Færsluflokkur: Bloggar
27.4.2011 | 18:49
Hús dagsins: Oddeyrargata 3
Oddeyrargata er ein af eldri og rótgrónu götunum á Akureyri. Þar standa að mestu eldri steinsteypuhús, byggð frá 1920 til 1935 en þetta hús, Oddeyrargata 3 er elst húsa við götuna og er húsið byggt 1908. Húsið er eitt fárra timburhúsa við götuna, og er dæmi um einföld, lítil og látlaus timburhús frá byrjun síðustu aldar. Ekki er húsið þó alveg laust við skraut, því ef vel er að gáð má sjá útskornar sperrutær skaga út undir slútandi þakbrún á gafli. Oddeyrargata 3 er einlyft á steinkjallara með háu portbyggðu risi. Portbyggð ris eru þannig að gólf rishæðar stendur lægra en þakbrúnin, þ.e. súðin nær ekki niður á gólf. Húsið er að líkindum næsta lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan nema hvað forstofubygging á gafli er seinni tíma viðbót. Húsið er nú einbýlishús og hefur líkast til verið alla tíð, en á fyrri hluta 20.aldar var hins vegar ekki óalgengt að margar fjölskyldur byggju í húsum af þessari stærð. Húsið er mikil prýði í götumyndinni og stendur á stórri og gróinni lóð. Þessi eini gluggi á götuhlið gefur húsinu dálítið skemmtilegan svip. Þessi mynd er tekin sl. miðvikudag, 20.apríl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2011 | 13:57
Hús dagsins: Helgamagrastræti 17; Völuból
Fyrsta "Hús dagsins" á sumrinu 2011 er þetta reisulega steinhús við Helgamagrastræti 17. Húsið er tvílyft steinsteypuhús en hluti þess ein hæð á kjallara en norðurhluti tvær hæðir á kjallara og er húsið að mörgu leyti dæmigert fúnkís-hús, þar sem kassalögun og einfaldleiki er áberandi. Fúnkísstíll er einmitt mjög áberandi við Helgamagrastrætið en gatan byggðist að mestu 1935-50 þegar sú húsagerð var mjög ríkjandi. Einhverjir kunna að taka eftir skátaliljunni á garðshliðinu en Helgamagrastræti 17 er mjög tengt sögu skátastarfs á Akureyri. Húsið var nefnilega svo áratugum skipti skátaheimili Valkyrjunar, sem var félag kvenskáta á Akureyri. En lengst af var skátastarf í bænum kynjaskipt (slíkt tíðkast víða í heiminum enn í dag) og störfuðu kvenskátar undir nafni Valkyrjunnar og karlskátar hjá Skátafélagi Akureyrar en þessi félög voru sameinuð undir nafni Klakks árið 1987. Brynja Hlíðar lyfjafræðingur sem var mikilvirkur skátaleiðtogi reisti húsið árið 1945. Byggði hún húsið sem íbúðarhús. En á þessum tíma var skátastarf í bænum mjög öflugt, bæði hjá SKFA og Valkyrjunni og þar fóru fremst í flokki áðurnefnd Brynja Hlíðar hjá Valkyrjunni og Tryggvi Þorsteinsson hjá Skátafélagi Akureyrar. Þau hefðu bæði orðið 100ára í vetur, Brynja í nóvember sl. (f. 9.10.1910) en Tryggvi var fæddur 24.4.1911 og hefði því orðið 100 ára nk. sunnudag. Brynja Hlíðar fórst 29.maí 1947 í hinu hörmulega flugslysi við Héðinsfjörð. Guðbrandur, bróðir Brynju erfði húsið og upp úr 1950 keypti Valkyrjan húsið af honum og innréttuðu þarna félagsheimili. Kölluðu þær húsið Völuból og var heimili Valkyrjunar í fjóra áratugi eða svo. Einnig var búið í húsinu á meðan það gengdi hlutverki skátaheimilis. Nú eru í húsinu tvær íbúðir að ég held. Þessa mynd tók ég af Völubóli síðasta vetrardag, 20.apríl sl.
Eflaust eru margar skátakonur sem luma á áhugaverðum og skemmtilegum sögum úr Völubóli eða kunna einhvern frekari fróðleik um húsið. Slíkar viðbætur við pistilinn eru vel þegnar hér í athugasemdakerfið eða gestabók.
Bloggar | Breytt 20.8.2017 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2011 | 13:54
Gleðilegt sumar
Óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka fyrir veturinn. Hér norðan heiða er sumarlegt (eða allavega vorlegt
) um að litast; skýjað og 8 stiga hiti en sólin hefur gægst fram öðru hverju. Snjólaust í byggð og snjór að mestu horfin úr Vaðlaheiði en vesturfjöllin, Hlíðarfjallið og Súlurnar á kafi í snjó, enda mikið hærri. Skilst að sumar og vetur hafi víða frosið saman en það boðar víst gott sumar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.4.2011 | 16:01
Hús dagsins: Enn fleiri býli í Glerárþorpi
Glerárþorp hefur orðið svolítið útundan hjá mér í umfjöllun minni en sl. vikur hef ég reynt að bæta úr því. En þorpið er töluvert frábrugðið Innbænum og Oddeyrinni að því leiti að þar er ekki um heilsteyptar götumyndir gamalla bygginga að ræða heldur eru þetta gömul grasbýli sem dreifast um stórt svæði. Stundum eru farnar Sögugöngur um Þorpið en þær eru ekki nærri eins algengar og um Eyri og Innbæ, þar sem slíkar göngur eru haldnar 1-2svar hvert einasta sumar. Ég man eftir að hafa farið í Sögugöngur 2000, 2002 og 2005 eða 6 um Glerárþorp. En það hafa oft liðið nokkur ár án Þorpsgangna. En ég tók mér göngu um Þorpið 3.apríl sl. og smellti af þessum myndum.
Fyrst ber okkur niður við Sjónarhól en húsið stendur við Hörgárbraut skammt neðan við Shell bensínstöðina á mikilli og gróinni lóð um 50m frá veginum. Allir sem koma til Akureyrar að sunnan sjá því þetta hús á leiðinni inn í bæinn en neðan við Sjónarhól er mikil brekka á leiðinni í bæinn. En Sjónarhóll er byggður 1938, einlyft steinhús með risi og miðjukvisti.
Þetta hús held ég nokkuð örugglega m.v. kort á bls. 234 í Steindóri Steindórssyni (1993) og lista á bls.91-92 í sömu bók að sé Brekka Þetta hús er Hvoll og stendur nr. 10 við Stafholt. En húsið er lágreist einlyft timburhús með risi með lítilli forstofubyggingu framan á og einlyftri viðbyggingu á gafli. Stendur á hól í krikanum þar sem Stafholtið sveigir niður að en gatan liggur í sveig uppí móti frá Miðholti en síðan í vinkilbeygju niður aftur að sömu götu.Hvoll er byggt 1902 og mun vera elsta hús sem enn stendur í Glerárþorpi.en húsið stendur við Stafholt ofarlega við götuna og er sagt nr. 16 við götuna.
Sandgerði, einlyft steinhús með risi frá 1923 stendur spölkorn frá Krossanebraut á brún mikillar brekku ofan Sandgerðisbótar sem væntanlega heitir eftir býlinu.
Byrgi stendur rétt ofan Sandgerðisbótar, um 200m sunnar og neðan Sandgerðis. Húsið er steinsteypt stórhýsi frá því um 1925 en upprunalega var byggt á Byrgi árið 1898. Gaflskaut á húsinu virðist undir áhrifum frá Jugendstíl.
Heimild: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri, höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Breytt 25.4.2011 kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2011 | 14:26
Síðvetrardagur á Súlumýrum
Súlumýrar eru víðáttumiklar mýrar í 400-500m hæð á heiði sem liggur norður og austur af Súlutindi. Mýrarnar eru vinsælar til útivistar allan ársins hring en best gæti ég trúað að umferðin sé meiri á veturnar ef eitthvað er, þegar vélsleða og jeppamenn þenja þar fákana. 26.mars sl. var ég staddur með skátasveit í Fálkafelli og smellti af m.a. þessum myndum.
"Jeppaþing" á sléttunni sunnan Fálkafells. Á góðum dögum er umferð jeppa og sleða um þetta svæði nánast eins og á Miklubraut og þarna töldum við uppundir 30 ökutæki. Í baksýn er svo Kaupangssveitarfjall (um 700m)
Kaldbakur (1173m) séður frá Mýrunum, nær er Kræklingahlíð og Síðu- og Giljahverfi. Þarna er geysigott útsýni út Eyjafjörð og Akureyri og nágrenni er líkast útbreiddu landakorti.
Skátar bralla aldeilis fjölmargt- og hér er skátaflokkurinn Gullernir að reisa snjóhús með timburgrind í brekkunni vestan Fálkafells. Er það einstakur byggingarstíll, þar sem fyrst er slegin upp grind með trönum og svo snjór hlaðinn utaná og inn á milli trana. Þetta hús hefði auðvitað átt að friða af þeim sökum og vera "Hús dagsins" en það var rifið daginn eftir og efni flutt á sinn stað- þar sem það skapaði hættu fyrir sleðamenn og hefði orðið ruslaralegt þegar snjóa leysti.
Gamli er skátaskáli sunnar á Súlumýrum, beint ofan Kjarnaskógar og Hamra um 2km sunnan Fálkafells. Þarna er oft mjög hvasst og í einhverjum hviðunum í vetur hefur eldiviðarskúrinn t.v. á myndinni látið undan. Þrátt fyrir Gamla-nafnið er skálinn rétt liðlega þrítugur, byggður 1979, en hann mun kenndur við Tryggva Þorsteinsson, kennara, skólastjóra og skátaforingja með meiru en hann var stundum kallaður Gamli. Tryggvi hefði einmitt orðið 100 ára á páskadag (24.apríl) og til stendur að halda uppá það meðal skáta á Akureyri með söngdagskrá og þá er einnig í gangi sögusýning á Amtsbókasafninu.
Myndin er tekin úr hinni geysigóðu sleðabrekku bakvið Fálkafell, þar sem sjást ótal spor og snjóþotuför eftir skáta á leið í brekkuna, verklegur "38" Land Rover á ferðinni og við skálann er hópur af göngufólki sem kom sunnan að. Sem sagt nóg um að vera og líf og fjör við Fálkafell.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2011 | 22:09
Ísjaki á Eyjafirði 2005
Meðal þeirra mynda sem ég hef grafið uppúr myndasafni úr eldri myndavél sem ég átti eru myndir af þessum volduga sem rak inn á Eyjafjörð vorið 2005. Þetta var heljarinar jaki, sennilega uppundir 10-20 m á hæð og tugir metra í þvermál. Og að sjálfsögðu eru ósköpin öll af ís undir yfirborðinu því eins og mörgum er kunnugt eru það aðeins 10% ísjaka sem standa uppúr sjó. Myndin er tekin skammt sunnan við bæinn Rauðuvík ( um 15km framan við Dalvík) 22.maí 2005.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2011 | 21:56
Hús dagsins: Lundargata 8
Þannig er mál með vexti að ég hef átt tvær stafrænar myndavélar í gegn um tíðina, þá fyrri átti ég frá 2003-06. Ég er með myndasöfnin úr hvorri vél aðskilin, enda var það allt annað "sýstem" að ná myndum úr gömlu vélinni. En við skoðun á myndasafninu úr gömlu vélinni rakst ég á eina húsamynd sem ég hef ekki birt hér.
Húsið á myndinni er númer 8 við Lundargötu og stendur á horni götunnar og Gránufélagsgötu. Húsið var byggt árið 1898 af þeim Jóhanni Ólafssyni og Sigurði Kristjánssyni og hefur líkast til verið parhús frá upphafi. Lundargata 8 er einlyft timburhús á steinkjallara með portbyggðu risi og stórum miðjukvisti og er húsinu skipt í miðju þ.a. að hvor eignarhlutur fær helmingin af kvistinum. Í norðurhluta var lengi vel sérstök íbúð á loftinu. Húsið er næsta lítið breytt frá upphafi a.m.k. að utan, enn eru krosspóstar og líklega eru forstofubyggingar á göflum einnig frá upphafi. Klæðning er svokallað rósajárn eða steinblikk, zinkblönduklæðning sem líkir eftir múrhleðslu. Er þessi klæðning mjög algeng á eldri timburhúsum á Akureyri en næsta sjaldgæf annars staðar- enda var aðeins einn maður sem flutti þetta inn og hann var búsettur hér. Nánar tiltekið, var maður þessi búsettur hinu megin við þetta horn í Lundargötu 10 og hét Gunnar Guðlaugsson. Margir hafa átt heima í húsinu þessa rúmu öld. Um áratugaskeið bjó hér kona að nafni Anína Á. Arinbjarnardóttir ásamt syni sínum, Arinbirni Guðmundssyni, sjómanni og starfsmanni ÚA lengi vel. Arinbjörn lést 1988 og var einn hinna fyrstu Þórsara, nánar tiltekið stofnfélagi nr. 18. (Það er kannski ekki tilviljun, að húsið hefur lengi vel verið hvítt og rautt ). Lóðin norðan megin gekk lengi vel undir nafninu Anínublettur, eftir húsfrúnni. Þrátt fyrir að vera lítið breytt frá upphafi er húsið í góðri hirðu, m.a. með nýjum gluggum og báðir eignarhlutar hafa tiltölulega nýlega verið teknir í gegn að innan. Þessi mynd er tekin þann 21.janúar 2005.
Bloggar | Breytt 29.9.2018 kl. 17:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2011 | 17:17
Hús dagsins: Norðurgata 16

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2011 | 18:03
Hús dagsins: Hríseyjargata 1
Hríseyjargata heitir neðsta þvergatan í eldri íbúðarbyggð Oddeyrar. En þær eru milli Glerárgötu í vesturs og Hjalteyrargötu í austri Lundargata, Norðurgata, Grundargata og svo Hríseyjargatan. Þær eru h.u.b. í aldursröð en Hríseyjargatan er að mestu leyti byggð eftir 1920, löngu seinna en efri göturnar. Ef undan er skilið elsta húsið, Hríseyjargata 1, sem byggt er 1903. Húsið reisti maður að nafni Árni Pétursson sem bakhús við Strandgötu og líklega var það geymsluhús í fyrstunni. Er húsið steinhús og í einhverri Sögugöngu um Oddeyrina heyrði ég að þetta hús hefði verið kallað Steinöld (talað um Árna í Steinöld). En þetta er sennilega eitt alfyrsta steinsteypuhús á Akureyri, en mörg ár liðu þar til farið var að reisa stórhýsi og veglegri íbúðarhús úr steinsteypu hér. Húsið hefur verið stækkað nokkrum sinnum fyrst uppúr 1920, mun fyrst hafa verið einlyft en um 1925 var byggð hæð ofaná og ris. Þá var því breytt í íbúðarhús. Sennilega er húsið töluvert breytt bæði að utan frá upphafi, en slíkt hlýtur að teljast nokkuð eðlilegt þegar tæplega 110 ára hús í hlut. Kröfur íbúa taka nefnilega ýmsum breytingum á þeim tíma. Nú er húsið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð og er í nokkuð góðu standi, er einfalt og látlaust. Þessi mynd er tekin 12.mars sl.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2011 | 17:02
Hús dagsins: Strandgata 33
Á lóðinni var fyrst reist hús árið 1884. Var það tvílyft timburhús með háu risi á kjallara en seinna var það stækkað og settur á það stór kvistur og tveir turnar. Þegar það hús var upp á sitt besta var það ekki ósvipað húsinu París við Hafnarstræti í útliti. Þar var starfrækt hótel sem kallaðist Hótel Oddeyri og mun það hafa verið allt það glæsilegasta. En það brann árið 1908- en það virðist ekki hafa verið óalgengt á þessum tíma að þannig færi fyrir hótelum. Hjónin sem byggðu upprunalega húsið ráku hótelið hétu Ólafur Jónsson og Anna Tómasdóttir- en eftir lát hans annaðist hún reksturinn ein.
Það var síðan árið 1924 að maður að nafni Ólafur Ágústsson reisti þetta hús sem nú stendur og sést á myndinni. Er þetta tvílyft steinsteypuhús á kjallara með risi. Húsið er undir talsverðum áhrifum frá Jugendstíl en hann felst í miklu skrauti kringum dyr, glugga, á köntum og þaki og eru m.a. bogadregnar línur þar einkennandi. En eins og sjá má eru steyptir þak og kvistkantar bogadregnir sem og kantar yfir gluggum og gefur það húsinu mjög sérstakan svip. Ekki eru mörg Jugendhús hér í bæ, en þau eru nokkur og eru byggð á svipuðum tíma 1925-30. Svolítill Jugendsvipur er á húsunum nr. 25 og 27a við Brekkugötu. Miklu vinsælli varð Fúnkísstíll (ca. 1935-50) en andstætt við Jugend er þar allt skraut og prjál í algjöru lágmarki. En Strandgata 33 virkar traustlegt hús. Það er háreist, trúlega hátt til lofts og jugendskrautið gefur því glæsilegan svip. Það er mjög áberandi í húsaröðinni við Strandgötunni sem er einskonar "frontur" á Oddeyrinni. Í húsinu eru að ég held þrjár íbúðir, ein á hvorri hæð og í risi. Þessa mynd tók ég í marssólinni fyrir viku síðan, 12.3.2011.
Bloggar | Breytt 13.6.2013 kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 0
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 224
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar