Færsluflokkur: Bloggar
5.6.2011 | 21:00
Fleiri plöntur
Eitt af því sem ég hef stundum ljósmyndað eru villtar plöntur. Ég á nokkrar myndir og hef þegar deilt nokkrum- en hér koma nokkrar í viðbót.
Hér má sjá Ljónslappa (Alchemilla alpina). Þessi brúskur er í um 350m hæð y.s. á mel nokkrum skammt norðan Fálkafells ofan Akureyrar. Myndin tekin að kvöldi 9.júlí 2009.
Enn erum við stödd á melnum norðan Fálkafells en þetta góðviðriskvöld, 9.júlí 2009, tók ég einmitt létta göngu frá Hömrum uppá Súlumýrarbrúnirnar og niður hjá Fálkafelli. Myndavélin var auðvitað með í för og hefur afraksturinn sést hér á síðunni nokkrum sinnum. En þessi planta heitir því skemmtilega nafni Geldingahnappur ( Armeria maritima). Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið er tilkomið. E.t.v. hefur plantan verið vinsælt fóður hjá geltum búpening () en latneska heitið gefur til kynna tengingu við sjó, sbr. Maritima.
Blóðberg (Thymus praecox). Þessi runni er einnig á melnum við Fálkafell. Blóðberg er mikið sem kryddjurt við matargerð og blóðbergste þótti löngum og þykir enn mikill heilsubótardrykkur.
Nú færum við okkur niður á láglendi, nefnilega niður á Hólma sunnan Akureyrarflugvallar en þar er þessi Umfeðmingur (Vicia cracca). Umfeðmingurinn virkar ekki ósvipaður lúpínu- enda skyldur henni, en við nánari skoðun eru líkindin svosem ekki mikil, önnur en blái liturinn. Myndin af umfeðmingnum er tekin nákvæmlega 13 mánuðum seinna en hinar myndirnar í færslunni þ.e. 9.ágúst 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2011 | 19:34
Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi
Hér koma nokkur eldri býli í Glerárþorpi. Eins og öll eldri hús í Glerárþorpi hafa þessi hús staðið í tveimur sveitarfélögum, en alltaf staðið á sama stað. En hvernig má það vera? Jú, fram til 1955 tilheyrði Glerárþorp nefnilega Glæsibæjarhreppi enda var um dreifbýli að ræða-þéttbýlismörkin lágu við Gleránna. Um svipað leyti var byggð brú skammt norðaustan SíS verksmiðjanna og þjóðvegurinn lagður þvert gegn um Þorpið- þá leið sem hann liggur enn um Hörgárbraut. Brúin frá 1955 er enn í fullri notkun en seinna var hún tvöfölduð, þ.e. reist önnur við hliðina. Nú er Glerá mest brúaða vatnsfall á Íslandi (a.m.k. miðað við lengd) En hér eru húsin.
Yfirleitt voru húsin í Glerárþorpi smá og léleg framan af en á 3. og 4.áratug 20.aldar risu þar þó nokkur steinsteypt stórhýsi. Meðal þeirra var Sandvík, sem nú stendur við Lyngholt 30 á lágri brekkubrún ofan iðnaðarsvæðis við Óseyri. Húsið er reist 1929, einlyft steinhús á háum kjallara. Skraut á göflum og kvisti undir áhrifum frá Jugendstíl. Líklega er útbygging á gafli seinni tíma viðbót en húsið var allt tekið til endurbóta fyrir rúmum áratug og klætt timbri.
Á sömu brekkubrún um 300 metrum norðar en Sandvík stendur Brautarholt. Húsið er byggt 1933, tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki.
Við Krossanesbraut á hæð ofan Sandgerðisbótar og litlu norðar og ofan við býlið Sandgerði stendur þetta einlyfta steinhús, Lundeyri og er það byggt 1946. Byggt hefur verið við húsið a.m.k einu sinni en við austurgafl má sjá garðskála. Húsið er með lágu risi sem er dálítið sérstakt að því leyti að það er brattara öðru megin, mænirinn þannig ekki ofan við miðju hússins. Þess konar ris hefði ég kallað ójafnt eða misbratt ris en ég veit ekki hvort þessi þakgerð hafi sérstakt heiti en misbrött ris eru raunar ekkert óalgeng.
Þessar myndir eru teknar síðdegis sl. sunnudag 22.maí 2011.
Bloggar | Breytt 1.6.2011 kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.5.2011 | 20:02
Öskudiskur á Akureyri
Í 6 fréttunum í gær heyrði ég af því að aska hefði fallið í Vaglaskógi. Þá taldi ég að nú færi að styttast í eitthvað hér og setti út hvíta undirskál um klukkan 19. Og þessi mynd er tekin um kl. 21, eftir 2klukkustundirm og þá mátti greina nokkur korn á diskinum:
Þetta er frekar lítið magn, á mörkum þess að sjást greinilega- og gæti allt eins verið "venjulegur skammtur" af svifryki. En þetta er klárlega aska. En seinna um kvöldið mátti greina þunnt lag á ljósum bílum og hvítu yfirborði og í morgun var lagið orðið greinilegt. Kíkjum næst á undirskálina góðu eftir sólarhring.
Svona lítur skálin út kl. 19 þann 23.maí, eftir sólarhring útivið- og "árangurinn" er greinilegur. Það hefur einnig verið talsverð úrkoma- snjókoma! þannig að þetta klessist við yfirborð og fýkur síður burt. Um kl. 23 ákvað ég að þurrka af helmingi disksins til að sjá hvað bættist við, og merkti hvoru megin. En það sést ekki munur milli helminga. Enda er yfirborð skálarinnar hallandi og þegar rignir á hana sígur allt niður að miðjunni.
![]() |
Öskugrátt í Hlíðarfjalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 17:26
Hús dagsins: Skarðshlíð 36-40 og Undirhlíð 3. Elsta og yngsta fjölbýlishúsið í Glerárþorpi.
Brá mér út áðan í göngu um neðanvert Glerárþorp-með myndavélina að sjálfsögðu. M.a. myndaði ég tvenn fjölbýlishús sem standa á svipuðum slóðum en þetta eru annars vegar elsta og hinsvegar yngsta fjölbýlishúsið í Glerárþorpi og aldursmunurinn á þeim er rétt innan við hálf öld.
En Skarðshlíð 38-40 er byggt árið 1965. Það er steinsteypt, þrjár hæðir auk kjallara og í því eru þrír stigagangar og íbúðirnar um 24. Stendur húsið undir klöpp og brekku neðan býlanna Ásbyrgis og Skúta. Er þetta í raun fyrsta stóra fjölbýlishúsið eða blokkin á Akureyri. Eldri fjölbýlishús eru reyndar á Oddeyri en það eru mikið minni hús- þetta er líkast til fyrsta fjölbýlið í bænum með fleiri en 10 íbúðum. Skarðshlíð 36-40 er einnig eitt fárra fjölbýlishúsa hér í bæ þar sem bílskúr fylgir nokkrum íbúðum og er slíkt raunar fátítt í stórum fjölbýlishúsum. (Nú eru reyndar oftast hafðir bílastæðakjallarar undir fjölbýlishúsum- en það er auðvitað ekki sama og bílskúr) En bílskúrabygging stendur uppí brekkunni norðan við húsið. Blokkin er sú fyrsta af mörgum sem risu 1965-70 við Skarðshlíð á kaflanum frá Glerá (beint á móti SíS verksmiðjunum) uppað Ásbyrgi. Húsið og lóð og umhverfi þess eru í mjög góðri hirðu.
Undirhlíð 3 er einum 46 árum yngri en Skarðshlíðarblokkin og talsvert ólík bæði að stærð og gerð. Byggingarár er 2011- enda er húsið óklárað og er þetta því yngsta fjölbýlishús í Glerárþorpi. Húsið verður sjö hæðir á kjallara og í því verða 27 íbúðir. Húsið er í hópi hærri bygginga á Akureyri en hæstu hús hér eru 9 hæðir. Það er byggingarverktakinn SS Byggir sem byggir húsið eftir teikningum Kollgátu og þar verða í boði íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Hér eru meiri upplýsingar um húsið. Myndirnar eru teknar fyrr í dag, 22.maí 2011.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2011 | 00:56
Ef sá ameríski...

![]() |
Horfði á bólsturinn koma upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2011 | 17:45
Geimskot!
Stundum kemur það fyrir að ég er á réttum stað á réttum tíma. Fyrir réttum þremur árum, 31.maí árið 2008 var ég staddur í Flórída og þá var skotið upp frá Cape Canaveral. Man ekkert hvað farið hét- en ferðinni var heitið í geimstöð til viðhalds. Ekki náðum við nú á staðinn, en héldum af stað og rétt utan við Orlando náði ég þessum myndum.
Ekki er þetta nú kannski merkileg mynd að sjá- en hvíta rákin og blossinn fyrir miðri mynd er umrætt geimskot.
"Zoomað " að geimflauginni. Hina myndina tók ég án aðdráttar til að sýna trén á jörðu niðri svo ekki færi milli mála af hverju myndin væri.
Hér er fólk að fylgjast með geimskotinu af þjóðvegi 528. Hann liggur milli Orlando og Cocoa Beach, sem er bær litlu stærri en Akureyri, um 10km sunnan við Canaveralhöfða.
![]() |
Endeavour skotið á loft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2011 | 20:42
Nokkrar plöntur
Nú er maí hálfnaður og sumar búið að standa í þrjár vikur; skv. almanakinu. Það er allavega enginn vafi á því að vorið er löngu komið: farfuglarnir að týnast heim, birkitrén farin að sýna grænan lit og Vaðlaheiðin að mestu snjólaus. Þá má heita að hætt sé að dimma yfir nóttina- sumarið er þannig rétt handan við hornið- og eflaust margir sem segja bara að sumarið sé komið. Hér eru nokkrar myndir sem aldeilis minna á sumarið- af nokkrum íslenskum plöntum.
Gulmaðra (Galiverum verum) á mel í Glerárþorpi skammt sunnan Þórssvæðis. Myndin tekin 4.júlí 2009. Bæirnir Möðruvellir, Möðrudalur og Möðrufell heita eftir þessari plöntutegund.
Smjörgras (Bartsia alpina). Hvers vegna plantan er kennd við smjör hef ég ekki glóru um, en einhvern tíma var sagt að hér hafi dropið smjör af hverju strái. Kannski hafa þessi "strá" verið smjörgrös
. Myndin er tekin að kvöldi 9.júlí 2009 á Súlumýrum í um 400m hæð.
Margir kannast við þessa plöntu og hafa af henni not en á haustin má týna af henni dökkblá og sæt ber. Þetta er nefnilega Aðalbláberjalyng (Vaccinium myrtillus) en þar sem þessi mynd er tekin fyrripart júlí (þann 9.) eru ekki komin ber. Þessi planta var rétt hjá smjörgrasinu á myndinni að ofan, í 400m hæð ofarlega á NA verðum Súlumýrum.
Fjóla, heitir raunar Þrenningarfjóla (Viola tricolor) fullu nafni. Einstaklega falleg planta sem kýs sér hrjóstruga vaxtarstaði, mel eða möl en þessi vex í kverk milli malbikaðrar gangstéttar og steypts kants við Eyrarveg á Oddeyrinni. Myndin er tekin um tvöleytið að nóttu 17.júní 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2011 | 19:04
Hús dagsins: Munkaþverárstræti 1
Ég hef dálítið verið að fjalla um Fúnkíshús sl. vikur. En það er byggingargerð af steinsteypuhúsum sem var ríkjandi á 4. og 5.áratug sl. aldar og segja má að einkennist af reglulegri gerð; kassalögun og skreytingum í algjöru lágmarki. Þá eru horngluggar mjög einkennandi fyrir fúnkíshús. Munkaþverárstræti 1 sem sést hér á myndinni er nokkuð dæmigert fyrir tvílyft fúnkíshús. Húsið stendur á horni Hamarstígs og Munkaþverárstræti en Hamarstígur tengir Oddeyrargötu við Þórunnarstræti, liggur þar upp stutta en snarbratta hlíð. Helgamagrastræti þverar götuna uppi á klifinu, rétt neðan Þórunnarstrætis en neðan við klifið gengur Munkaþverárstræti til norðurs, samsíða Helgamagrastrætinu, ofan Oddeyrargötu og Brekkugötu.
En Munkaþverárstræti er byggt 1934 og með elstu húsum á Akureyri af Fúnkísgerð. Húsið er svipað að lengd og breidd að grunnfleti- en ekki alveg ferningslaga. Húsið er tvílyft á kjallara með flötu þaki ( trúlega er nú einhver halli á þekjunni samt þó steyptur kantur beri hæst). Ekki er húsið alveg laust við skraut en steyptir kantar sem ramma inn gluggalínur á hæðum sem og steypt kassalaga kögur á þakkanti gefa húsinu ákveðinn einkennissvip- ásamt horngluggunum. En ein af nýjungum fúnkís húsa var sú að gluggar voru breiðari og stærri, oft nærri ferningslaga og skrautpóstar, krosspóstar eða sexrúðupóstar heyrðu nánast sögunni til. Mjög svipuð hús, örlítið yngri, standa í langri röð við Helgamagrastræti örlítið ofar. Munkaþverárstræti 1 er stórglæsilegt hús, vel viðhaldið og trúlega hefur það tekið litlum breytingum frá upphafi. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Á lóðinni stendur eins og sjá má mikið grenitré og er það með þeim allra hæstu á Akureyri. Fljótt á litið virðist mér það vera tvöfalt hærra en húsið, gæti verið um 17-18metrar. Þessi mynd er tekin síðasta vetrardag, 20.apríl 2011.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.5.2011 | 17:27
"Hús dagsins" í Hádegisútvarpinu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2011 | 21:30
"Hús dagsins" frá upphafi
Það hefur lengi staðið til hjá mér að koma einhverju skikki á þessa pistla mína um gömul/skrautleg/söguleg (eða allt framantalið í senn) hús á Akureyri. Svo eru jú nokkur hús hér á síðunni sem eru staðsett mislangt frá bæjarmörkum Akureyrar. En eðli bloggsíða er vitanlega að það bætist og bætist við og sífellt þarf að fletta og nú telja færslurnar mínar alls 222 og því getur þurft að grúska töluvert áður en eitthver tiltekin færsla er fundin. Að auki hef ég ekkert efnisyfirlit hér á síðunni. Þannig að ef lesandi vill leita eftir tilteknu húsi hér á síðunni er það ekki ósvipað og að fletta uppí bók þar sem efnið dreifist "random" um bókina og ekkert er blaðsíðutalið. Nú skal bætt úr því! Hér að neðan ætla ég að birta lista yfir allar húsafærslurnar mínar frá upphafi vega, 22.júní 2009 þar sem hægt er að smella á tengil og velja. Síðan þegar færslur verða fleiri mun ég birta tengil á þessa síðu; efnisyfirlitið, í lok hvers Húsapistils. En færslurnar eru eftirfarandi, flokkað eftir bæjarhlutum:
Innbær
- Aðalstræti 4; Gamla Apótekið
- Aðalstræti 6
- Aðalstræti 10
- Aðalstræti 13
- Aðalstræti 14; Gamli Spítalinn
- Aðalstræti 15
- Aðalstræti 16
- Aðalstræti 32
- Aðalstræti 34
- Aðalstræti 36
- Aðalstræti 38
- Aðalstræti 44
- Aðalstræti 46; Friðbjarnarhús
- Aðalstræti 50
- Aðalstræti 52
- Aðalstræti 54; Nonnahús
- Minjasafnskirkjan við Aðalstræti
- Aðalstræti 63
- Aðalstræti 62
- Aðalstræti 66 og 66a
- Aðalstræti 74
- Aðalstræti 80
- Gamla Gróðrastöðin v. Eyjafjarðarbraut
- Hafnarstræti 3
- Hafnarstræti 11; Laxdalshús
- Hafnarstræti 18; Tuliuniusarhús
- Hafnarstræti 19
- Hafnarstræti 20; Höepfnershús
- Hafnarstræti 23
- Hafnarstræti 29-41
- Hafnarstræti 49; Hvammur
- Hafnarstræti 53; Gamli Barnaskólinn
- Hafnarstræti 57; Samkomuhúsið
- Hafnarstræti 67 Aths. Einhverjum kann að þykja eftirtalin húsaröð frekar flokkast undir Miðbæ en Innbæ. Ég ætla hinsvegar að miða Miðbæinn við Kaupvangsstræti þ.e. einungis sá hluti Hafnarstrætisins sem er göngugata flokkast undir Miðbæinn. Menn eru heldur ekki sammála um Spítalaveg en hann hyggst ég flokka allan sem Brekkuna, enda þótt neðsta húsið standi klárlega í Innbænum.
- Hafnarstræti 71
- Hafnarstræti 73
- Hafnarstræti 77
- Hafnarstræti 79
- Hafnarstræti 82
- Hafnarstræti 86a
- Hafnarstræti 86
- Hafnarstræti 88
- Hafnarstræti 90
- Lækjargata 2, 2a og 2b
- Lækjargata 3
- Lækjargata 4
- Lækjargata 6
- Spítalavegur 1
- Spítalavegur 9
- Spítalavegur 15
Miðbær (Strandgötu ofan Glerárgötu flokka ég hér undir Miðbæ)
- Brekkugata 5
- Brekkugata 10
- Brekkugata 12
- Hafnarstræti 92
- Hafnarstræti 91-93 KEA húsið
- Hafnarstræti 94; Hamborg
- Hafnarstræti 96; París
- Hafnarstræti 98; Hótel Akureyri
- Hafnarstræti 99-101; Amarohúsið
- Kaupangsstræti 6 og Ketilhúsið
- Strandgata 4; Nýja Bíó
- Strandgata 3 og 7
- Strandgata 8?; BSO
- Strandgata 9,11 og 13
- Strandgata 11b
Oddeyri
- Fróðasund 10a
- Gránufélagsgata 39-41
- Gránufélagsgata 43
- Wathne hús (Aths. Wathnehús stendur reyndar tímabundið í Innbænum- en þar sem það stóð við Gránufélagsgötuna í meira en 100ár og tilheyrir Eyrinni ætla ég að hafa það með hér)
- Grundargata 7
- Hríseyjargata 1
- Hríseyjargata 21
- Lundargata 2
- Lundargata 5
- Lundargata 8
- Lundargata 11
- Lundargata 15
- Norðurgata 2
- Norðurgata 4-6
- Norðurgata 11-15,
- Norðurgata 16,
- Norðurgata 17; Gamla Prentsmiðjan, Steinhúsið
- Strandgata 12; Hof
- Strandgata 17
- Strandgata 19b
- Strandgata 21
- Strandgata 23
- Strandgata 27
- Strandgata 33
- Strandgata 35
- Strandgata 37-45
- Strandgata 49; Gránufélagshúsin
- Ægisgata 14
Glerárþorp
- Sjónarhóll, Hvoll; Sandgerði, Byrgi
- Ásbyrgi, Árnes, Sólheimar/Barð
- Sæborg, Bergstaðir, Lundgarður, Skútar
- Ós v. Sandgerðisbót
Brekkan
- Akureyrarkikja
- Bjarkarstígur 6; Davíðshús
- Brekkugata 23-29
- Brekkugata 31
- Eyrarlandsvegur 3; Sigurhæðir
- Eyrarlandsvegur 26
- Gamli Skóli (Eyrarlandsvegur 28)
- Helgamagrastræti 17; Völuból
- Oddeyrargata 1
- Oddeyrargata 3
- Oddeyrargata 6
- Oddeyrargata 15
- Skólastígur 2; Rósenborg
Utan Akureyrarkaupstaðar
- Syðri-Varðgjá, Knarrarberg og Kaupangskirkja
- Jólahúsið v. Eyjafjarðarbraut
- Þorsteinsskáli í Herðubreiðarlindum
- Nokkur hús í 101
- Fálkafell á Súlumýrum (Aths. Fálkafell stendur vissulega innan bæjarlands Akureyrar, en þar sem hann er talsvert utanvið þéttbýlismörkin staðset ég hann utan kaupstaðar.)
Hús sem búið er að rífa
Bloggar | Breytt 17.5.2011 kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 13
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 434
- Frá upphafi: 447421
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 284
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar