Hús við Hríseyjargötu

Hér eru söguágrip um hús við Hríseyjargötuna eins og hún PB180048leggur sig, syðri og eldri hlutann tók ég fyrir af og til árin 2011-17 en yngri og ytri hlutann tók ég fyrir hús fyrir hús nú í nóvember og desember 2018. Hríseyjargata er stórmerkileg og skemmtileg gata, við hana má finna líklega elsta steinsteypuhús Akureyrar þ.e. Hríseyjargötu 1, sem byggð er 1903(sést fremst t.v. á efri myndinni til hliðar). Það hús er jafnframt það langelsta við götuna, að öðru leyti er gatan byggð á 3.- 5. áratug 20. aldar- auk þess sem eitt hús frá 1. áratug 21. aldar stendur við götuna. Meðfylgjandi myndir eru teknar annars vegar við Strandgötu, horft til norðurs,PB180857 og hins vegar við ytri enda götunnar viðEyrarveg og eru þær báðar teknar sunnudaginn 18. nóvember! Þó má greinilegt þykja, að ekki eru myndirnar teknar samdægurs en tilfellið er, að önnur myndin er tekin 2012 en hin 2018.

 

 

 

  

Hríseyjargata 1  (1903)

Hríseyjargata 2  (1925)

Hríseyjargata 3 (1937)

Hríseyjargata 5  (1922)

Hríseyjargata 6  (1931)

Hríseyjargata 7  (2002) *SJÁ hér að neðan

Hríseyjargata 8  (1942)

Hríseyjargata 9  (1928)

Hríseyjargata 10 (1942)

Hríseyjargata 11  (1933)

Hríseyjargata 13  (1942)

Hríseyjargata 14  (1941)

Hríseyjargata 15  (1942)

Hríseyjargata 16  (1942)

Hríseyjargata 17  (1943)

Hríseyjargata 18  (1941)

Hríseyjargata 19  (1942)

Hríseyjargata 20  (1941)

Hríseyjargata 21  (1942)

Hríseyjargata 22  (1941)

Sé tekið meðaltal af byggingarárum fæst út 1939,1 þ.a. að árið 2019 verður meðalaldur húsa við Hríseyjargötu 80 ár

*Lóðin við Hríseyjargötu 7 var framan af óbyggð en árið 2002 var byggt þar glæsilegt einlyft bárujárnsklætt timburhús með háu risi, eftir teikningum Ágústs Hafsteinssonar. Það er sérlega vel heppnað hús og passar mjög vel inn í hina rótgrónu götumynd. Myndina af Hríseyjargötu 7 tók ég núna fyrr í dag, 29. des 2018.PC290876  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband