"Hús dagsins" 11 ára

"Ég hef í nokkrar vikur birt myndir sem ég á af húsum á Akureyri og stutta umfjöllun um þau á Facebook. Hérna mun halda áfram með það. Eru þetta yfirleitt gömul hús á Oddeyri eða Innbænum en ég á orðið ágætis myndasafn af þeim. Heimildir um byggingarár og sögu húsanna eru fengnar úr öllum mögulegum bókum um byggingarsögu Akureyrar auk þess sem ég hef sótt a.m.k. eina sögugöngu Minjasafnsins um þessi eldri hverfi á hverju sumri síðan 1997"

Svona hófst fyrsti pistillinn, undir yfirskriftinni "Hús dagsins" hér á þessum vef fyrir réttum 11 árum, 25. júní 2009. Hann var um Norðurgötu 17, Steinhúsið eða Gömlu Prentsmiðjuna. Pistillinn var aðeins fáeinar línur, enda var ætlunin fyrst og fremst að birta myndir og fáeina punkta um húsin. En svona var pistillinn í heild sinni: 

P6050029

Hús dagsins er Norðurgata 17, einnig kallað Steinhúsið eða Gamla Prentsmiðjan. Húsið er það eina á Akureyri sem hlaðið er úr blágrýti svipað og Alþingishúsið og Hegningarhúsið. Byggingarár mun vera 1880 og er þetta hús í 3.-4.sæti yfir elstu hús á Oddeyri. Í þessu húsi var lengst af starfandi prentsmiðja en ýmis önnur starfsemi hefur einnig verið stunduð í húsinu á 130 árum.

Svo mörg voru þau orð. Ekki ætla ég að rekja sögu þessara pistla í smáatriðum að þessu sinni en tenglarnir hér til hliðar segja svosem sína sögu. Ég reiknaði í upphafi ekki með að nenna þessu lengur en nokkra mánuði, en nú eru árin orðin ellefu og nóg eftir, þannig séð. Almennt hef ég þó það viðmið í umfjölluninni að "Hús dagsins" séu frá fyrri hluta 20. aldar eða eldri, eða standi í eldri byggðum Akureyrar. Þessar reglur eru hins vegar engan veginn algildar, svo sem sjá má á pistlum liðinna ára.

En í tilefni 11 ára afmælis "Húsa dagsins" birti ég tengla á 11 pistla, einn frá hverju ári, um hús nr. 11. (Ath. Við yfirlit á pistlunum komst ég þó að því, að á hverju einasta ári frá 2009 var að finna a.m.k. eina grein um hús nr.11 nema frá einu ári. Og svo vill nú til, að eina árið, sem enginn pistill um hús nr. 11 birtist, var einmitt...2011!)  

Norðurgata 11 (Birtist 26. júní 2009, annar "Hús dagsins" pistillinn.

Lundargata 11 (Birtist 5. mars 2010)

Silfurgata 11 á Ísafirði. (Birtist 22. ágúst 2012. Ég skrifa ekki eingöngu um Akureyrarhús...) 

Brekkugata 11 (Birtist 13. jan. 2013)

Lækjargata 11 (Birtist 30. sept. 2014)

Ægisgata 11 (Birtist 21. apríl 2015)

Bjarmastígur 11 (Birtist 29. maí 2016)

Oddeyrargata 11 (Birtist 3. okt. 2016)

Munkaþverárstræti 11 (Birtist 28. júní 2017)

Fjólugata 11 (Birtist 11. jan. 2018)

Helgamagrastræti 11 (Birtist 20. júní 2019)

Skólastígur 11 (Birtist 17. mars 2020)

Í þeirri viðleitni, að hér birtist færsla frá hverju ári frá 2009, er hér er ein færsla frá árinu 2011. cool Árinu sem ég tók ekkert hús nr. 11 fyrir. En 24. janúar það ár tók ég fyrir skátaskálann Fálkafell

PS. Þess má geta, að ég skrifa líka húsagreinar í Vikudag... 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu ævinlega þökk fyrir pistlana þína og í guðanna bænum haltu áfram að nenna þessu.

Með kveðju.

sigurður bjarklind (IP-tala skráð) 25.6.2020 kl. 17:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flottur! cool

Þorsteinn Briem, 25.6.2020 kl. 23:25

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þökk fyrir athugasemdir og innlit. Og já, ég kem til með að nenna þessu áfram; "nennan" fer raunar vaxandi ef eitthvað er smile.

Arnór.

Arnór Bliki Hallmundsson, 26.6.2020 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG_2890
  • IMG_2885
  • IMG_2892
  • IMG_2888
  • IMG_2887

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 471
  • Frá upphafi: 445677

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 350
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband