Færsluflokkur: Bloggar
29.12.2012 | 15:55
Hús dagsins: Brekkugata 6
Síðasta "Hús dagsins" á árinu 2012 stendur neðarlega í Brekkugötunni, nánar tiltekið við Brekkugötu 6. Húsið reistu hjónin Böðvar Bjarkan lögmaður og Kristín Jónsdóttir eftir teikningum Halldórs Halldórssonar árið 1923. Það ár virðist mikið hafa verið byggt af stórum og skrautlegum steinsteypuhúsum á Akureyri og mörg þeirra í nokkuð framúrstefnulegum stíl. En fyrstu steinsteypuhúsin voru yfirleitt með því hefðbundna "timburhúsalagi" sem menn þekktu. En Brekkugata 6 er svipmikið tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með lágu risi. Mikill kvistur á framhlið eða útbygging og hár hornturn eru helstu sérkenni hússins. Böðvar og Kristín nefndu húsið Sólgarða og hefur það heiti haldist á húsinu alla tíð- og er það merkt á útbyggingu framhliðar og sést gegn um trjáþykknið ef mynd er stækkuð. En mikill trjágróður er á lóðinni og að sumarlagi er sést illa í húsið frá Brekkugötunni fyrir laufskrúði. Sennilega eru þetta að miklum hluta tré sem Böðvar og Kristín gróðursettu á sínum tíma en þau áttu þarna einn stærsta og glæsilegasta einkaskrúðgarðinn á Akureyri. Húsið var frá upphafi einbýlishús en ekki myndi ég útiloka að íbúðaskipan hafi einhvern tíma breyst á þessum 9 áratugum sem liðnir eru frá byggingu hússins. Nú er starfrækt þarna Gistiheimilið Sólgarðar. Húsið hefur alla tíð hlotið gott viðhald og virðist í frábæru standi, þá er lóðin stórglæsileg og gróskumikil og til mikillar prýði, enda þótt að lítið sé eftir af skrúðgarði Böðvars og Kristínar, sbr. Steindór Steindórsson (1993:bls.71). Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.
Heimildir: Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Breytt 30.12.2012 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2012 | 19:20
"Hús dagsins" yfirlit frá upphafi
Síðastliðnar vikur hef ég í hjáverkum verið að vinna að því að koma saman lista yfir öll Hús dagsins frá upphafi. Mun ég svo setja tengil á þennan lista hér til hliðar og uppfæra hann í hvert skipti (eða annaðhvort) sem ég set inn nýja færslu. Einhverjir kunna að hafa tekið eftir því að frá og með pistli 171 um Grund hætti ég að birta númerin með pistlunum og fyrir því var einföld ástæða. En ég komst að því í þessari vinnu að ég hafði talið vitlaust, skeikað um fjóra. Sem þýðir að "hátíðarpistillinn" nr. 150 var í raun pistill 154! En það hefur ævinlega verið talsvert mál að telja færslurnar, ég hef oftast handtalið þær af skjánum og eins og gefur að skilja þá getur nú ýmislegt misfarist, sérstaklega þegar þarf að "skrolla" niður. En í þetta skiptið fór ég að venju í færslulista, sigtaði út pistlana með orðunum "Hús dagsins". En því næst afritaði ég listann yfir í Word og lét forritið setja upp númeraðan lista og þá kom þetta í ljós svart á hvítu. Því næst afritaði ég allt heila klabbið hingað inn. Þetta var mun meira mál en virðist því þetta var allt í einhverjum töflum og belg og biðu þegar í Word var komið og talsvert mál að snúa ofan af því.(Svo fór þetta allt í belg og biðu þegar fært var frá Word og hingað inn aftur!)Næsta mál var að setja tengla og það var mikil handavinna, að afrita slóð hverrar einustu færslu og setja undir "hyperlink" en hér er þetta loksins komið. Þegar þetta er ritað hef ég birt 182 Húsapistla á þremur og hálfu ári. Hér eru þeir taldir uppí tímaröð en næsta mál á dagskrá í þessari flokkunarvinnu væri að raða þeim eftir hverfum, svæðum og bæjarfélögum. Pistlarnir munu svo losa 190 þegar ég hef birt næstu hús sem ég minntist á í síðustu færslu. En hér eru allar mínar 182+ "Hús dagsins" færslur frá 25.júní 2009 til dagsins í dag. ( Uppfæri þetta í hvert skipti sem ég bæti við færslu)
- Strandgata 39. Birt 13.8.2013
- Strandgata 37 Birt 10.8.2013
- Strandgata 25 Birt 9.8. 2013
- Hús dagsins: Strandgata 25. Birt 6.8.2013 | 13:30
- Hús dagsins: Aðalstræti 72. Birt 4.8.2013 | 15:36
- Hús dagsins: Aðalstræti 58; Kirkjuhvoll. Birt 1.8.2013 | 11:31
- Hús dagsins: Spítalavegur 21. Birt 24.7.2013 | 12:13
- Hús dagsins: Spíatalavegur 19. Birt 19.7.2013 | 12:12
- Hús dagsins: Spítalavegur 17. Birt 18.7.2013 | 08:19
- Hús dagsins: Sómastaðir á Reyðafirði. Birt 15.7.2013 | 23:32
- Hús dagsins: Naustabæirnir. Birt 7.7.2013 14:10
- Hús dagsins: Hamrar. Birt 1.7.2013 12:26
- Hús dagsins: Stöðvarhús Glerárvirkjunar. Birt 27.6.2013 15:12 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1304269/
- Hús dagsins: Grundargata 5. Birt 19.6.2013 16:00 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1303267/
- Hús dagsins: Grundargata 4. Birt 16.6.2013 13:21 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1302504/
- Hús dagsins: Grundargata 3. Birt 15.6.2013 15:01 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1302503/
- Hús dagsins: Grundargata 1. Birt 13.6.2013 12:41
- Hús dagsins: Gránufélagsgata 12 (áður 28) Birt 8.6.2013 14:23
- Hús dagsins: Fróðasund 11. Birt 29.5.2013 18:26
- Hús dagsins: Gránufélagsgata 21. Birt 27.5.2013 18:14
- Hús dagsins: Lundargata 9. Birt 15.5.2013 18:20 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1298413/
- Hús dagsins: Lundargata 7 og Gránufélagsgata 10. Birt 10.5.2013 17:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1297705/
- Hús dagsins: Hríseyjargata 9. Birt 27.4.2013 14:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1295739/
- Hús dagsins: Aðalstræti 24. Birt 18.4.2013 20:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1294064/
- Hús dagsins: Hafnarstræti 2. Birt 11.4.2013 20:26 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1292770/
- Hús dagsins: Möðruvallastræti 2. Birt 4.4.2013 20:31 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1290718/
- Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 24 Birt 27.3.2013 17:36 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1290247/
- Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 22 Birt 25.3.2013 18:07 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1289926/
- Hús dagsins: Eyralandsvegur 20. Birt 20.3.2013 17:03 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1288988/
- Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 16. Birt 15.3.2013 17:48 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1288145/
- Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 14. Birt 12.3.2013 22:03 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1287642/
- Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 12. Birt 11.3.2013 17:36 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1287377/
- Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 8. Birt 4.3.2013 18:50 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1286118/
- Hús dagsins: Glerárgata 1. Birt 26.2.13 20:26. http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1285137/
- Hús dagsins: Fróðasund 3. Birt 21.2.13 17:38 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1284262/
- Hús dagsins: Gránufélagsgata 20. Birt 18.2.13 17:05 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1283650/
- Hús dagsins: Gránufélagsgata 29. Birt 14.2.13 15:54 http://arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1283650/
- Hús dagsins: Skarð og Setberg, v. Hamragerði. Birt 10.2.13 17:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1282162/
- Hús dagsins: Lundur. Birt 2.2.13 15:46 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1280679/
- Hús dagsins: Þingvallastræti 25. Birt 30.1.13 19:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1280084/
- Hús dagsins: Brekkugata 14. Birt 29.1.13 20:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1279887/
- Hús dagsins: Brekkugata 15. Birt 28.1.13 17:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1279670/
- Hús dagsins: Brekkugata 9. Birt 26.1.13 16:46 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1273845/
- Hús dagsins: Brekkugata 8; Brekkukot. Birt 21.1.13 19:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1278194/
- Hús dagsins: Brekkugata 11. Birt 13.1.13 20:07
- Hús dagsins: Hafnarstræti 106. Birt 9.1.13 23:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1276305/
- Hús dagsins: Brekkugata 6 Birt 29.12.12 15:55 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1274643/
- Hús dagsins: Brekkugata 3 Birt 16.12.12 16:48
- Hús dagsins: Gamli Húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti 99 Birt 12.12.12 20:20
- Hús dagsins: Brekkugata 1a Birt 9.12.12 14:49
- Hús dagsins: Brekkugata 1 Birt 8.12.12 20:21
- Hús dagsins: Eiðsvallagata 7 og Ránargata 2 Birt 3.12.12 19:31
- Hús dagsins: Nokkur hús í austanverðu Glerárþorpi Birt 25.11.12 14:34
- Hús dagsins: Sláturhús KEA á Oddeyrartanga Birt 18.11.12 18:39
- Hús dagsins (nr.171): Grund í Eyjafirði Birt 11.11.12 14:56
Hús dagsins (nr. 170): Aðalstræti 8 Birt 24.10.12 20:48
Hús dagsins (nr. 169): Norska húsið, Stykkishólmi. Birt 17.10.12 22:48
Hús dagsins (nr. 167): Hafnarstræti 2; Bókhlaðan og Gamli Spítalinn á Eyrartúni Birt 22.9.12 21:12
Hús dagsins (nr. 166): Smiðjugata 2 Birt 11.9.12 20:44
Hús dagsins (nr.165) : Túngata 3 Birt 5.9.12 18:21
Hús dagsins (nr.164): Silfurgata 8? og Smiðjugata 6 Birt 26.8.12 15:59
Hús dagsins (nr.163): Nokkur hús við Tangagötu. Birt 24.8.12 19:31
Hús dagsins (nr. 162): Silfurgata 11; Félagsbakaríið. Birt 22.8.12 16:55
Hús dagsins (nr. 161): Silfurgata 2 og 6 Birt 17.8.12 21:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1253561/
Hús dagsins (nr. 160): Turnhúsið Birt 15.8.12 20:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1253243/
Hús dagsins (nr.159): Tjöruhúsið Birt 13.8.12 20:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1252982/
Hús dagsins (nr.158): Faktorshúsið Birt 7.8.12 18:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1252164/
Hús dagsins (nr. 157): Krambúðin í Neðstakaupstað Birt 6.8.12 16:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1252054/
Hús dagsins (nr. 156): Arngerðareyri við Ísafjarðardjúp; Kastalinn. Birt 31.7.12 18:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1251438/http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1251438/
Hús dagsins (nr.155): Nokkur hús í Miðbænum Birt 20.7.12 21:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1250107/
Hús dagsins (nr. 154): Litli - Garður við Eyjafjarðarbraut Birt 4.7.12 19:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1247997/
Hús dagsins (nr. 153): Norðurgata 33 Birt 1.7.12 17:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1247604/
Hús dagsins (nr.152): Enn fleiri býli í Glerárþorpi Birt 26.6.12 23:50 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1247604/
Hús dagsins (nr.151): Melgerði Birt 20.6.12 13:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1244253/
HÚS DAGSINS NR. 150: Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata 17. Birt 21.5.12 20:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1239828/
Hús dagsins nr. 149: Harðangur og Hjarðarholt Birt 8.5.12 19:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1238718/
Hús dagsins nr.148 : Grímsstaðir og Steinaflatir (Háhlíð 3 og 7) Birt 7.5.12 19:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1238545/
Hús dagsins nr. 147: Hátún, Sólvangur og Glerárskóli eldri (Árholt). Birt 3.5.12 22:38 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1237834/
Hús dagsins nr. 146: Aðalstræti 40; Biblíótekið Birt 19.4.12 18:56 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1235327/
Hús dagsins nr.145: Eyrarlandsvegur 35 (Fagrastræti 1) Birt 13.4.12 17:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1234191/
Hús dagsins nr. 144: Hafnarstræti 18b Birt 28.3.12 18:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1231455/
Hús dagsins nr. 143: Spítalavegur 8 Birt 26.3.12 21:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1231067/
Hús dagsins nr. 142: Spítalavegur 13 Birt 21.3.12 17:21 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1230250/
Hús dagsins nr. 141: Tónatröð 11; Sóttvarnarhúsið og Litli- Kleppur Birt 17.3.12 20:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1229415/
Hús dagsins nr. 140: Skíðastaðir í Hlíðarfjalli (áður Sjúkrahús Akureyrar) Birt 16.3.12 0:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1229015/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 27 Birt 29.2.12 20:53 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1226103/
Hús dagsins : Ránargata 13 (áður Hafnarstræti 107). Birt 16.2.12 20:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1223580/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 22 Birt 13.2.12 20:20 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1222920/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 33; Hinrikshús. Birt 31.1.12 20:57 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1220521/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 35 Birt 25.1.12 20:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1219417/
Hús dagsins: Hríseyjargata 6 Birt 23.1.12 20:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1219018/
Hús dagsins: Tungusíða 1; Grænahlíð Birt 3.1.12 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1215114/
Hús dagsins: Lyngholt 10; Lyngholt. Birt 30.12.11 17:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1214231/
Hús dagsins: Hafnarstræti 85-89; Hótel KEA. Birt 27.11.11 17:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1207632/
Hús dagsins: Þingvallastræti 23; Gamli Iðnskólinn, Icelandair Hotels. Birt 21.11.11 17:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1206273/
Hús dagsins: Þingvallastræti 2 Birt 13.10.11 23:33 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1197749/
Hús dagsins: Helgamagrastræti 6 Birt 30.9.11 17:44 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1194801/
Hús dagsins: Fjósið, íþróttahús MA Birt 20.9.11 20:48 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1192603/
Hús dagsins: Grundargata 6; Hjaltalínshús Birt 14.9.11 19:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1191204/
Hús dagsins: Eyrarlandsstofa Birt 7.9.11 18:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1189627/
Hús dagsins: Lækjargata 18 og 22. Birt 1.9.11 17:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1188259/
Hús dagsins: Lækjargata 9 og 9a Birt 27.8.11 22:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1187288/
Hús dagsins: Lækjargata 7 Birt 24.8.11 20:11 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1186639/
Hús dagsins: Norðurgata 26 Birt 12.8.11 16:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1184284/
Hús dagsins: Hafnarstræti 63; Sjónarhæð. Birt 8.8.11 18:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1183538/
Hús dagsins: Hríseyjargata 3 Birt 2.8.11 21:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1181645/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 18 Birt 29.7.11 0:07 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1181645/
Hús dagsins: Hríseyjargata 5 Birt 21.7.11 13:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1180456/
Hús dagsins: Lundargata 12; Gamli Iðnskólinn Birt 16.7.11 15:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1179595/
Hús dagsins: Strandgata 19 Birt 4.7.11 14:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1177506/
Hús dagsins: Norðurgata 3 Birt 2.7.11 20:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1177248/
Hús dagsins: Norðurgata 1. "Hús dagsins" 2 ára Birt 25.6.11 15:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1175902/
Hús dagsins: Norðurgata 31 Birt 7.6.11 16:35 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1172403/
Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi Birt 28.5.11 19:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1169743/
Hús dagsins: Skarðshlíð 36-40 og Undirhlíð 3. Elsta og yngsta fjölbýlishúsið í Glerárþorpi.Birt 22.5.11 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1168609/
Hús dagsins: Munkaþverárstræti 1 Birt 8.5.11 19:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1165394/
Hús dagsins: Oddeyrargata 3 Birt 27.4.11 18:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1162628/
Hús dagsins: Helgamagrastræti 17; Völuból Birt 22.4.11 13:57 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1161407/
Hús dagsins: Enn fleiri býli í Glerárþorpi Birt 19.4.11 16:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1160816/
Hús dagsins: Lundargata 8 Birt 13.4.11 21:56 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1159418/
Hús dagsins: Norðurgata 16 Birt 3.4.11 17:17 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1155846/
Hús dagsins: Hríseyjargata 1 Birt 28.3.11 18:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1154232/
Hús dagsins: Strandgata 33 Birt 19.3.11 17:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1151794/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 43 Birt 13.3.11 18:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1150170/
Hús dagsins: Fleiri býli í Glerárþorpi Birt 5.3.11 15:40 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1148032/
Hús dagsins: Nokkur býli í Glerárþorpi Birt 28.2.11 17:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1146712/
Hús dagsins: Hafnarstræti 79 Birt 19.2.11 17:56 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1144067/
Hús dagsins: Hafnarstræti 71Birt 18.2.11 18:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1143827/
Hús dagsins: Ægisgata 14. Birt 16.2.11 16:37 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1143107/
Hús dagsins: Hríseyjargata 21; "Langavitleysa" Birt 15.2.11 17:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1142790/
Hús dagsins: Oddeyrargata 1 Birt 4.2.11 14:33 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1139658/
Hús dagsins: Bjarkarstígur 6; Davíðshús Birt 2.2.11 18:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1139080/
Hús dagsins: Fálkafell á Súlumýrum Birt 24.1.11 0:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1135534/
Hús dagsins: Hafnarstræti 99-101; Amaróhúsið Birt 20.1.11 23:53 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1135290/
Hús dagsins: Aðalstræti 74 Birt 9.1.11 18:31 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1132160/
Hús dagsins: Lækjargata 2, 2a og 2b. Birt 5.1.11 14:43 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1130989/
Hús dagsins: Aðalstræti 62 Birt 17.12.10 14:45 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1126512/
Hús dagsins: Aðalstræti 80 Birt 13.12.10 15:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1125277/
Hús dagsins: Brekkugata 23-29 Birt 8.12.10 19:59 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1123859/
Hús dagsins: Aðalstræti 36 Birt 5.12.10 16:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1122927/
Hús dagsins II: Fróðasund 10a Birt 29.11.10 18:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1118589/
Hús dagsins: Aðalstræti 32 Birt 29.11.10 18:16 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1117024/
Hús dagsins: Aðalstræti 34 Birt 9.11.10 22:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1114781/
Hús dagsins: Lækjargata 4 Birt 3.11.10 18:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1112787/
Hús dagsins: Norðurgata 4 og 6 Birt 24.10.10 18:35 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1109607/
Hús dagsins: Lundargata 5 Birt 19.10.10 23:47 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1108089/
Hús dagsins: Strandgata 19b Birt 15.10.10 19:07 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1106637/
Hús dagsins: Wathne hús (stóð neðst við Gránufélagsgötu) Birt 8.10.10 19:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1104147/
Hús dagsins: Aðalstræti 6 Birt 26.9.10 14:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1099246/
Hús dagsins: Spítalavegur 9 Birt 8.9.10 18:32 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1092947/
Hús dagsins: Hafnarstræti 23 Birt 1.9.10 13:28 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1090511/
Hús dagsins: Menningarhúsið Hof (Strandgata 12) Birt 28.8.10 16:43 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1089310/
Hús dagsins: Aðalstræti 10; Berlín Birt 22.8.10 16:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1087390/
Hús dagsins: Þrenn hús (þ.a. ein kirkja) í Eyjafjarðarsveit, eftir Sveinbjörn Jónsson Birt 13.8.10 15:07 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1085002/
Hús dagsins: Hafnarstræti 88 Birt 10.8.10 14:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1084091/
Hús dagsins: Spítalavegur 15 Birt 5.8.10 15:08 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1082823/
Hús dagsins: Þorsteinsskáli Birt 25.7.10 17:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1079891/
Hús dagsins: Brekkugata 10 og 31 Birt 23.7.10 2:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1079058/
Hús dagsins: Oddeyrargata 15. Örlítið um R-stein. Birt 15.7.10 20:42 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1077368/
Hús dagsins: Hafnarstræti 67. Birt 10.7.10 15:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1075776/
Hús dagsins: Hafnarstræti 86a Birt 2.7.10 13:50 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1072665/
Hús dagsins: Brekkugata 5 Birt 28.6.10 19:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1072291/
Hús dagsins: Gamla Gróðrarstöðin v. Eyjafjarðarbraut Birt 18.6.10 21:36 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1068824/
Hús dagsins: Spítalavegur 1 Birt 13.6.10 15:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1066943/
Hús dagsins: Aðalstræti 52 Birt 7.6.10 18:55 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1064867/
Hús dagsins: Hafnarstræti 19 Birt 4.6.10 20:57 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1063869/
Hús dagsins: Aðalstræti 38 Birt 30.5.10 18:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1061654/
Hús dagsins: Aðalstræti 63 Birt 29.5.10 18:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1061272/
Hús dagsins: Aðalstræti 54: Nonnahús Birt 23.5.10 18:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1058726/
Hús dagsins: Eyrarlandsvegur 26 Birt 11.5.10 14:54 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1053900/
Hús dagsins: Sigurhæðir Birt 7.5.10 13:05 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1052354/
Hús dagsins: Hafnarstræti 77 Birt 30.4.10 16:24 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1049483/
Hús dagsins: Hafnarstræti 86 Birt 29.4.10 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1048989/
Hús dagsins: Hafnarstræti 73. Birt 19.4.10 12:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1044693/
Hús dagsins: Hafnarstræti 82 Birt 14.4.10 16:22 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1042507/
Hús dagsins: Hafnarstræti 92 Birt 5.4.10 19:52 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1038569/
Hús dagsins: Gamli Skóli Birt 22.3.10 17:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1033075/
Hús dagsins: Bifreiðastöð Oddeyrar, BSO Birt 18.3.10 18:44 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1031974/
Hús dagsins: Strandgata 21 Birt 8.3.10 15:33 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1027952/
Hús dagsins: Hafnarstræti 49; Hvammur Birt 6.3.10 17:42 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1027004/
Hús dagsins: Lundargata 11 Birt 5.3.10 13:40 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1026369/
Hús dagsins: Gefjunarhúsið á Gleráreyrum Birt 11.2.10 18:41 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1017310/
Hús dagsins: Ós, skólahús Glerárþorps Birt 3.2.10 17:10 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1014119/
Hús dagsins : Kaupangsstræti 6 og Ketilhús Birt 25.1.10 21:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1010364/
Hús dagsins: Aðalstræti 44 Birt 21.1.10 17:21 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1008620/
Hús dagsins: Nokkur hús í 101, Vatnsstígur 4. Birt 17.1.10 18:05 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1007013/
Hús dagsins: Strandgata 35 Birt 12.1.10 20:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1004709/
Hús dagsins: Aðalstræti 66 og 66a Birt 8.1.10 12:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1002581/
Hús dagsins: Rósenborg, áður Barnaskóli Akureyrar Birt 4.1.10 16:47 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1000318/
Hús dagsins: Jólahúsið í Eyjafjarðarsveit Birt 25.12.09 15:18 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/996389/
Hús dagsins: Strandgata 17 Birt 19.12.09 18:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/993657/
Hús dagsins: Hafnarstræti 90 Birt 11.12.09 11:53 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/991308/
Hús dagsins: Lækjargata 3 Birt 5.12.09 19:32 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/989047/
Hús dagsins: Aðalstræti 15 Birt 3.12.09 18:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/988205/
Hús dagsins: Hafnarstræti 3 Birt 26.11.09 21:15 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/985046/
Hús dagsins: Hafnarstræti 20; Höepfnershús Birt 25.11.09 18:03 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/984433/
Hús dagsins: Minjasafnskirkjan Birt 22.11.09 19:04 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/983178/
Hús dagsins: Akureyrarkirkja Birt 21.11.09 19:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/982836/
Hús dagsins: Strandgata 11b Birt 13.11.09 14:17 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/979009/
Hús dagsins: Strandgata 9,11 og 13. Birt 9.11.09 17:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/977131/
Hús dagsins; Strandgata 3 og 7. Timbur og Steinsteypa. Andstæður Birt 4.11.09 16:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/975016/
Hús dagsins: Aðalstræti 46; Friðbjarnarhús Birt 28.10.09 17:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/971867/
Hús dagsins: Aðalstræti 50 Birt 21.10.09 15:52 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/968355/
Hús dagsins: Gránufélagsgata 39-41; "Sambyggingin" Birt 16.10.09 17:35 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/965831/
Hús dagsins: Strandgata 4; Nýja Bíó Birt 7.10.09 18:26 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/961168/
Hús dagsins: Norðurgata 2 og Strandgata 23. Steinskífuklæðning. Birt 1.10.09 19:40 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/958152/
Hús dagsins: Lundargata 15 Birt 14.9.09 15:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/948166/
Hús dagsins: Strandgata 27 Birt 6.9.09 15:14 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/943854/
Hús dagsins: Hafnarstræti 91-93; KEA húsið Birt 31.8.09 14:06 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/940565/
Hús dagsins: Hafnarstræti 98 Birt 27.8.09 13:21 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/938351/
Hús dagsins; Hafnarstræti 94; Hamborg Birt 25.8.09 14:12 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/937013/
Hús dagsins: Hafnarstræti 96; París Birt 21.8.09 22:51 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/934954/
Hús dagsins: Aðalstræti 4, Gamla Apótekið Birt 20.8.09 18:48 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/934272/
Hús dagsins: Aðalstræti 14, Gamli Spítalinn Birt 17.8.09 13:17
Hús dagsins: Hafnarstræti 53, Gamli Barnaskólinn Birt 12.8.09 15:17 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/929658/
Hús dagsins: Hafnarstræti 57, Samkomuhúsið Birt 10.8.09 18:38 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/928582/
Hús dagsins: Laxdalshús, Hafnarstræti 11 Birt 2.8.09 15:01 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/924390/
Hús dagsins: Gránufélagshúsin, Strandgata 49 Birt 28.7.09 14:00 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/921696/
Hús dagsins eða öllu heldur Gata dagsins (Strandgata 37-45)Birt 23.7.09 17:30 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/919131/
Hús dagsins: Lækjargata 6 Birt 21.7.09 14:39 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/917847/
Hús dagsins: Aðalstræti 13 Birt 20.7.09 21:29 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/917487/
Hús dagsins: Aðalstræti 16 Birt 16.7.09 18:49 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/915545/
Hús dagsins: Nokkur eldri steinsteypuhús Birt 13.7.09 15:13 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/912866/
Hús dagsins: Hafnarstræti 29-41 Birt 9.7.09 11:02 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/910739/
Hús dagsins: Hafnarstræti 18. Eilítið um norsku húsin (sveitser). Birt 3.7.09 20:16 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/907980/
Hús dagsins: Lundargata 2 Birt 30.6.09 13:19 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/day/2009/6/30/
Hús dagsins: Norðurgata 11. Birt 26.6.09 15:34 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/903940/
Hús dagsins: Norðurgata 17 Birt 25.6.09 10:28 http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/903096/
PS. Endilega látið mig vita, lesendur góðir, ef tenglar annaðhvort virka ekki eða vísa einhverja vitleysu
Bloggar | Breytt 16.4.2017 kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2012 | 18:12
Næstu "Hús dagsins"
Nú ætla ég að taka upp á einu sem ég hef ekki gert áður. Það er að gefa upp hvaða hús ég ætla að taka fyrir á næstu dögum og vikum með hækkandi sól- en sem kunnugt eru vetrarsólstöður í dag og sú gula því á uppleið! En fyrir um tveimur vikum fór ég í góðan myndatúr um Miðbæ og Neðri Brekku og er þar myndaskammtur sem dugar þessari síðu fram á næsta ár- ég mun allavega ekki ná að taka þau öll fyrir á þeim 10 dögum sem eftir eru af þessu! En hér er listi yfir þau hús sem ég hyggst fjalla um á næstunni og verður það í þessari röð:
Brekkugata 6, Brekkugata 8 (Brekkukot), Brekkugata 11, Brekkugata 14, Brekkugata 15, Hafnarstræti 106 og Þingvallastræti 25.
Og ef ég ekki á leið hér um síðuna á næstu dögum þá ætla ég að nota tækifærið núna og óska ykkur öllum gleðilegra jóla
Bloggar | Breytt 22.12.2012 kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2012 | 16:48
Hús dagsins: Brekkugata 3
Í síðustu færslu brugðum við okkur uppá Brekku að Gamla Húsmæðraskólanum eftir að hafa dvalið við tvö sambyggð hús neðst í Brekkugötu en nú förum við aftur niður í miðbæ og númer þrjú við Brekkugötu stendur háreist bárujárnshús. En Brekkugata 3 mun byggð um 1904. Húsið er þrílyft timburhús á háum steyptum kjallara, sem er það hár að húsið mætti teljast fjögurra hæða. Það hefur líkast til ekki verið svona stórt í upphafi en á mynd sem er á bls. 174 í bók Steindórs Steindórssonar sem tekin er til austurs í brekkunni ofan við húsið virðist húsið tvílyft með lágu risi, ekki ósvipað húsunum við Hafnarstræti 29-41, sem eru frá svipuðum tíma. Sú mynd er sögð tekin á árunum 1903-06. En á mynd frá 1927 á bls. 70 í sömu bók hefur húsið fengið núverandi lag, orðið þrjár hæðir á kjallara en ekki er útilokað að byggt hafi verið við húsið að aftan eftir það. Þá eru krosspóstar í gluggum og trúlega hefur húsið verið klætt bárujárni á svipuðum tíma og það var stækkað. Nú eru hinsvegar póstalausir gluggar á framhlið. Húsið hefur gegn um tíðina hýst ýmsa starfsemi, verslanir, skrifstofur og hundruð manna- ef ekki þúsundir hafa búið í húsinu. Það er í góðri hirðu, hefur verið tekið í gegn bæði að utan og innan. Nú er veitingastaður á jarðhæð og að ég held fimm íbúðir á efri hæðum, þar af þrjár leiguíbúðir . Þessi mynd er tekin 8.des. 2012.
Í upphafi mun þetta hús hafa verið svipað þessum húsum sem standa við Hafnarstræti:
Heimildir: Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2012 | 20:20
Hús dagsins: Gamli Húsmæðraskólinn við Þórunnarstræti 99
Á móti Íþróttahöllinni og skáhallt ofan Sundlaugar Akureyrar standa tvær virðulegar stórar og virðulegar byggingar á fimmtugs- og sjötugsaldri sem báðar eiga það sameiginlegt að hafa hýst menntastofnanir um áratugaskeið. Sú nyrðri og yngri er Gamli Iðnskólinn frá 1969 sem seinna hýsti Háskólann á Akureyri- kennaradeild allt til 2010 en hefur nú verið stækkaður verulega og er nú stórglæsilegt Iceland Air Hotel. Skammt sunnan hótelsins er talsvert eldri fyrrum skólabygging en það er Gamli Húsmæðraskólinn en hann var reistur 1945. Húsið er tvílyft steinsteypuhús, skeljasandsklætt (þetta er kallað skeljasandur en er í raun grjót- og kvarsmulningsmúr) með lágu söðulþaki á tiltölulega háum kjallara. Hönnuður hússins var Guðjón Samúelsson, þáverandi Húsameistari Ríkisins og er húsið eitt af fjölmörgum stórvirkjum hans. Húsið var og er sérlega rúmgott, hátt til lofts og vítt til veggja og óvíða hefur aðstaða húsmæðraskóla verið betri en hér þegar húsið var tekið í notkun. Stór og rúmgóð kennslueldhús eru á 1.hæð og einnig eru eldhús í kjallara og kennslustofur á efri hæð eru stórar og bjartar, enda gluggar stórir. Mikið geymslurými er einnig í kjallara. Húsið mun að mjög litlu leyti breytt frá upphaflegri gerð og það er til marks um hversu vel það var hannað frá upphafi að húsið var notað til kennslu h.u.b. óslitið allt til ársins 2003, en Verkmenntaskólinn hafði húsið til umráða fram á því og hér voru listnáms og matvælabrautir til húsa. Frá því Verkmenntaskólinn fluttist voru ýmsar ríkisstofnanir m.a. starfstöð Fornleifaverndar hér til húsa og nú síðast Akureyrarakademían. Nú er húsið hinsvegar komið í eigu Akureyrarbæjar (var seldur í ársbyrjun http://www.ruv.is/frett/husmaedraskoli-til-solu ) En ætlunin er að opna í húsinu skammtímavistun fyrir fatlaða. (Sjá hér http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2012/06/11/gott-fyrir-fatlada/) Ekki eru menn þó á eitt sáttir með þær fyrirætlanir og telja þá helst að þær framkvæmdir krefjist of mikilla breytinga á þessu glæsilega stórvirki Guðjóns Samúelssonar. En sitt sýnist hverjum, en víst er að húsið er vel búið fyrir margs konar starfsemi en er að mörgu leyti komið á viðhald og vantar eflaust töluvert upp á að uppfylla nútíma byggingarreglugerðir.
Sjálfur hef ég átt dálitla viðkomu í þessu húsi þegar ég vann á Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti en fram að sumrinu 2006 höfðu tjaldsvæðin geymsluaðstöðu og aðganga að eldhúsi í kjallaranum. Fyrsta verkið manns á morgunvöktum var að fara þarna inn og hella uppá kaffi og opna og koma svæðinu "í gang" meðan kaffið var að leka niður. Þegar kvölda tók, sérstaklega í ágúst þegar dimmt var orðið, var það ekki fyrir myrkfælna að fara þarna einir en mikill hljómburður var í kjallaranum og þegar hljótt var heyrðust lágir dynkir í kjallaranum. Annaðhvort voru það gamlar lagnirnar - ja eða eitthvað allt annað . En þessi mynd er tekin sl. laugardag 8.des. 2012.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2012 | 14:49
Hús dagsins: Brekkugata 1a

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2012 | 20:21
Hús dagsins: Brekkugata 1
Fáar húsamyndir sem birst hafa hér á síðunni eru teknar í desember. Örlítið fleiri hafa birst teknar í mánuðunum sitt hvoru megin við, nóvember og janúar. Það kann að vera ákveðin synd- því líklegast er að hitta á húsin í sinni skrautlegustu mynd í kringum jólin en fyrir þessu er mjög einföld ástæða. Húsamyndirnar þurfa helst að vera í björtu, myndavélin mín virkar auk þess illa í myrkri. Og í desember er birtan minnst. En fyrr í dag fór ég í myndatúr og mun afraksturinn birtast hér næstu vikurnar. Og leiðin mín lá m.a. um Brekkugötu.
Elsta og neðsta húsið við Brekkugötu er Brekkugata 1. Það hús reisti Jósep Jóhannesson árið 1901. Var það í upphafi einlyft timburhús á háum kjallara með portbyggðu risi og miðjukvisti á framhlið. Ekki veit ég hvort miðjukvisturinn var á frá upphafi en hann var allavega kominn á um 1920. Næsta hús, Brekkugata 1a var reist úr steinsteypu áfast þessu húsi árið 1923, en það hús tek ég fyrir í næsta kafla. Um svipað leyti mun húsið hafa verið klætt steinblikki en einhvern tíma, sennilega sitt hvoru megin við 1950 voru gerðar gagngerar breytingar á þessu húsi. Var þá risinu lyft alveg og byggð önnur hæðin þ.a. nú er húsið tvílyft með hallandi aflíðandi þaki; skúrþaki og sennilega hefur húsið verið forskalað um svipað leyti. En miðgluggarnir á efstu hæð eru semsagt fyrrverandi kvistgluggar og á gafli má sjá tvo litla glugga sitt hvoru megin við stærri glugga. Það eru gluggar sem áður voru undir súð en látnir halda sér. Ég segi hér framar að húsið sé tvílyft. Sjálfsagt má telja álitamál hvort húsið er tvær eða þrjár hæðir. Sjálfum er mér ævinlega tamt að tala um steypta grunna timburhúsa sem kjallara en "kjallarinn" á þessu húsi er vissulega ekki niðurgrafinn- sem skilur í hugum margra á milli kjallara og fyrstu hæða. Nú er húsið íbúðar- og verslunarhús, skóbúð hefur verið á jarðhæðinni undanfarin ár en þarna var lengi vel kjörbúð KEA (ein af fjölmörgum) og ýmis starfsemi hefur verið þar þessi 111ár sem húsið hefur staðið. Íbúðir eru á efri hæðum, að ég held ein á hvorri hæð. Húsið lítur vel út og er í góðu standi og sómir sér vel þarna vestan megin Ráðhústorgs. Myndina tók ég fyrr í dag 8.des.
PS. Ef einhver veit eða man eftir hvenær húsinu var breytt má endilega senda mér línu, annaðhvort hér á athugasemdakerfi eða gestabók. Það sama gildir um alla pistla hér á síðunni, það má alltaf bæta einhverjum fróðleik við .
Þetta hús stendur örlítið ofar við götuna, en þetta er Brekkugata 5. Í upphafi var Brekkugata 1 mjög svipuð þessu húsi að gerð. Þessi mynd er ein fárra desembermyndanna minna, tekin 21.des. 2010.
Brekkugötu 5 tók ég fyrir hér á síðunni sumarið 2010: http://www.arnorbl.blog.is/blog/arnorbl/entry/1072291/
Bloggar | Breytt 9.12.2012 kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2012 | 19:31
Hús dagsins: Eiðsvallagata 7 og Ránargata 2.
Áratugum saman var byggðin á Oddeyrinni að miklu leyti bundin við syðsta hlutan sem afmarkast af Strandgötu í suðri og Eiðsvallagötu í norðri þar sem eru þvergöturnar Lundargata, Norðurgata, Grundargata, Hríseyjargata og Hjalteyrargata. Eiðsvallagatan miðast við húsið Gamla Lund (hús sem var byggt 1858 en rifið um 1982 og nýtt hús reist á grunni þess) og Eiðsvöll. Sú gata tók að byggjast laust fyrir 1930 og það ár var parhúsið Eiðsvallagata 7 reist. Húsið er tvílyft steinsteypuhús með háu risi. Höfundur hússins er óþekktur en það reistu Guðbjartur Friðriksson (eystri hluta) og Ólafur Bjargmann (vestari hluti) og bjuggu þeir þar ásamt fjölskyldum sínum- og hélst eystri hlutinn í eigu sömu fjölskyldu í yfir 7 áratugi. Frá upphafi hafa tvær íbúðir á tveimur hæðum og risi verið í sitt hvorum enda. Á göflum er kantskraut undir áhrifum frá Jugend-stíl og tveir litlir kvistir á framhlið. Báðir hlutar hússins hafa fengið gott viðhald frá upphafi og góða yfirhalningu á liðnum áratug, enda er húsið í frábæru standi og stórglæsilegt að sjá.
Skammt ofan Eiðsvallagötu 7 gengur Ránargatan til norðurs. Hún byggðist að mestu árin 1930-55 og 1931 var eitt elsta húsið við götuna, Ránargata 2 reist. Hér er um að ræða ekki ósvipað hús og Eiðsvallagata 7, tvílyft parhús byggt úr r-steini, með háu risi. Það er frá upphafi skipt í tvo eignarhluta og voru það bræðurnir Óskar og Magnús Gíslason sem reistu húsið eftir teikningum Sveinbjarnar Jónssonar- en ef hægt er að tala um "stórt nafn" í húsateikningum og húsbyggingum á Akureyri á þessum árum þá á það sannarlega við um Sveinbjörn. Húsið var upprunalega parhús en íbúðir hafa þó verið fleiri í húsinu. Einhvern tíma skyldist mér að húsið hafi verið hálfgert fjölbýli eftir miðja síðustu öld. Húsið er í góðu standi og lítur vel út. Í því eru að ég held tvær íbúðir, ein í hvorum enda. Í nyrðri enda eru upprunalegir gluggar en í syðri enda hafa einhvern tíma verið settir þverpóstar. Myndirnar með þessari færslu voru teknar á þeirri skemmtilegu dagsetningu 11.11.´12.
Bloggar | Breytt 3.12.2019 kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2012 | 14:34
Hús dagsins: Nokkur hús í austanverðu Glerárþorpi
Í gær var ég á ferðinni um Glerárhverfi, nánar tiltekið Holtahverfi en það er elsti hluti þéttbýlis í Glerárþorpi. Holtahverfi liggur austan Hörgárbrautar en Hlíðahverfið er vestan megin. Hér eru nokkur gömul býli sem standa þar og tek ég þau í þeirri röð sem ég gekk og myndaði þau:
Við Þverholt 4 stendur Holtakot. Húsið er byggt 1930 og er það einlyft, timburklætt steinsteypuhús með háu risi. Húsið er í góðri hirðu og hefur einhverntíma verið tekið í gegn frá grunni. Í bókinni Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs e. Steindór Steindórsson (bl.s 91-92) eru gefin upp upprunaleg byggingarár býlanna í Glerárþorpi og þar kemur fram að upprunalega var byggt á Holtakoti 1912. Gegnt húsinu er síðan leikskólinn Holtakot.
Á horni Þverholts og Krossanesbrautar stendur Brautarhóll. Er þetta einlyft steinhús með lágu risi, byggt 1928 og hefur sama húsið staðið þar frá upphafi. Aftan úr húsinu er einlyft bakbygging sem ég gæti ímyndað mér að sé seinni tíma viðbót. Húsinu er afar vel við haldið og lítur vel út, sem og stór og gróin lóð við húsið.
Litlu ofan Brautarhóls gegnt Krossanesbrautinni stendur Sæberg, einlyft steinsteypuhús með lágu söðulþaki, byggt 1954. Það er með síðustu húsum Glerárþorps sem byggt var í Glæsibæjarhreppi- því 1.janúar 1955 sameinaðist Glerárþorp Akureyri.
Bárufell er einlyft timburhús með háu risi á kjallara, byggt 1934. Það stendur dágóðan spöl frá Krossanesbraut á hárri brekkubrún litlu norðan og ofan við Sandgerðisbót.
Alveg við Krossanesbraut stendur Jötunfell, einlyft steinsteypuhús með lágu risi. Það er líkt og Sæberg byggt 1954 og er þarna um að ræða upprunaleg hús í báðum tilfellum og einnig á Bárufelli. Eins og kom fram fyrr í færslunni eru myndirnar teknar í gær, 24.11.2012.
Heimildir: Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs Reykjavík: Örn og Örlygur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2012 | 18:39
Hús dagsins: Sláturhús KEA á Oddeyrartanga.
Neðan Hjalteyrargötu, austast á Oddeyrinni er gamalgróið iðnaðarsvæði. Þar hafa gegn um áratugina verið athafnasvæði ÚA, Strýtu, fóðurvörudeildar KEA (nú Bústólpa) svo fáein stór nöfn iðnaðarsögu Akureyrar séu nefnd að ógleymdri Kjötiðnaðarstöð KEA sem síðar varð Norðlenska. En þar berum við niður í þessari færslu. En húsið á myndinni, Gamla Sláturhúsið, er ein elsta byggingin á svæði Norðlenska á Oddeyrartanga. Sláturhúsið var reist árið 1928 og er eitt af stórvirkjum byggingarmeistarans Sveinbjarnar Jónssonar, en hann teiknaði húsið og hafði umsjón með byggingu þess. Húsið er steinsteypt og fylgir sögunni að sandurinn í húsið var fenginn af hafsbotni. Var danskt dæluskip, Uffe, notað til verksins. Húsið er 25metrar á breidd og hæð upp á gafl um 10m skv. teikningum, en þær er að finna á bls. 87 í bókinni Byggingarmeistari í stein og stál. Eins og oft tíðkaðist á iðnaðarhúsum á fyrstu tugum 20.aldarinnar voru gluggar með margskiptum rúðum og bogadregnir og á teikningum er stór bogadregin skrautrúða fremst á húsinu fyrir miðju, og sjá má móta fyrir henni á myndinni. Húsið var eitt stærsta og fullkomnasta sláturhús landsins á þeim tíma, búið nýjustu og fullkomnustu tækni og var um áratugaskeið eitt það fullkomnasta. Enn er húsið í fullri notkun hjá Norðlenska þó ekki sé slátrað þar lengur. Líklega er þetta einhverskonar vinnslusalur í dag en húsið er ekki mikið breytt að utan frá fyrstu gerð, þó það sé nú orðið hluti að stærri húsasamstæðu. Húsið virðist í góðri hirðu. Ekki veit ég hvort húsið njóti friðunar en ég hefði sagt að auðvitað ætti svo að vera. (Raunar myndi ég segja að það ætti barasta að friða allar byggingar Sveinbjarnar Jónssonar!) Ég tók þessa mynd fyrr í dag þann 18.11. 2012. Þá lagði ég leið uppí miðbæ og hugðist mynda nokkur hús við Brekkugötu sem ég á eftir að taka fyrir hér- en þegar á hólminn var komið reyndist myndavélin batteríslaus.
Heimildir: Friðrik Olgeirsson, Halldór Reynisson, Magnús Guðmundsson. 1996. Byggingameistari í stein og stál. Reykjavík: Fjölvi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 17
- Sl. sólarhring: 59
- Sl. viku: 314
- Frá upphafi: 447090
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 248
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar