð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2010 | 18:35
Hús dagsins: Norðurgata 4 og 6


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2010 | 23:47
Hús dagsins: Lundargata 5
Þetta litla og látlausa timburhús við Lundargötu var reist árið 1895. Er þetta tvílyft bárujárnsklætt timburhús á lágum kjallara. Upprunalega var það einlyft með háu risi en einhverntíma hefur risinu verið lyft og það fengið það lag sem það nú hefur. Til er mynd frá 1922 úr Lundargötunni sem sýnir vinnu við lagningu fyrstu raflína á Akureyri og þar er húsið enn einlyft. Forstofubyggingin á suðurgafli hefur svo líklega komið ennþá seinna. En það er ekki óalgengt með hús á þessum aldri að gegn um tíðina hafi þau verið stækkuð eftir því sem fjölskyldurnar sem þar bjuggu urðu fleiri og stærri. Í þessu húsi, munu t.d. um tíma búið fjórar fjölskyldur, tvær íbúðir á hvorri hæð. Margir hafa átt og búið í þessu húsi gegn um tíðina, m.a. Halldór Friðjónsson sem ritaði þarna blöðin Alþýðumanninn og Verkamanninn. Nú er húsið einbýli og hefur verið síðustu áratugi. Þessi mynd er tekin 10.10. 2010.
Lundargatan er efsta þvergatan á Eyrinni neðan Glerárgötu. Næst ganga Norðurgata, Grundargata og Hríseyjargatan norður úr Strandgötunni en þar neðan við er Hjalteyrargatan sem en þar neðan við eru iðnaðarhúsnæði- og svæði. Lundargatan og Norðurgatan eru ívið eldri en hinar neðri, þær tóku að byggjast um 1880 og fáein hús standa enn frá þeim tíma. Grundargatan er að mestu byggð 1890-1900 en Hríseyjargatan miklu yngri, byggð eftir 1920. Einkennandi fyrir Lundargötuna eru látlaus og lágreist hús og hefur hún sem varðveislugildi sem heild. Þessi mynd er einmitt tekin norður Lundargötuna á miðnætti á sumarsólstöðum 21.júní 2009.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 37
- Sl. viku: 274
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 174
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar