9.10.2009 | 19:32
Vel brúað vatnsfall
Eins og allir vita rennur Gleráin í gegn um Akureyri. Hún fellur um 20km leið fremst úr Glerárdal ( vatnasvið ca 100 ferkíómetrar ). Einhvern tíma heyrði ég það útundan mér að hún væri það vatnsfall hérlendis sem væri hvað mest brúað. A.m.k. miðað við lengd. Lítum aðeins á það mál. Byrjum neðan frá. Á Hjalteyrargötu, ca. 100m frá ósi er ein brú. Um 400m ofar á Glerárgötu (þjóðvegi 1) skáhallt á móti Glerártorgi er önnur brú. Eða öllu heldur brýr, ein fyrir hvora akstursstefnu. Þá eru komnar þrjár. Litlu ofar, í kjafti Glerárgils er brúin sem sést hér á myndinni hér að neðan. Er þetta elsta brúin á Glerá sem enn stendur, byggð 1922 og var í fullri notkun allt til 1999 að Borgarbraut var opnuð. Örlítið ofar, á stíflunni (sjá mynd hér) er göngubrú. Á Borgarbraut eru aðrar tvær brýr og ca. kílómetra ofar, á Hlíðarbraut eru hvorki fleiri né færri en þrjár brýr. Ein göngubrú, ein fyrir bílaumferð og ein gömul og aflögð, liggur nánast undir aðalbrúnni. Rétt ofan við er svo brú ætluð hestamönnum og tengir hún saman hesthúsabyggðirnar sín hvoru megin ár. Þarna eru komnar 11 brýr, og lengd árinnar frá ósum að hestabrúnni ofan Hlíðarbrautar er líklega um 2,5-3km. Á Glerárdal er síðan eftir því sem ég best veit tvennar göngubrýr, önnur lítið eitt framan öskuhauga og hin mikið lengra á dalnum. Þetta gera 13 brýr allt í allt á 20km, eða brú að jafnaði á 1,5km fresti.
Bloggar | Breytt 10.10.2009 kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.10.2009 | 18:26
Hús dagsins: Strandgata 4; Nýja Bíó
Strandgötu 4 eða Nýja Bíó var byggt árið 1929 eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Á þessum tíma var algengast að steinsteypuhús hefðu svipmót timburhúsa, en hér er kominn fram sérstakur steinsteypu byggingarstíll. Þarna var starfandi kvikmyndahús um áratugaskeið en mér ekki kunnugt um það hvenær nákvæmlega þeirri starfsemi var hætt í húsinu, eða öllu heldur hætt í bili því þetta er jú bíóhús í dag. Þarna var seinna starfræktur vinsæll skemmtistaður sem bar nafnið 1929 eftir byggingarári hússins, en það stendur stórum stöfum efst fyrir miðju húsinu. Í ársbyrjun 1997 skemmdist húsið talsvert í bruna en var byggt upp og þarna opnaði á ný kvikmyndahús á haustdögum 1998 sem enn er starfandi undir merkjum Sambíós. Þessi mynd er tekin í febrúar 2007 og ef mynd er stækkuð má sjá allt um hvaða myndir voru í sýningu þá.
Bloggar | Breytt 7.2.2015 kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 19:40
Hús dagsins: Norðurgata 2 og Strandgata 23. Steinskífuklæðning.
Hús dagsins eru tvö að þessu sinni, en þau eiga eitt atriði sameiginlegt, fyrir utan að vera timburhús og standa á Oddeyri. Þau eru eftir því sem ég best veit einu húsin sem enn standa á Akureyri sem klædd eru steinskífu. Þessi sérstaka klæðning mun hafa verið algeng upp úr aldamótum en fá hús standa orðið eftir með þessari klæðningu. Þetta eru rúnnaðar grjótflögur, ca. tomma að þykkt og eru þær negldar á vegg. Skífan hefur þann kost að vera "viðhaldsfrí", þ.e. hún ryðgar ekki og ekki þarf að mála hana. En að sjálfsögðu endist hún ekki að eilífu og á tímanum geta þær farið að losna. Grjótflögurnar eru einnig brothættar. Úr fjarlægð líkist þessi klæðning fiskhreistri. Munu þessar skífur vera ættaðar frá Noregi og í einni sögugöngu um Oddeyri heyrði ég að þetta hefði verið unnið í námum nálægt Bergen. Ekki er mér kunnugt um hvaða bergtegund er í þessari skífu en mér dettur í hug að þetta sé skylt graníti. Eins og áður segir eru þetta einu húsin sem enn standa með steinskífu. Fyrir um 20 árum var rifið eitt mesta stórhýsi Oddeyrar fyrr og síðar, Snorrahús, Strandgata 29. Það hús var allt skífuklætt. Stóð Norðurgata 2 á bakvið það. Þá stóð steinskífuklætt hús í göngugötunni, undir norðurgafli Amarohússins. Var það skóverslun M.H. Lyngdal, Hafnarstræti 103,
en það hús var rifið á vordögum 1998. Þá munu fleiri hús hafa verið skífuklædd en skífunni seinna skipt út fyrir aðra klæðningu. En að húsunum sjálfum.
Strandgata 23 ( efri mynd ) var byggt 1906 af kaupmanninum Metúsalem Jóhannssyni. Er það undir sterkum áhrifum frá norska Sveiser stílnum en hann var ráðandi í húsagerð efnafólks upp úr 1900. Ýmis starfsemi hefur verið í húsinu en nú er samkomusalur á efri hæð, íbúðir á neðri hæð auk þess sem Ferðafélag Akureyrar hefur sínar bækistöðvar þar. Það var um árabil í bakbyggingu við þetta sama hús en hún var rifin um 1998.
Norðurgata 2 lætur nokkuð minna yfir sér en það er byggt 1897. Hefur alla tíð verið íbúðarhús, nú mun það vera einbýli en sjálfsagt hafa íbúðir verið fleiri einhvern tíma. Sérstök uppganga á efri hæð á bakhlið hússins bendir til að þar hafi verið sérstök íbúð, en risi hefur einnig verið lyft að aftan. Myndirnar í þessari færslu voru teknar í feb. 2007 (Strandgata 23) og júní 2006.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2009 | 23:39
Af Súlutindi
Sl. laugardag átti ég leið upp á Súlur, en ég tók þátt í stikuferð þar sem stikuð var ný leið upp frá Hömrum, umhverfis- og útilífsmiðstöð Skáta. Að sjálfsögðu var myndavél með í för og hér eru nokkrar myndir frá leiðangrinum.
Hér eru tveir hæstu tindar Hlíðarfjallsbálksins, Kista og Strýta ( lögun fjallana ætti að skýra hvort er hvað!) séðir frá Súlutindi. Á milli þeirra er nokkuð dæmigerð gömul jökulskál. Kista mun vera 1474m en Strýta 1456m.
Hér er horft til SV af hátindinum og fram í botn Glerárdals. Fjöllin tvö fyrir miðju eru f.v.Glerárdalshnjúkur ( 1338m ) og Stóristallur ( 1441m ). Nýfallinn haustsnjórinn eins og flórsykur á tindunum. Beint undir tindunum tveim, hægra megin má sjá upptök Glerár. Skarðið þar beint ofan við kallast Nyrðri Krókur og um hann er gengt yfir í Skjóldal. Tindurinn lengst til vinstri mun vera Lambárdalstindur (um 1100m) en fjallið hægra megin mun vera Jökulborg, er þó ekki alveg viss með það.
Horft til austur af Súlutindi. Eyjafjarðaráin hlykkjast þarna undir Staðarbyggðarfjallinu (1051m) og Garðsárdalurinn gægist yfir öxlina á því. Greina má byggðirnar við Hrafnagil og Kristnes niður undir á. Eins og sjá má er Staðarbyggðarfjallið um 100m lægra en Súlurnar. Þess má geta að öxlin á Staðarbyggðarfjallinu er kennd við Öngulstaði.
Á leiðinni gefur að líta margt áhugavert. Þetta fyrirbæri kallast melatíglar. Þeir myndast við frostlyftingu jarðvegs. Holklaki ýtir sverðinum upp myndar ójöfnur í jarðveginum og smásteinar sem liggja á jörðinni velta niður í sprungur sem myndast á milli. Þegar þetta gerist í grónu landi myndast þúfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2009 | 00:00
Sólstöðumyndir
Myndirnar hér að ofan eru teknar 21.júní 2009 ( laust fyrir miðnætti) og 21.desember 2004 ( rétt um hádegi ). Eins og allir vita eru þessar dagsetningar sólstöður þ.e. sólin er lægst á lofti í desember en hæst í júní. Alkunna eru litbrigðin og þessi sérstaka birta miðnætursólarinar á sumarsólstöðum en ýmis litbrigði geta fylgt vetrarsólinni þegar hún lætur svo lítið að sýna sig um ellefuleytið áður en hún hverfur um kaffileyti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2009 | 15:51
Hús dagsins: Lundargata 15
Lundargata 15 var reist 1898 af manni að nafni Jósef Jónsson. Sonur hans var hinn kunni glímukappi og athafnamaður Jóhannes á Borg. Hann var þó ekki fæddur í þessu húsi, enda fæddur fimmtán árum áður en það var byggt en hann bjó þarna eitthvað fram á fullorðinsár. Húsið mun upprunalega hafa verið einlyft með háu risi, líkt og næstu hús við Lundargötu en hækkað um eina hæð um 1920. Í þessu húsi var eitt elsta ungmennafélag landsins, Ungmennafélag Akureyrar, stofnað árið 1906 og var Jóhannes Jónsson einn stofnenda. Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús, nú eru tvær íbúðir hvor á sinni hæð en gætu auðvitað hafa verið fleiri áður. Í bókinni Oddeyri eftir Guðnýju Gerði Gunnarsdóttur (1996) er húsið sagt vera einfalt og látlaust og falla vel inn í götumyndina og hafa varðveislugildi sem hluti af þeirri heild. Þessi mynd er tekin í janúar 2005.
Fyrir þá sem vilja kynna sér betur gömlu byggðina á Oddeyri skal hiklaust mælt með bók Guðnýjar Gerðar, bókina ætti að vera hægt að finna á flestum bókasöfnum. Það er nákvæm skýrsla þar sem hvert einasta hús í eldri hluta Norðurgötu, Strandgötu, Lundargötu, Grundargötu, Hríseyjargötu og Gránufélagsgötu er tekið fyrir, farið yfir sögu þess og byggingargerð og varðveislugildi þess tilgreint.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2009 | 23:37
Önnur strætósaga
Það var einhverju sinni að ég var á ferðinni með leiðinni upp á Brekku og Glerárþorp. Kom inn á stoppistöðina á Mýrarvegi og vagninn var svo troðfullur að það var nánast orðið erfitt að finna pláss til að standa. Vagninn heldur áfram, beygir inn Skógarlund og á einni stöðinni kemur inn ung kona sem heldur á smábarni. Hún kemst ekki lengra en rétt við hliðina á bílstjóranum og náði að styðja sig einhvernvegin við skilrúm sem er á bakvið bílstjórasætið. Hún virðist eiga í dálitlu basli, barnið seig í og ekki gat hún haldið sér í neitt þar eð hún var með fangið fullt. Ég sá bílstjóran gjóa augum að henni; virtist hafa áhyggjur af henni. Ekki gat ég boðið henni sæti, þ.s. ég var standandi sjálfur og það á mun verri stað. En í sætinu bak við bílstjóran sat strákur ca. 16-18ára. Hann var áberandi makindalegur að sjá, tók eiginlega eins mikið pláss og hann mögulega gat. Með stóreflis heyrnartól á hausnum og í eigin heimi, en þó leit hann stundum við og vissi því fullvel um stúlkuna með barnið, sem stóð við hliðina á honum. Á einni stoppistöð lítur bílstjórinn í spegil sem vísar inn í vagninn og sér til stráksa...Í teiknimyndasögum er því oft lýst myndrænt þegar einhver verður ógurlega hissa eða bregður með því að augun stækka og verða eins og undirskálar. Það var einhvernvegin þannig sem viðbrögð stráksins voru, en vagnstjórinn þreif í öxlina á honum og tuskaði hann aðeins og urraði: "Stattu upp drengur og leyfðu henni að sitja, hún er með krakka!!" Hann stóð upp með semingi og stúlkan get sest og það mátti sjá á svipnum að hún var vagnstjóranum afar þakklát fyrir þetta. Tillitsemi kostar ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2009 | 16:37
Enn er sumar...
Það er nú bara staðreynd að sumarið nær í reynd fram yfir miðjan september. Oft fer fólk að tala um að farið sé að hausta um miðjan ágúst, enda kanski að vissu leyti skiljanlegt þegar dimmt er orðið á kvöldin og skólar fara að byrja. Um helgina hefur verið einmunablíða, sól og upp undir 20°C hiti hér fyrir norðan, nokkuð gott eftir tiltölulega hráslagalega tíð undanfarnar vikur á undan.
![]() |
Yfir 20 stiga hiti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 16:25
Allir í strætó!
Ég hef gegn um tíðina mikið notast við strætisvagna SVA. Þar heyrir maður ýmislegt sem fer manna á millum og ýmislegt spaugilegt eða skemmtilegt. Einhvern tíma á leiðinni upp á Brekku var ásamt mér hópur af ungum stúlkum í vagninum. Þær ýttu á stopp- takkann nákvæmlega á punktinum sem stoppistöðin var. Vagnstjórinn brást hinn versti við, þrumaði á þær að þær ættu að ýta fyrr á takkan,... þetta væri alveg óþolandi... og þær skyldu sko bara haga sér! Ég ætlaði út á næstu stoppistöð. Ég prófaði að ýta á takkann nákvæmlega þegar hann var staddur á stoppistöðinni. Vagnstjórinn stoppaði, reyndar rólegar heldur en í fyrra skiptið ( þá hreinlega negldi hann niður með skrensi og látum ). Dyrnar opnuðust, ég gekk út og vagnstjórinn sagði ekki neitt og virtist ekkert kippa sér upp við neitt. Merkilegt, ekki satt!?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 12:49
Ekki sama hvönn og hvönn
Mörgum líkar vel við risahvönnina (Heracleum mategazzianum) enda býsna falleg planta að sjá. Aftur á móti getur hún verið hið mesta skaðræði, safinn úr henni brennir eins og sýra og varað er við að börn séu að leik nærri plöntunni ( sjá þetta ). Enda hlýtur hún að vera heillandi í augum barna, einna líkust framandi frumskógarplöntu. Þá er hún býsna ágeng og valtar auðveldlega yfir þann gróður sem fyrir eru á svæðum þar sem hún breiðist út. Hvannir þykja almennt fallegar og geðþekkar plöntur en það er ekki sama hvönn og hvönn. Risahvönninni skyldi ekki ruglað við "gömlu góðu" ætihvönnina (Angelica archangelica). Ætihvönnin var notuð sem matjurt og þótti góð til lækninga á kvillum og ræturnar hið mesta hollmeti. Þó er hún einnig ágeng en oft nær sauðkindin að halda aftur af henni. Helsti munurinn á þessum plöntum er fyrst og fremst stærðin, en ætihvönnin er að jafnaði helmingi minni en risahvönnin, 1-2m á meðan sú síðarnefnda er 2-4. Þá er ætihvönnin með grænan eða ljósgrænan blómsveip en risahvönnin hvíta.
Myndin hér til hliðar af ætihvannarplöntu við Hótel Reynihlíð v. Mývatn, júlí 2007. Því miður á ég enga mynd af risahvönn á hraðbergi.
![]() |
Risahvönn ógnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 2
- Sl. sólarhring: 112
- Sl. viku: 403
- Frá upphafi: 450725
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 299
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar