11.8.2009 | 13:39
Af hverju þarf alltaf að virkja uppi á hálendinu !?
Eflaust eru margir náttúruverndarsinnar sem spyrja sig að þessu. Af hverju þarf endilega að fórna ósnortnum víðernum uppi á hálendi undir uppistöðulón, hvað eftir annað ? Er ekki andskotans nóg af fallvatni niðrí byggð eða á láglendi. Af hverju þarf alltaf að virkja uppi á hálendi þar sem náttúran er viðkvæmust ? Við þessu er einfalt svar. Vatnsaflsvirkjun í sinni einföldustu mynd byggir á lögmálinu um stöðuorku, þ.e. hún jafngildir margfeldi þriggja þátta, massa (m), þyngdarhröðunar ( g= fasti 9,82m/s2) og hæðar ( h) þ.e. U=mgh. Aflið verður því meira sem fallhæðin er meiri og hvernig næst mest fallhæð? Jú með því að hafa uppistöðulón sem hæst fyrir ofan stöðvarhús. Og hvaða landsvæði er hæst uppi ? Þannig liggur svarið við spurningunni að ofan í einfaldri eðlisfræði. Ef aðeins væri virkjað niðrí byggð yrðu virkjanirnar aflminni og þá þyrfti fleiri virkjanir og þaraðauki líklegt að tún og jafnvel bæir þyrfti undir vatn. Hins vegar þarf alltaf að vega og meta á sanngjarnan og fræðilegan hátt hvort svæði sé fórnandi í þessum tilgangi. Meðfylgjandi þessum pistli hef ég mynd af Glerárvirkjun. Hún er ein af elstu vatnsaflsvirkjunum landsins , reist 1921-22 og sá Akureyringum ein og sér fyrir rafmagni í átján ár eða þar til Laxárvirkjun reis. Uppsett afl er 290 kW. Þarna ( 4.júlí sl. ) eru miklir vatnavextir en það sést á því að það flæðir yfir bæði yfirföllin. Yfirfallið vinstra megin er að öllu jöfnu um hálfan meter yfir lónsyfirborði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2009 | 20:17
Skálin í Hlíðarfjalli

Bloggar | Breytt 14.8.2009 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2009 | 18:38
Hús dagsins: Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið
Hafnarstræti 57 eða Samkomuhúsið var reist árið 1906 af félagsskap sem kallaðist Góðtemplarar, og var jafnan kallað Góðtemplarahúsið eða Gúttó. Húsið hefur mörg einkenni norskra Sveitser húsa, þ.e. stórbrotið útskorið þakskraut og mjög sérstæðir gluggapóstar og jafnvel er talið að það hafi komið tilhöggvið frá Noregi. Byggingarmeistarar hússins voru þeir Björn Björnsson, Guðbjörn Björnsson og Guðmundur Ólafsson, en smíði hússins tók aðeins sex mánuði. Er það næsta ótrúlegt, þegar það er haft í huga að á þeim tíma þekktist ekkert sem hét byggingarkrani, steypuhrærivél, vélsög eða nokkur rafmagnsverkfæri. Góðtemplarar áttu húsið í áratug en Akureyrarbær eignaðist það 1917. Sama ár var Leikfélag Akureyrar en það hafði frá upphafi aðsetur í húsinu og hefur enn. Auk þess að hafa þjónað sem leikhús og samkomuhús Akureyringa í 103 ár hefur ýmisleg önnur starfsemi verið í húsinu. Amstbókasafnið var þarna til húsa í 23 ár, til 1930 einnig bæjarskrifstofur og póstafgreiðsla um tíma. Þá hefur einnig búið í húsinu. Húsinu hefur oftsinnis verið breytt og endurskipulagt að innan en hefur að mestu haldið einkennum sínum að utan. Sal var gjörbreytt um 1950 en færður sem næst upprunalegu horfi 1997. Á árunum 2002-2005 var húsið tekið algerlega í gegn bæði að utan og innan enda aðstaðan löngu orðin úrelt og uppfyllti engan vegin þær kröfur sem nútíma leikhús starfsemi gerir. Þá var m.a. reist steypt viðbygging bak við húsið sem hýsir búningsaðstöðu, og kemur hún í stað skúrabyggingar sem reist var um 1950. Nýja viðbyggingin fellur mun betur að húsinu og hefur eflaust stórbætt aðstöðuna sem var ansi þröng. Einnig var umhverfi hússins tekið í gegn og "skipt um brekku" bæði ofan og neðan við. En brekkan á bakvið húsið hefði sennilega endað með því að sópa húsinu niður á flöt vegna gífurlegs framskriðs. Samkomuhúsið er eitt af helstu kennileitum Akureyrar, enda stórt og á áberandi stað. Einhvern tíma hlýtur að koma að því að Leikfélagið sprengi þetta hús endanlega utan af sér og þurfi að flytjast annað. Þá er ég með það alveg á hreinu hvert gæti verið næsta hlutverk hússins. Ég hefði sagt að þetta hús væri kjörið sem félagsmiðstöð hvers konar þar sem salur gæti nýst sem tónleikahalds eða funda og ýmis aðstaða í mörgum minni sölum og herbergjum til félagsstarfsemi. Þá held ég að þetta gæti orðið fyrirtaks kvikmyndahús.
Bloggar | Breytt 30.7.2020 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.8.2009 | 23:54
Nokkrir fyndnir
Þegar ég heyrði fyrst minnst á 5 aura brandara kostaði súkkulaðisnúður 70kr og víða mátti fá hamborgara og gos á 300kr. Bensínlítrinn kostaði 75kr og díselið 26. M.t.t. verðbólgu væri allt eins hægt að tala um að eftirfarandi brandarar væru 50 aura eða jafnvel krónubrandarar
* Félagarnir Björn og Barði fara í bíó. Þá segir Barði:
Viltu ís Björn ?
Þegar það kemur hlé Barði.
* Hvað varstu að kaupa Héðinn ?
* Reykirðu Kamel, Jón?
...líklega eru brandarar sem þessir þó alltaf einungis fimm aura virði, hvað sem allri verðbólgu eða vísitölu líður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2009 | 15:56
Búið að skipta um haus og hamar
Í einhverri færslu kom ég inn á það að stundum gæti það orkað tvímælis að tala um upprunaleg byggingarár gamalla húsa sem tekin hafa verið í gegn frá grunni. Oft væru það raunar aðeins örfáir bjálkar sem stæðu eftir af upprunalegri byggingu. Svipað dæmi: Einhvern tíma heyrði ég að einn elsti árabatur landsins væri um 220 ára. Hins vegar væri oft búið að skipta um eina og eina fjöl og raunar útilokað að ein einasta fjöl væri eftir úr upprunalega bátnum. Þetta er nú samt alltaf sami gamli báturinn. Þetta er kallað að það sé oft búið að skipta um haus og hamar. Þ.e. þú kaupir hamar og notar í nokkurn tíma þar til að skaftið eyðilegst. Þá skiptirðu um skaft. Svo eftir einhver ár er hamarshausinn orðinn það slitinn að þú þarft að skipta um hann. Og fljótlega þarf að endurnýja skaftið. Samt er þetta alltaf sami gamli hamarinn- eða hvað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.8.2009 | 15:01
Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11
Í síðustu færslu skrifaði ég um elsta hús Oddeyrar, Gránufélagshúsin. Því er ekki úr vegi að birta hér umfjöllum um elsta hús Innbæjarins og þar af leiðandi elsta hús Akureyrar. Gömlu bæjarhlutarnir á Akureyri eru raunar tveir, Innbærinn og Oddeyri og lengi vel voru þetta tvö "sjálfstæð" þorp aðskilin með brattri og torfærri brekku. Innbærinn er miklu eldri, en hús dagsins með tekur Gránufélagshúsin, 136 ára, í nefið hvað aldur snertir. En Hafnarstræti 11 eða Laxdalshús er 214 ára, reist 1795.
Laxdalshús er kennt við Eggert Laxdal kaupmann en hann bjó í því frá því um 1875 til 1900. Húsið reisti hins vegar danskur kaupmaður, G.A. Hann stóð fyrir verslun þarna til 1808 er hann var dæmdur fyrir fjársvik og erlend fyrirtæki, kröfuhafar Kyhns eignuðust húsið og reksturinn en eftir það gekk húsið og verslunarreksturinn oftsinnis kaupum og sölum fram eftir 19. öldinni. Verslun mun hafa verið rekin í húsinu fram vel fram yfir 1900. Tvisvar var þetta hús hætt komið en árin 1901 og 1912 brunnu öll næstu hús við Laxdalshúsin í tveimur af þremur* "bæjarbrunum" á Akureyri. Enda kemur í ljós að öll hús á fleyglaga reitnum sem afmarkast af syðsta hluta Hafnarstrætis og nyrsta hluta Aðalstrætis eru reist eftir 1901 og aðeins eitt, utan Laxdalshúss, fyrir 1912. Eins og oft var með eldri timburhús þegar líða tók á 20. öldina varð húsið "leigukassi" en bærinn eignaðist það 1942 og lengst af var viðhaldi lítið sinnt. Um 1980 var húsið hins vegar tekið í algera yfirhalningu og var endurgerð þess lokið á nokkrum árum. Síðan þá hefur ýmis starfsemi verið í húsinu, veitingasalur, skrifstofur og nú er húsið notað undir ýmsar sýningar og menningarviðburði. Þessi mynd er tekin í júní 2006.
*Þriðji "bæjarbruninn" varð á Oddeyri 1906 þegar öll efstu hús við Strandgötu, þrjú stærstu hús bæjarins, öll nýbyggð þaraðauki brunnu til grunna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 14:00
Hús dagsins: Gránufélagshúsin, Strandgata 49
Strandgata 49 mun vera elsta hús sem enn stendur á Oddeyri. En miðað er við að byggingarár hússins sé 1873 þegar vestasti hlutinn var reistur, en það er hlutinn sem er næst á myndinni. Þar var raunar um að ræða eldra hús sem var reist á Vestdalseyri við Seyðisfjörð en tekið niður og reist aftur hér. Húsið mun hafa risið í áföngum og verið fullklárað um 1885. Raunar eru þetta þrjú hús hver með sínum einkennum eins og sjá má. Ef vel er að gáð má sjá að risið á austurhlutanum er portbyggt* , en ekki á þeim vestasta og á honum er stór miðjukvistur. Austurhlutinn mun vera yngstur þessara bygginga. Miðhlutinn, tveggja hæða bygging með brotnu risi er sennilega sá sem gefur húsinu mestan svip. Sá hluti var kallaður Mikla bygging, enda var þetta hæsta hús á Oddeyrinni þegar það var byggt. Þetta hús var í eigu Gránufélagsins, sem var verslunarfélag, stofnsett 1870. Helstu forvígismenn þess voru Tryggvi Gunnarsson og sr. Arnljótur Ólafsson. Ári síðar keypti félagið Oddeyrina eins og hún lagði sig af Þorsteini Daníelssyni á Skipalóni og sá félagið um lóðasölu þegar byggð hófst á Oddeyrinni á 8. og 9. tug 19. aldar. Gránufélagið var afar umsvifamikið á áratugunum 1870-1900 en tók að halla undan fæti upp úr aldamótum og 1912 komst það í eigu Hinna sameinuðu Íslenskra Verslana, sem hafði skrifstofur í þessu húsi til 1926. Kannski er það dæmi um hversu ráðandi Gránufélagið var að gata á Oddeyrinni heitir eftir því. Húsið var alla tíð iðnaðar- og verslunarhúsnæði og veit ég ekki til þess að búið hafi verið í því, en það getur hins vegar meira en vel verið. Um 1990 var þetta hús orðið nokkuð hrörlegt. Það var einnig gjörbreytt að innan frá fyrstu gerð, enda starfandi vélsmiðja í því. Þá hafði einhvern tíma verið byggt mikil steinsteypubygging; renniverkstæði við húsið aftan til. En haustið 1993 lauk endurgerð hússins og þar opnaði skemmtistaðurinn við Pollinn. Síðan hefur verið veitingastarfsemi í húsinu og nú er hér skemmtistaðurinn Vélsmiðjan, en það heiti hefur beina skírskotun í fyrra hlutverk hússins.
*Portbyggt ris: Portbyggt merkir að risið er "upphækkað" Þ.e. í stað þess að súðin myndi horn við gólfflöt, kemur eins konar framlenging eða upphækkun á fyrstu hæðinni ( eða hæðinni undir risinu ).
PS. Ég segi hérna efst að Gránufélagshúsin sé elsta hús á Oddeyri. En bíðum við,við Eiðsvallagötu 14 stendur hús sem kallað er Gamli Lundur. Það mun byggt 1858. En hins vegar var hinn upprunalegi Lundur rifin til grunna um 1980 og nýtt hús, nákvæm eftirlíking reist í staðinn. Þannig er Gamli Lundur sem nú stendur ekki nema 25-30 ára. Hins vegar má alltaf tína til með mörg gömul hús sem gerð hafa verið upp, að kannski eru ekki nema örfáir bjálkar eftir frá upphafi; margsinnis búið að skipta um haus og hamar þannig að ekki er kannski allt sem sýnist í þeim efnum.
Myndirnar í þessari færslu eru teknar í maí og júní 2006.
Bloggar | Breytt 30.7.2009 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 17:30
Hús dagsins eða öllu heldur Gata dagsins
Að þessu sinni eru hús dagsins fleiri en eitt og tek ég fyrir heila götu eða svo gott sem. Þessi mynd er tekin af Strandgötu á Oddeyri á frostköldum janúardegi 2009. En Strandgata er elsta gata Eyrarinnar og lá meðfram fjörunni, líkt og göturnar í Innbænum, Hafnarstræti og Aðalstræti. Við götuna standa hús af mörgum ólíkum gerðum. Á þessari mynd sjást best eftirfarandi hús:
Strandgata 45 er lengst til hægri. Er þetta eitt elsta steinsteypta hús á Akureyri og var byggt 1914. Líkt og elstu steinhúsin ber það greinilega svipmót timburhúsa ( sjá færslu 13.júlí sl. ) og nægir að líta til næstu tveggja húsa fyrir neðan. En í Strandgötu 45 var íþróttafélagið Þór stofnað árið 1915. Næst er Strandgata 43 en það hús var byggt 1920. Skilst að það hafi verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Strandgata 41 var reist 1901 og var þar lengi vel bakarí. Upphaflega var það Brauðgerðarfélag Akureyrar sem hafði þar starfsemi en 1912 keypti Kristján Jónsson, sem Kristjánsbakarí er kennt við húsið. Húsin með lágu risunum, á þremur og fjórum hæðum eru nr. 39 og 37. Reist 1907 ( 39 ) og nr. 37 er byggt í áföngum frá 1930 til 1950. Vinstra megin sjást síðan öllu yngri hús, en þau eru reist á uppfyllingu frá því um 1995. Glerbyggingin er hús líkamsræktarstöðvarinar Átaks, byggt 1997 og stækkað 2006 en þar á bak við gnæfir svo yfir Menningarhúsið Hof, sem enn er í smíðum en bygging þess hófst 2007. Í baksýn er síðan neðri Brekkan og Hlíðarfjallið en staðurinn sem þessi mynd er tekin er einn tilkomumesti útsýnisstaður Akureyrar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 12:46
Gránar í fjöll
Boðað miðsumarhret hefur ekki látið á sér standa hér fyrir norðan. Þessa stundina er nokkuð hvöss norðurátt og hiti var um 6°C fyrir hádegi. Gegnum skýjaþykknið hefur mátt greina það að gránað hefur í hærri fjöll fram í Eyjafirði, t.a.m. voru Staðarbyggðarfjall og Tungnafjall með gráan koll. ( Þau eru reyndar "aðeins" 1000-1100m og það telst ekki hátt á Eyfirskan mælikvarða ) Eitthvað hefur einnig snjóað í Hlíðarfjall og Súlurnar sýnist mér. Það hlýtur að teljast til tíðinda að það gráni í fjöll í júlí en það gerist þó öðru hverju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2009 | 14:39
Hús dagsins: Lækjargata 6
Margir sem fylgdust með dægurmálum og pólítík Akureyrar fyrir áratug ættu að kannast við hús dagsins. En Lækjargata 6 var eitt helsta deilumál bæjarins árið 1998 en vík ég að því rétt á eftir. En húsið var byggt 1886 af þeim Þórði Thorarenssen gullsmiði og Kristjáni Gíslasyni söðlasmiði. Hér er merkileg tilviljun: Þórður Thorarenssen byggði líka Aðalstræti 13, sem brann í gær og bæði húsin voru 111 ára þegar kviknaði í þeim. Á gömlum myndum af húsinu sýnist mér sem það hafi staðið á einskonar eyju í Búðarlæknum en það gæti verið vitleysa hjá mér. Frá upphafi hefur húsið verið íbúðarhús og margar fjölskyldur búið í því í lengri og skemmri tíma. Í upphafi var þetta glæsilegt stórhýsi en eftir því sem leið á 20.öldina fór ástand hússins hrakandi og í aðalskipulagi frá 1973 er gert ráð fyrir að húsið víki. Enda stóð ( og stendur enn ) húsið á mjög óheppilegum stað á horni Lækjargötu og Spítalavegs og algengt var að bílar vermdu horn hússins á leið niður síðarnefndu götuna.
17.janúar 1998 kviknaði í húsinu og skemmdist það töluvert, eins og sjá má myndinni vinstra megin. Vikuna áður mun Akureyrarbær hafa keypt húsið til niðurrifs. Vegna hins háa aldurs voru ekki allir á eitt sáttir með niðurrif hússins. Miklar deilur risu í bæjarkerfinu, og man ég eftir að einhver bæjarfulltrúinn sagði á fundi sem sýndur var á Aksjón*: "þetta er ljótt hús og ekkert með það gera ". Við skoðun hússins kom einnig í ljós merkileg byggingargerð þess, sem ekki var vitað um: Húsið var bindingsverkshús, það eina sinnar tegundar á Akureyri. En það hafði verið byggt þannig að grindinni var slegið upp ásamt innri klæðningu og steypu hellt ofaní. Steypan var þannig eins og einangrun í timburgrindinni. Mun það hafa aukið enn á varðveislugildi hússins, sem var talið lítið sem ekkert fyrir brunann.
Eftir talsvert þref var ákveðið að leyfa húsinu að standa og selja það til uppbyggingar, og voru margar lausnir ræddar. Ein var sú að hafa þá kvöð á húsinu að það skyldi flutt um fáeina metra frá horninu m.a. til að rýmka fyrir umferð, en fallið var frá því. Þó var húsið sett á aðeins hærri grunn og líklega hnikað til um einhverja centimetra. En endurgerð hússins hófst haustið 1999 og var lokið að fullu um 2004, og eins og sjá má myndinni t.h. tókst hún glæsilega upp. Er húsið nú hin mesta prýði og hefur fengið því sem næst upprunalegt útlit. Vinstri myndina tók ég í október 1998 en hina myndina 25.júní 2006 og sýna þessar myndir glögglega árangurinn.
*Aksjón var "local" sjónvarpsstöð Akureyringa, sem starfaði frá 1997 til 2002-3 ( að mig minnir ). Hún sýndi m.a. frá bæjarstjórnarfundum en aðalþátturinn var fréttaþátturinn Kortér, sem var alltaf sýndur kortér í og yfir heila tíman frá 18-21.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 27
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 428
- Frá upphafi: 450750
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 320
- Gestir í dag: 22
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar